Rannsakar málið frekar

Skýrsla um plastbarkamálið var kynnt í gær.
Skýrsla um plastbarkamálið var kynnt í gær. mbl.is/​Hari

Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir skólann munu afla frekari gagna vegna plastbarkamálsins.

Ótímabært sé að ræða aðgerðir vegna nýrrar skýrslu um málið. Bendir hún til að margt hafi verið athugavert við ígræðslu plastbarka í mann sem var við nám á Íslandi.

Meðal annars hafi honum ranglega verið sagt að aðgerðin væri eina læknandi meðferðin sem í boði væri. „Við erum að fara í svokallaða forathugun, þ.e. að leita skýringa og fara síðan yfir þær. Umfjöllun um málið er því ekki lokið,“ segir Jón Atli um stöðu málsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert