Kynsjúkdómar fylgja kæruleysi í kynlífi

Vekja þarf fólk til vitundar um að nota verjur í ...
Vekja þarf fólk til vitundar um að nota verjur í kynlífi. AFP

Auka þarf fræðslu um kynsjúkdóma og aðgengi að greiningaprófum til að reyna að sporna við mikilli aukningu kynsjúkdóma hér á landi, að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis hjá Embætti landlæknis.

Í grein eftir Þórólf sem birtist nýverið í Læknablaðinu kemur fram að á árinu 2016 greindust 27 einstaklingar á hverja 100.000 íbúa, eða alls 89 manns, með lekanda en árin í kringum 1990 greindust aðeins um tveir einstaklingar á ári með sjúkdóminn. Sama þróun hefur átt sér stað með sárasótt en árið 2016 greindust 33 með sárasótt og búist er við að sú tala tvöfaldi sig á þessu ári. Flestir þeirra sem greinast með lekanda og sárasótt í dag eru karlmenn sem stunda kynlíf með öðrum karlmönnum. Á árinu 2016 greindust 28 manns með HIV hér á landi og höfðu ekki fleiri greinst á einu ári síðan faraldurinn hófst. Um þriðjungur þeirra sem greinast með HIV-sýkingu eru karlmenn sem stunda kynlíf með öðrum karlmönnum, þriðjungur gagnkynhneigður og þriðjungur sprautufíklar. Um 2000 manns, flestir á aldrinum 15 til 25 ára, greinast árlega með klamydíu. Nýgengi klamydíu hérlendis er með því hæsta sem þekkist í Evrópu.

Verulegt áhyggjuefni

Erfitt er að segja til um ástæðuna fyrir aukningu kynsjúkdóma en um marga samspilandi þætti er að ræða, eins og vaxandi kæruleysi í kynlífi, skort á notkun smokka, vaxandi fjölda dvalarleyfisumsækjenda og mikinn fjölda ferðalaga Íslendinga erlendis, eins og Þórólfur bendir á í grein sinni.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.

Hann segir þessa aukningu verulegt áhyggjuefni og að við gætum farið að sjá allskonar birtingarmyndir þessara sjúkdóma sem við viljum ekki sjá. „Allir þessir sjúkdómar eru alvarlegir. Ef þungaðar konur smitast af sárasótt getur það haft alvarlegar afleiðingar fyrir fóstrið,“ segir Þórólfur. Það er hægt að fæðast með sárasótt og HIV. Sárasótt og lekandi geta líka valdið alvarlegum aukaverkunum.

„Til að fólk breyti rétt og passi sig betur í kynlífi þarf að auka fræðslu bæði fyrir ungmenni og þá sem eru í áhættuhópum. Það er líka spurning um aukið aðgengi að greiningarprófum, að við stöndum okkur betur í að reyna að greina þá sem eru í áhættu eða sýktir,“ segir Þórólfur. „Ég held að menn þurfi að líta á lausnina til lengri tíma heldur en í einu átaki. Það þarf að koma til hugarfarsbreyting. Einn af þeim þáttum sem hefur verið bent á hér á landi og erlendis og skýrir þessa aukningu, og skýrir það af hverju fólk er orðið kærulausara í kynlífi, er að það er komin góð lyfjameðferð við HIV-sjúkdómnum sem heldur honum mjög vel niðri. Á meðan menn voru mjög hræddir við HIV pössuðu þeir sig en með betri meðferð verða menn kærulausari og þá blossa hinir sjúkdómarnir upp.“

Bíða nýs ráðherra

Heilbrigðisráðherra skipaði fyrr á árinu starfshóp sem fékk það verkefni að koma með tillögur að aðgerðum til að stemma stigu við útbreiðslu kynsjúkdóma og mun hópurinn væntanlega skila tillögum sínum á næstunni, að sögn Þórólfs sem situr í hópnum. „Ég er ekki viss um að við skilum þessari skýrslu fyrr en það er kominn nýr heilbrigðisráðherra. Það þarf að fylgja henni eftir af fullum þunga og það er hlutverk stjórnvalda.“

Ein milljón smita daglega

Aukning á kynsjúkdómum er alþjóðleg þróun, að sögn Þórólfs og hefur Ísland verið á svipuðu róli í tíðni kynsjúkdóma og hin Norðurlöndin.

Í grein Þórólfs í Læknablaðinu segir; „Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) telur að um ein milljón einstaklinga í heiminum öllum fái kynsjúkdóm á hverjum degi og þar af eru flestar sýkinganna einkennalausar eða einkennalitlar. Um 30 sýklar (bakteríur, veirur og sníkjudýr) geta smitast með kynmökum en flestar sýkingarnar eru af völdum sárasóttar, lekanda, klamydíu, lifrarbólgu B, HIV, HPV, herpes simplex og/eða trichomonas. Af þeim er talið að árlega greinist 131 milljón einstaklinga með klamydíu, 78 milljónir með lekanda, 5,6 milljónir með sárasótt og 143 milljónir með trichomonas.“

Innlent »

Hefði áhrif á 10 þúsund á dag

15:32 Samtök ferðaþjónustunnar hvetja samningsaðila í kjaradeilu Flugvirkjafélags Íslands og SA vegna Icelandair til að leita allra leiða til að ná sáttum í deilunni sem fyrst og eyða þannig óvissu fyrir ferðaþjónustuna og landsmenn alla. Meira »

Mislæg gatnamót tekin í notkun

15:11 Klippt var á borða og mislæg gatnamót Reykjanesbrautar og Krísuvíkurvegar formlega tekin í notkun skömmu eftir hádegi í dag. Meira »

Nýjar reglur um drónaflug

15:09 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur sett nýja reglugerð um starfrækslu dróna, eða starfrækslu fjarstýrðra loftfara, eins og það er kallað í reglugerðinni. Á hún að tryggja flugöryggi og öryggi og réttindi borgaranna. Meira »

Isavia mun aðstoða Icelandair

14:50 Isavia, sem annast rekstur Keflavíkurflugvallar, segir fyrirtækið fylgjast grannt með kjaradeilu Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins vegna Icelandair. Meira »

Engar vísbendingar komið fram

14:48 Lögregla er engu nær í að upplýsa árás þegar ráðist var á 10 ára stúlku í Garðabæ síðdegis á mánudag. Stúlk­an náði að sleppa en talið er að ger­and­inn sé pilt­ur á aldr­in­um 17-19 ára. Meira »

„Einn af þessum litningagöllum í kerfinu“

14:21 Faðir fatlaðs pilts gagnrýnir að velferðarsvið Reykjavíkurborgar taki ekki við umsóknum um framtíðarbúsetu fyrr en börnin verða átján ára. „Þetta er einn af þessum litningagöllum í kerfinu,“ segir Skarphéðinn Erlingsson. Meira »

Skora á ráðherra að bregðast við

14:13 Framkvæmdastjórn Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN) lýsir yfir vonbrigðum með nýútgefið fjárlagafrumvarp. Í þeim auknu fjárframlögum sem ætluð eru til að styrkja rekstur heilbrigðisþjónustu í landinu er litið framhjá heilbrigðisstofnuninni og í staðinn sett 20 milljóna króna hagræðingarkrafa á hana. Meira »

Dómur í sama máli sama dag 2 árum síðar

14:16 Nákvæmlega tveimur árum eftir að dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í Stím-málinu svokallaða verður aftur kveðinn upp dómur í málinu eftir seinni umferð þess hjá héraðsdómi. Hittir svo á að í bæði skiptin var dómur kveðinn upp 21. desember. Í fyrra skiptið árið 2015, en núna árið 2017. Meira »

„Þetta eru mikil vonbrigði“

13:52 Forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri segir að það séu mikil vonbrigði að það fjármagn sem sé eyrnamerkt sjúkrahúsinu í fjárlagafrumvarpinu sé óbreytt upphæð frá frumvarpinu sem var lagt fram í haust, eða 47 milljónir kr. Meira »

Búið að ákæra vegna morðsins á Sanitu

13:46 Embætti héraðssaksóknara hefur gefið út ákæru vegna morðsins á Sanitu Braune, 44 ára gamalli konu frá Lettalandi sem myrt var á Hagamel í Vesturbæ Reykjavíkur 21. september. Maður sem grunaður er um að hafa orðið Braune að bana hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan. Hann er ákærður fyrir manndráp. Meira »

Krefjast áframhaldandi varðhalds

13:26 Lögregla mun fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum sem grunaður er um að hafa stungið tvo albanska pilta, annan til ólífis, á Austurvelli aðfaranótt 3. desember. Núverandi varðhald yfir honum rennur út í dag. Meira »

Sekt Securitas lækkuð um 40 milljónir

13:15 Samkeppniseftirlitið hefur lækkað sekt Securitas vegna brota á samkeppnislögum úr 80 milljónum í 40 milljónir. Fólust brot Securitas í því að því að fyrirtækið gerði einkakaupasamninga við viðskiptavini sína um svokallaða Heimavörn og Firmavörn og máttu þeir ekki eiga í viðskiptum við önnur fyrirtæki í 3 ár. Meira »

Innkalla ís frá Valdísi

13:08 Emmess ís hefur innkallað Valdís með jarðarberja- og ostakökubragði í samráði við matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur vegna gruns um mögulegt kólígerlasmit. Meira »

WOW air fjölgar ekki flugferðum

12:23 Flugáætlanir WOW air munu haldast óbreyttar fram að mögulegu verkfalli flugvirkja hjá Icelandair á sunnudaginn.  Meira »

Skarphéðinn skipaður ferðamálastjóri

12:09 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar, hefur skipað Skarphéðin Berg Steinarsson í embætti ferðamálastjóra til fimm ára frá 1. janúar nk. Meira »

Ráðherra samþykkti tillögu Geðhjálpar

12:57 Heilbrigðisráðherra hefur samþykkt tillögu Geðhjálpar um að setja á laggirnar starfshóp til að meta kosti þess að færa svokallaðar fyrirframgefnar tilskipanir (Advance Directives) fólks með geðrænan vanda inn í íslenska löggjöf. Meira »

Grænir skátar bætast í hópinn

12:16 Grænir skátar hafa nú slegist í hóp þeirra fyrirtækja sem standa fyrir endurvinnsluátaki á áli í sprittkertum, og nú má almenningur skila álinu í 120 móttökugáma Grænna skáta á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Hvar eru skattalækkanir?

12:07 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, spurði hvar skattar verði lækkaðir í fjárlagafrumvarpinu. Hann óskaði jafnframt eftir að fá að vita hvar áherslur Sjálfstæðisflokks væru að finna í fjárlagafrumvarpinu sem hann sagði vera meira litað af áherslum Vinstri grænna sem stýrðu för. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Kristalsljósakrónur - Grensásvegi 8
Ný sending af glæsilegum kristalsljósakrónum, veggljósum, matarstellum, kristals...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Stöðin býður upp á allar stærðir sendibíla og veitir trausta og umfram allt góð...
Hagerty kristal spray
Hagerty kristal spray Slovak Kristal, Dalvegi 16 b, s. 5444333...
 
Aðalskipulag snæfellsbæjar
Fundir - mannfagnaðir
Auglýsing á aðalskipulagi Snæfellsbæ...
Tilboð óskast skólavegi
Húsnæði í boði
TILBOÐ ÓSKAST í húseignina Skólaveg 3 ...
Samkoma
Félagsstarf
Söngsamkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnu...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Skúlagarðs hf. vegna reikn...