Enn sjást röng viðbrögð við heilahristing

Hafrún Kristjánsdóttir, Ph.D. íþróttasálfræðingur.
Hafrún Kristjánsdóttir, Ph.D. íþróttasálfræðingur. mbl.is/Eggert

„Það er lítil þekking á heilahristingi og hver viðbrögð við honum ættu að vera. Það hefur stöðvað ferilinn hjá íþróttamönnum,“ segir Hafrún Kristjánsdóttir Ph.D íþróttafræðingur. Hún og María Jónsdóttir Ph.D. taugasálfræðingur héldu almennan fræðslufund um heilahristing í íþróttum, viðbrögð og mögulegar afleiðingar í Mjölni í dag.

Þær hafa haldið fyrirlestra víða um afleiðingar heilahristings í íþróttum og þeim þykir mikilvægt að fræða bæði leikmenn og þjálfara um áhrifin, ekki síst um afleiðingar ef fyrstu viðbrögð eru ekki rétt.     

Fyrstu viðbrögð við heilahristing í íþróttum fara alfarið eftir einkennum. Almennt er reglan sú að einstaklingurinn þarf algjöra hvíld í eina til tvær vikur. Sú hvíld á ekki eingöngu við um frí frá æfingum heldur einnig frí frá hugrænu áreiti eins og til dæmis vinnu og skóla en eins og fyrr segir fer það eftir hverju tilviki fyrir sig.

mbl.is/Eggert

Í allra fyrsta lagi megi karlar keppa aftur eftir 7 daga og konur eftir 10 daga. „Afleiðingar hjá konum virðast vera alvarlegri. Við vitum ekki nákvæmlega hvers vegna það er,“ segir Hafrún spurð út í muninn á kynjunum.

„Það eru enn dæmi um að leikmaður er settur aftur inn á eftir heilahristing. Það er algjörlega óásættanlegt. Á hverju ári sjáum við oft röng viðbrögð við heilahristing,“ segir Hafrún. Þetta eigi við um bæði skort á þekkingu leikmanna og þjálfara. Hún segir þetta slæmt sérstaklega í ljósi aukinnar fræðslu um áhrif heilahristings á heilsu fólks bæði til lengri og skemmri tíma.

Vilja aftur inn á völlinn

Í rannsóknum viðurkenna leikmenn að þeir fari aftur inn á völlinn og halda áfram iðkun þrátt fyrir að þeim hafi verið ráðlagt að gera það ekki. Rannsóknir á efstu deild kvenna og karla í fótbolta á Íslandi sýna að 42,6% sem höfðu fengið höfuðhögg sögðust hafa haldið áfram leik eða æfingu gegn ráðleggingum læknis, þjálfara eða sjúkraþjálfara. 37,3% sögðu að mikilvægi æfingar eða leiks hafi ráðið þeirri ákvörðun. „Ef þú tekur svona ákvörðun þá hefurðu ekki nægilega þekkingu á því hvaða afleiðingar þetta getur haft eða að þú ert ekki með réttu ráði,“ segir Hafrún.

Hafrún Kristjánsdóttir Ph.D. íþróttasálfræðingur.
Hafrún Kristjánsdóttir Ph.D. íþróttasálfræðingur. mbl.is/Eggert

Almenn vitundarvakning

Hafrún segir að undanfarið hafi orðið almenn vitundarvakning um áhrif heilahristings í íþróttum. Í því samhengi bendir hún á að henni þyki flott framtak hjá Mjölni að óska eftir þessum fræðslufyrirlestri því oft sé tilhneiging hjá þeim sem eru í bardagaíþróttum að hlusta ekki á hver möguleg áhrif af heilahristing eru á líf einstaklinga. „Mér finnst þeir sýna mikla ábyrgð,“ segir Hafrún.  

Fjölmargir íslenskir leikmenn í handbolta og fótbolta glíma við alvarlegar afleiðingar heilahristings. Í um 10 til 20% tilfella heilahristings geta þau verið alvarleg en í flestum tilfellum jafnar fólk sig eftir einhvern tíma. „Ef þetta fer illa eru lífsgæði verulega skert. Þau gætu varað í mánuð, nokkur ár eða jafnvel lengur,“ segir Hafrún.  

FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandið, er með nákvæmar og góðar leiðbeiningar um hvernig eigi að bregðast við heilahristing hjá knattspyrnumönnum t.d. hvenær og hver næstu skref eigi að vera. Þær leiðbeiningar eru til fyrirmyndar, að sögn Hafrúnar. KSÍ, Knattspyrnusamband Íslands, hefur einnig búið til leiðbeiningar um hvernig eigi að bregðast við heilahristing og einnig ÍSÍ, Íþróttasamband Íslands. Þetta er fræðsla sem er mikilvægt að halda á lofti, að sögn Hafrúnar. 

mbl.is/Eggert
mbl.is

Innlent »

Éljagangur norðan- og austantil

10:20 Ekkert lát virðist vera á norðanáttinni hér á landi og meðfylgjandi köldu veðri. Í dag er útlit fyrir að vindur verði nokkuð hægur og að áfram verði éljagangur norðan- og austantil á landinu. Sunnan- og vestanlands verður hins vegar að mestu þurrt og bjart með köflum. Meira »

Skilur við fortíðina

10:10 Nýjasta plata Bjarkar Guðmundsdóttur, Utopia, kemur út 24. nóvember. Platan er óður til ástarinnar og bjartsýninnar. Björk segir hana marka nýjan kafla í lífi hennar eftir uppgjör við skilnað sinn fyrir nokkrum árum. Björk opnar sig og segir frá valdníðslu og áreitni fyrir átján árum. Meira »

Hætt kominn vegna fíkniefnaleka

09:57 Íslenskur karlmaður var nýverið hætt kominn þegar að pakkning með fíkniefnum sem hann hafði komið fyrir innvortis fór að leka. „Maðurinn var fluttur með hraði á Landspítala þar sem gerð var á honum aðgerð sem án vafa hefur bjargað lífi hans,“ að því er segir í fréttatilkynningu frá lögreglu. Meira »

Fluttur á sjúkrahús vegna ammoníaksleka

09:18 Einn var fluttur undir læknishendur í vikunni eftir að ammoníaksleki varð í vinnslusal frystihúss í Grindavík. Ástæðu lekans má rekja til ammoníaksrörs í frystisamstæðu í vinnslusal frystihússins sem rofnaði. Starfsmaður hafði sett lítið plastskurðarbretti upp við hlið samstæðunnar sem olli því að rörið fór í sundur. Meira »

Ökumaður í vímu ók á rútu

08:53 Ökumaður fólksbifreiðar og farþegi í henni sluppu með skrekkinn þegar bílnum var ekið inn í framanverða hliðina á rútu á Reykjanesbraut nú í vikunni. Hugðist ökumaðurinn aka fram úr rútunni, að því er segir í tilkynningu lögreglunnar á Suðurnesjum, en ók þess í stað á hana. Meira »

Grenitréð skreytt 36 dögum fyrir jól

08:18 Í gær var unnið að því hörðum höndum að skreyta fagurlega myndað grenitréð í Smáralind og ljá því jólasvip.  Meira »

Leitað að þeim sem áttu bætur

07:57 Alþingi var óheimilt að skerða atvinnuleysisbótarétt þeirra sem þegar höfðu virkjað rétt sinn fyrir 1. janúar 2015. Þetta kom fram í dómi Hæstaréttar 1. júní sl. um styttingu á bótatímabili atvinnuleysistrygginga úr 36 mánuðum í 30 mánuði. Meira »

Ræddu örlög bankakerfisins

08:15 Í endurriti af símtali Davíðs Oddssonar, formanns bankastjórnar Seðlabanka Íslands, og Geirs H. Haarde forsætisráðherra, sem átti sér stað 6. október 2008, má sjá að í fyrri samskiptum þeirra hafi forsætisráðherra lagt á það áherslu að allra leiða yrði leitað til að bjarga Kaupþingi frá gjaldþroti. Meira »

Vatnslekar í heimahúsum í miðbænum

07:55 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út í tvígang í miðborg Reykjavíkur vegna vatnsleka í heimahúsum í nótt.  Meira »

Skjálfti af stærðinni 3,4 við Siglufjörð

07:40 Jarðskjálfti af stærðinni 3,4 varð í nágrenni Siglufjarðar um klukkan eitt í nótt. Skjálftinn varð um 11 km norðvestur af Siglufirði að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Meira »

Fjórir í fangageymslum vegna ölvunar

07:21 Nokkur erill var hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt og handtók hún m.a. sjö einstaklinga í vegna ölvunar- og fíkniefnaaksturs. Voru þeir allir látnir lausir að lokinni blóðsýnatöku. Meira »

Jólatörnin hjá hárgreiðslufólki er hafin

05:30 Útvarps- og hárgreiðslumaðurinn Svavar Örn Svavarsson segir að jólatörnin sé þegar hafin hjá hárgreiðslufólki og segir að bókanir hafi hrúgast inn að undanförnu. Meira »

„Það vissi enginn hvað var í gangi“

05:30 „Við erum með þjónusturekstur og ég sé ekki að þetta fari saman,“ segir Sæunn Kjartansdóttir, hárgreiðslukona á Klipphúsinu að Bíldshöfða 18. Meira »

Margnota pokar í boði á Vestfjörðum

05:30 Verslanir á sunnanverðum Vestfjörðum eru farnar að bjóða upp á margnota poka. Verkefnið er hluti af alþjóðlegu verkefni sem hefur verið nefnt Boomerang og gengur út á að minnka plastpokanotkun í heiminum. Meira »

Skipta út tveimur stöðvum

05:30 Kynnt hefur verið áætlun um að breyta skipulagi í Þykkvabæ þannig að Biokraft ehf. geti sett upp tvær nýjar vindrafstöðvar í stað þeirra sem þar eru fyrir. Önnur eldri rafstöðin eyðilagðist í bruna í sumar. Meira »

Skylda að gera áhættumat og aðgerðaáætlun

05:30 „Það er lagaleg skylda að gera áhættumat sem snýr að andlegum og félagslegum þáttum á vinnustað.  Meira »

11 ráðherra stjórn

05:30 Ráðherrar í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur verða ellefu talsins, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Fimm ráðherrastólar koma í hlut Sjálfstæðisflokksins, þrír í hlut VG og þrír ráðherrastólar koma í hlut Framsóknarflokksins. Meira »

Starfsmenn Alþingis önnum kafnir

05:30 Starfsfólk Alþingis situr ekki auðum höndum þótt þingið sé ekki að störfum þessa dagana. Mikill erill er í þinghúsinu á hverjum degi að sögn Helga Bernódussonar, skrifstofustjóra Alþingis. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Lok á heita potta - 1
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
Toyota Corolla útsala!
Toyota Corolla útsala! Nýr 2017 Active Diesel. Álfelgur. Bakkmyndavél. Leiðsögub...
Höfuðljós, vasaljós og luktir
Milkið úrval af höfuðljósum vasaljósum luktum og fleira. Allar rafhlöður á einum...
 
Aflaheimildir
Tilkynningar
Auglýsing eftir umsóknum um afla...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...