Seinkun á öllu flugi í dag

Seinkun verður á öllu flugi Icelandair í dag.
Seinkun verður á öllu flugi Icelandair í dag. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Búast má við seinkunum á öllu flugi Icelandair í dag. Þetta segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, en Icelandair aflýsti eða frestaði 55 flugferðum flugfélagsins í gær vegna veðurofsans.

„Að meðaltali má gera ráð fyrir 2-3 tíma seinkun að meðaltali, hún getur þó verið minni eða meiri í einhverjum tilvikum og því hvetjum fólk til að fylgjast vel með,“ segir Guðjón.

Veðurofsinn í gær hafði áhrif á ferðalög um 8.000 farþega Icelandair. Að sögn Guðjóns gerir flugfélagið ráð fyrir að fara fara langleiðina með að að vinda ofan töfunum í dag. „Við gerum ráð fyrir að þetta verði komið á eðlilegt ról í fyrramálið,“ segir hann og kveður flesta hafa sýnt þessu skilning.

„Þegar þetta kemur við svona marga og fólk þar að leysa úr sínum málum með misaðkallandi hætti þá gengur hins vegar á ýmsu eins og við er að búast.“

Sólarhringsseinkunn verður þá á flugi Icelandair frá Dublin, en vélin átti að fljúga til Keflavíkur seint í gærkvöldið. Voru farþegar komnir um borð í vélina í gær þegar bilunin kom upp. Mbl.is hefur eftir farþega um borð að Icelandair hafi fyrst athugað með aðra vél, en síðan hafi verið ákveðið að flytja farþega á hótel og seinka fluginu um sólarhring og er nú gert ráð fyrir að vélin komi til landsins um ellefu í kvöld.

„Fyrst var það veðrið og svo kom upp þessi vélarbilun. Það var svo ekki til að einfalda hlutina þegar það kom upp rafmagnsleysi í stjórnstöðinni okkar suðurfrá,“ segir Guðjón.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert