Rannsaka aðdraganda slyssins

Hríseyjarferjan Sævar.
Hríseyjarferjan Sævar.

Talið er að fólkið sem lést þegar bifreið þess hafnaði úti í sjó við höfnina á Árskógssandi síðdegis á föstudaginn hafi verið á leiðinni til Hríseyjar með Hríseyjarferjunni Sævari.

Í bílnum voru maður, kona og ungt barn, þau létust öll. Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur ekki viljað tjá sig um málið að öðru leyti en að unnið sé að rannsókn slyssins.

Bifreiðin var hífð upp úr höfninni á laugardag og rætt var við vitni að slysinu um helgina. Enn á eftir að ræða við fleiri vitni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert