Sá stærsti frá goslokum

Veðurstofa Íslands

Laust fyrir miðnætti mældust fjórir stórir skjálftar (yfir þremur að stærð) við norðurrima Bárðarbungu.

Sá fyrsti mældist af stærð 3,9 kl. 23.02, annar 3,2 kl. 23.03, sá þriðji 4,7 kl. 23.26. Fjórði skjálftinn mældist einnig 4,7 að stærð kl. 00.16. Skjálftar af stærð 4.7 eru stærstu skjálftar sem hafa orðið í Bárðarbunguöskjunni frá goslokum.

Eitthvað hefur verið um skjálfta í alla nótt en enginn þeirra er jafn stór og þessir fjórir um miðnætti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert