Breytingar tilkynntar hjá RÚV

Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri.
Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri. Þórður

Frank Hall, sem hefur verið dagskrárstjóri Rásar 2 frá því í apríl 2014, lætur af störfum um áramótin. Þá mun einnig Ingólfur Bjarni Sigfússon, sem hefur verið nýmiðlastjóri RÚV og setið í framkvæmdastjórn, láta af störfum um áramótin.

Nýmiðladeild verður færð undir dagskrárstjóra Rásar 2 og mun hann sitja í framkvæmdastjórn, en staðan verður auglýst á næstunni. Þetta kemur fram á vef RÚV, en Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri tilkynnti starfsmönnum stofnunarinnar í dag nýtt skipurit  sem tekur gildi um áramótin.

Frank Hall, dagskrárstjóri Rásar 2.
Frank Hall, dagskrárstjóri Rásar 2. Ljósmynd/RÚV

Ingólfur Bjarni er einn liðsmanna fréttaskýringaþáttarins Kveiks sem hefst á þriðjudaginn. Haft er eftir Magnúsi á vef RÚV að stjórnendur RÚV sýni því skilning að þeir Frank og Ingólfur vilji söðla um á þessum tímapunkti.

Ingólfur Bjarni Sigfússon, nýmiðlastjóri RÚV
Ingólfur Bjarni Sigfússon, nýmiðlastjóri RÚV Ljósmynd/RÚV

Á fundinum með starfsfólki RÚV var einnig kynnt nýtt framleiðslusvið RÚV og verður framkvæmdastjórastaða sviðsins auglýst á næstunni. „Þetta er í takt við stefnu RÚV um að efla framleiðslu, bæði fyrir RÚV og auðvelda sjálfstæðum framleiðendum og öðrum framleiðendum að nýta sér þjónustu RÚV,“ er haft eftir Magnúsi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert