Yfir 26 þúsund utankjörfundaratkvæði

Utankjörstaðaatkvæði sótt á utankjörstað í Smáralind í gærkvöldi.
Utankjörstaðaatkvæði sótt á utankjörstað í Smáralind í gærkvöldi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Yfir 26 þúsund utankjörfundaratkvæði hafa borist í Smáralind, samkvæmt upplýsingum frá kjörstjórn. Í fyrra höfðu rúmlega 19 þúsund greitt atkvæði utankjörfundar á þessum tíma. 

Alls höfðu tæplega 22.500 greitt atkvæði í Smáralind í gærkvöldi og tæplega  4.500 atkvæði höfðu borist annars staðar frá með pósti, s.s. erlendis frá.

Opið er í Smáralind til klukkan 17 fyrir kjósendur sem eru á kjörskrá utan höfuðborgarsvæðisins.

Hér er hægt að lesa nánar um utankjörfundaratkvæðagreiðslu

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert