Útgerðin sé í Eyjum

Herjólfur siglir inn í Landeyjahöfn.
Herjólfur siglir inn í Landeyjahöfn. mbl.is/Sigurður Bogi

Náist samstaða um útfærslur ættu fulltrúar Vestmannaeyjabæjar og samgönguráðuneytisins að geta á næstu dögum skrifað undir viljayfirlýsingu um yfirtöku bæjarins á rekstri Herjólfs.

Þetta segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Eyjum, sem í gær fundaði ásamt sínu fólki með fulltrúum Vegagerðarinnar um rekstur ferjunnar, nýs skips sem er væntanlegt til landsins næsta sumar.

Það er lykilatriði að stjórn á útgerð Herjólfs sé í höndum heimamanna, segir Elliði Vignisson í Morgunblaðinu í dag. Þá kröfu segir hann þunga að ferðum ferjunnar milli Eyja og Landeyjahafnar sé fjölgað, en þær eru sex á dag yfir sumarið en þrjár til fimm á veturna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert