Ræða mögulegt kvennaframboð

Sóley Tómasdóttir.
Sóley Tómasdóttir. mbl.is/Eggert

Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Vinstri grænna, hefur boðað til fundar á Hótel Sögu í kvöld þar sem rætt verður um möguleikann á stofnun nýs kvennaframboðs.

„Niðurstaða kosninganna liggur fyrir. Þrátt fyrir aðdraganda stjórnarslitanna, #höfumhátt og háværa kröfu kvenna um breytt samfélag hefur orðið alvarlegt bakslag í jafnréttismálum,“ segir á Facebook-síðu viðburðarins.

„Flokkurinn sem hafði hugrekki til að slíta samstarfi vegna kynferðisofbeldis og leyndarhyggju þurrkaðist út af þingi. Hlutfall kvenna fór úr 47% í 38% og Panamaprinsunum var veitt uppreist æra með myndarlegri kosningu þrátt fyrir allt og allt.“

Spurt er hvort ekki sé orðið fullreynt að breyta kynjuðu samfélagi í gegnum blandaða flokka. Þrátt fyrir vilja og kraft róttækra kvenna í öllum flokkum sé feminismi ekki raunverulegt baráttumál neins þeirra.

„Kvennaframboð sem setur öryggi, aðstæður og tækifæri kvenna af öllum gerðum og stærðum á oddinn er möguleiki sem vert er að athuga nánar. Fundum strax á meðan reiðin ólgar – og reynum að beina henni inn í jákvæðan farveg í þágu okkar allra?“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert