Samlagast litbrigðum jarðar

Stiginn er sunnanvert í Saxhól yst á Nesinu. Kappkostað var …
Stiginn er sunnanvert í Saxhól yst á Nesinu. Kappkostað var að hann félli sem best inn í umhverfið og samsvaraði staðháttum þar. Ljósmynd/Þráinn Hauksson

Teiknistofan Landslag ehf. er tilnefnd til norrænna verðlauna í arkitektúr, Nordic Architecture Fair Awards 2017, fyrir tröppustíg á Saxhól í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli. Verðlaunin verða svo veitt á ráðstefnu í Gautaborg 7. nóvember næstkomandi.

Kallað var eftir verkefnum á sviði arkitektúrs, borgarskipulags, landslagsarkitektúrs og innanhússarkitektúrs. Af 134 innsendum verkefnum eru einungis átta tilnefnd til verðlaunanna. Saxhóll er eina íslenska verkefnið sem tilnefnt er og jafnframt það eina tilnefnda á sviði landslagsarkitektúrs.

Saxhóll, sem er yst á Snæfellsnesi, er vinsæll viðkomu- og útsýnisstaður í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli. Hóllinn er 45 metra hár keilulaga gígur með lausu og lítt grónu gjalli í hlíðum. Með sívaxandi fjölda gesta hafði myndast ákveðið spor í spírallaga sneiðing upp hólinn. Fór sporið bæði breikkandi og seig niður.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert