„Ekki bara hægt að benda á Costco“

„Bensínmarkaðurinn hefur breyst mikið undanfarið. Koma Costco á markaðinn hafði vissulega mikil áhrif en það er samt ekki bara hægt að benda á Costco, þessi þróun er í raun sambærilega þróuninni á Norðurlöndunum þar sem sjálfsafgreiðsla hefur aukist mikið og neytendur líta fyrst og fremst á verðið fremur en þjónustuna,“ segir Hendrik Egholm, forstjóri Skeljungs, sem telur mikilvægt að draga lærdóm af komu Costco og reyna að aðlagast í samræmi við það. 

Í morgun var tilkynnt að 29 manns hefði verið sagt upp hjá Skeljungi en samhliða því var ákveðið að leggja vörumerkið Skeljung niður. „Að okkar mati höfum við verið að nota bestu staðsetningarnar okkar fyrir Skeljungsstöðvar en Orkan er sterkasta vörumerkið okkar. Orkan býður upp á það sem Íslendingum líkar betur, lægra verð og minni þjónustu, þannig að ég fæ ekki séð af hverju við ættum að nota bestu staðsetningarnar undir bensínstöðvar sem eru ekki þær vinsælustu. Þar af leiðandi er rökrétt að breyta öllum afgreiðslustöðum Skeljungs í Orkuna og ég tel að það muni verða fyrirtækinu til góðs til framtíðar,“ segir Hendrik. 

Að sögn Hendriks störfuðu tuttugu þeirra sem sagt var upp störfum í morgun á afgreiðslustöðvum Skeljungs, en alls 29 manns var sagt upp í morgun. „Það er náttúrlega alltaf erfitt að segja upp starfsfólki en þessar aðgerðir eru nauðsynlegar og skynsamleg ákvörðun fyrir fyrirtækið. Við munum halda áfram að leita leiða til að styrkja fyrirtækið og gera það arðbærara til framtíðar.“

Of margar bensínstöðvar á höfuðborgarsvæðinu

Hendrik segir allt of margar bensínstöðvar vera á höfuðborgarsvæðinu og telur svæðið í raun of-þjónustað. „Við erum með allt of margar bensínstöðvar og ég veit að borgaryfirvöld eru sammála mér um það. Í Reykjavík er ein bensínstöð fyrir um það bil 2.700 manns en til samanburðar er ein bensínstöð fyrir hverja 5.700 manns í Þýskalandi.'“

Valgeir Baldursson og Hendrik Egholm
Valgeir Baldursson og Hendrik Egholm mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

„Við erum enn að vinna á fullu að því að greina markaðinn og staðsetningar stöðvanna, en ég tel það alveg ljóst að í náinni framtíð muni markaðurinn breytast þannig að það verði lögð mun meiri áhersla á verðið sem þýðir einfaldlega að það verði fleiri sjálfsafgreiðslustöðvar. Það hefur orðið mikil fækkun á fólki sem er tilbúið að borga premium verð fyrir premium þjónustu,“ segir Hendrik. 

Spurður um það hversu stóran þátt hann telji Costco eiga í því að 29 manns hafi verið sagt upp og vörumerkið Skeljungur verði lagt niður segir Hendrik klárt mál að sá þáttur hafi verið stór. „Costco er samt sem áður ekki ástæðan fyrir öllu sem gerist á markaðnum. Við tókum stefnumótandi ákvörðun og í kjölfar hennar verður Skeljungur léttari á fæti. Við erum að breyta Skeljung í Orkuna af því að við teljum að það sé rétt og arðbær ákvörðun til framtíðar auk þess sem hún kemur til móts við þarfir neytenda. Costco áhrifin eru auðvitað staðreynd, það er ekki hægt að neita fyrir það, en Costco höfðu engin útslitaáhrif á þessa ákvörðun, við þurfum einfaldlega að aðlagast breyttu umhverfi.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Líður ekki vel á gömlum sjúkrabílum

10:21 Fyrir tveimur árum rann út samningur milli ríkisins og Rauða krossins um rekstur og viðhald sjúkrabíla landsins. „Við höfum miklar áhyggjur af því að heilbrigðisráðuneytið hefur ekki endurnýjað samninginn. Ábyrgðin liggur þar,“ segir formaður fagdeildar sjúkraflutningamanna. Meira »

Katrín í París

09:18 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, er komin til Parísar þar sem hún mun sækja leiðtogafund um loftlagsmál sem fram fer í dag. Meira »

Hafnar tillögum jólagjafaráðs

09:15 Jólasveinninn Stekkjastaur ætlar ekki að fara að tillögum sérstaks jólagjafraráðs jólasveinanna fyrir þessi jól. Síðustu áratugi hefur myndast sú hefð að skipað sér þriggja sveina ráð sem sér um að álykta um æskilegar gjafir í skóinn, en mikillar óánægju hefur gætt meðal jólasveinanna með störf ráðsins í ár. Meira »

Löggutíst á laugardag

08:58 Twitter-maraþon lögreglunnar, svokallað „Löggutíst” fer fram á laugardaginn, að því er segir í fréttatilkynningu frá þremur lögregluembættum. Meira »

Snjókoma á Hellisheiði

08:55 Snjókoma er á Hellisheiði og eins á Mosfellsheiði og á Þingvallasvæðinu. Krapi eða snjóþekja er m.a. á Hellisheiði, Lyngdalsheiði og við Þingvelli en á Suðurlandi eru þó víðast hvar aðeins hálkublettir eða jafnvel alveg greiðfært. Þæfingsfærð er á Kjósarskarði en flughált í sunnanverðum Hvalfirði. Meira »

Hægir á sigi í katlinum

08:35 Úrvinnsla mælinga úr flugferð vísindamanna yfir Öræfajökul í gær benda til þess að mjög hafi hægt á sigi í katlinum. Sigketillinn í öskju eldstöðvarinnar hefur dýpkað um 2-3 metra frá síðasta flugi sem var fyrir nærri tveimur vikum. Meira »

Mikil lækkun á verði notaðra bíla

08:18 Verð á notuðum bílum hefur lækkað um nærri 20% á síðasta misserinu eða svo og í sumum tilvikum mun meira. Þar ræður meðal annars sterkt gengi krónunnar sem leiðir af sér lægra verð á nýjum bílum. Það hefur heildstæð áhrif á öllum markaðnum. Meira »

Hjólar hringinn í vetrarfæri

08:25 Frakkann Jean-yves Petit er nú er á tæplega tveggja mánaða hjólaferð umhverfis landið. Hann segir náttúrufegurðina mikla á þessum árstíma og þess virði að leggja svona vetrarferð á sig þrátt fyrir að vindur og kuldi taki aðeins á. Meira »

Styrkur svifryks tvisvar yfir mörk

07:57 Samspil aukinnar umferðar, nagladekkja og froststilla hefur gert það að verkum að styrkur svifryks hefur tvisvar síðustu daga farið yfir sólarhrings heilsuverndarmörk við Grensásveg í Reykjavík. Meira »

Pípulagnirnar freista iðnnema

07:37 Ágæt aðsókn hefur að undanförnu verið í nám pípulögum og alls um 25 manns útskrifast frá Tækniskólanum með sveinspróf í greininni á þessu ári. Það er svipaður fjöldi og verið hefur mörg undanfarin ár. Meira »

Varað við mikilli hálku

06:57 Varað er við lúmskri hálku á gangstéttum og í húsagötum í efri byggðum höfuðborgarsvæðisins. Byrjað er að salta, en fyrst eru teknar allar aðalleiðir, strætóleiðir og tengileiðir, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Andlát: Jóhannes Kristjánsson

05:30 Jóhannes Kristjánsson bifvélavirkjameistari lést á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri laugardaginn 2. desember. Hann var fæddur 25. nóvember 1921 og því nýorðinn 96 ára. Meira »

Lögblindur en fær ekki ný gleraugu

05:30 Lögblindur maður sem beitti sér fyrir því að fengin yrði til landsins ný gerð af gleraugum hefur ekki fengið að prófa þau, þrátt fyrir mikla eftirgangsmuni og loforð þar um. Meira »

Fjölnota íþróttahús byggt í Garðabæ

05:30 Bygging Urriðaholtsskóla er stærsta einstaka framkvæmdin á vegum Garðabæjar á næsta ári, samkvæmt fjárhagsáætlun sem samþykkt hefur verið. Alls verður varið 1.875 milljónum til framkvæmda á árinu. Meira »

Fá ekki að reisa vinnubúðir í Mosó

05:30 Bæjarráð Mosfellsbæjar hefur hafnað beiðni Somos ehf. um að fá að reisa starfsmannabúðir fyrir erlenda starfsmenn á Leirvogstungumelum. Þykir slík starfsemi ekki samræmast gildandi deiliskipulagi á svæðinu. Meira »

Veltan 63% meiri en 2015

05:30 Velta erlendra greiðslukorta á Íslandi var um 188 milljarðar króna fyrstu átta mánuði ársins. Það er rúmlega 63% aukning frá 2015 og samsvarar 542 þúsund á hvern landsmann. Meira »

Aldrei fleiri gestir með skipum

05:30 Útlit er fyrir að vertíð skemmtiferðaskipa í Reykjavík á næsta ári verði sú umfangsmesta frá upphafi. Alls er gert ráð fyrir því að hingað komi 68 skip, sem er einu færra en í ár, en farþegar verða umtalsvert fleiri. Meira »

Unnu hundasýningu erlendis

05:30 Íslenska landsliðið í ungum sýnendum hunda varð um helgina Norðurlandameistari í liðakeppni og Berglind Gunnarsdóttir varð Norðurlandameistari í einstaklingskeppni ungra sýnenda. Meira »
Iðnaðarhúsnæði óskast.
Erum að leita af iðnaðarhúsnæði til leigu, 200-400m2 á höfuðborgarsvæðinu með há...
Höfuðverkur, endalaus þreyta, svefnleysi
Er með til leigu OZONE lofthreinsitæki ( margir kalla þetta JÓNAR tæki ). Eyði...
JEMA Flottar lyftur i bílskúrinn og víðar.
Eigum nokkrar af þessum 1 metra lyftum 2,8 tonna, sama verð 235.000+vsk , meðfæ...
JEMA gæðalyftur á góðu verði
Bjóðum danskar gæðalyftur frá JEMA af mörgum gerðum CE TUV Led ljós á örmum ...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...