Stríðir ekki gegn alþjóðareglum

Fjölgun flóttamanna hefur skapað mikil vandamál í Evrópu og lítill …
Fjölgun flóttamanna hefur skapað mikil vandamál í Evrópu og lítill hluti þeirra leitar til Íslands. AFP

„Markmið okkar með þessu er að byggja upp þekkingu á málaflokknum þannig að allir umsækjendur um alþjóðlega vernd fái sérhæfða þjónustu,“ segir Brynhildur Bolladóttir, upplýsingafulltrúi Rauða kross Íslands.

Rætt er við hana í Morgunblaðinu í dag vegna hugmynda lögmanna um að færa talsmannaþjónustuna til sjálfstætt starfandi lögmanna.

Rauði krossinn hefur lengi sinnt móttöku flóttafólks. Um mitt ár 2014 var gerður samningur við innanríkisráðuneytið um að samtökin tækju að sér talsmannaþjónustu fyrir fólk sem hér sækir um alþjóðlega vernd, á tveimur stjórnsýslustigum, hjá Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála. Ríkið greiðir kostnaðinn. Ef viðkomandi vill fara með málið fyrir dómstóla taka sjálfstæðir lögmenn við og fólkið greiðir sjálft kostnaðinn eða fær gjafsókn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert