Verðið er byrjað að lækka

Reykjavík og nágrenni úr lofti.
Reykjavík og nágrenni úr lofti. mbl.is/Golli

Meðalverð seldra íbúða í fjölbýli í tveimur hverfum í Reykjavík lækkaði milli 2. og 3. ársfjórðungs. Þetta má lesa úr greiningu Þjóðskrár Íslands fyrir Morgunblaðið.

Þannig var kaupverð á fermetra í fjölbýli að meðaltali lægra í póstnúmerunum 107 og 109 Reykjavík á þriðja ársfjórðungi en öðrum. Þessi póstnúmer eru í Vesturbæ annars vegar og Seljahverfi hins vegar. Kaupverðið í Vesturbænum var að meðaltali 496 þúsund fyrir allar eignir í fjölbýli á öðrum ársfjórðungi en 488 þúsund á þeim þriðja. Það er tæplega 2% lækkun.

Þar kemur meðal annars fram að meðalverð allra seldra fermetra í fjölbýli í 111 Reykjavík, Breiðholti, var rúmar 218 þúsund að meðaltali á fyrsta ársfjórðungi 2013. Á síðasta ársfjórðungi, þeim þriðja í ár, hafði verðið hækkað í 390 þúsund. Það samsvarar 78% hækkun.

Þá lækkaði kaupverð í Seljahverfi úr 374 þúsundum í 349 þúsund á þessu tímabili og er þá miðað við allar eignir í fjölbýli, að því er fram kemur í umfjöllun um verðþróun húsnæðis í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert