Styttist í lokaskiladag jól í skókassa

Sjálfboðaliðar í KFUM og KFUK setja saman jólapakka, jól í …
Sjálfboðaliðar í KFUM og KFUK setja saman jólapakka, jól í skókassa. mbl.is/Árni Sæberg

„Þetta hefur gengið mjög vel. Við erum að fá marga kassa utan af landi,“ segir Mjöll Þór­ar­ins­dóttir einn af fjölmörgum sjálf­boðaliðum hjá KFUM og KFUK sem tekur á móti jólagjöfum í verk­efnið Jól í skó­kassa. 

Næsta laugardag 11. nóvember er síðasti dagur til að skila skókassa með gjöfum til að gleðja börn í Úkraínu. Gámurinn fer frá Íslandi næsta mánudag til Þýskalands og kemst á leiðarenda til Úkraínu milli jóla og nýárs. Sjálfboðaliðar KFUM og KFUK afhenda gjafirnar 7. janúar á jólunum í Úkraínu. 

Nú þegar er búið að fara yfir 1.600 kassa sem hafa borist en farið er yfir alla kassana til að ganga úr skugga um að ekkert hafi gleymst og einnig að nokkuð jafnt sé í þeim. 

Verkefnið fer nú fram í 14. sinn og gengur vel að þessu sinni. Síðustu fimm ár hafa farið rúmlega fimm þúsund kassar. „Ég vona það. Maður veit aldrei hvernig þetta fer,“ segir Mjöll spurð hvort hún telji að fjöldinn verði svipaður í ár. 

„Það eru mjög margir komnir með þetta inn í rútínuna sína,“ segir Mjöll og bendir á að fólk geti alltaf sent fyrirspurnir á Facebook-síðu Jól í skókassa eða hreinlega hringt og haft samband.  

„Við hvetja fólk að taka þátt því það er svo gefandi,“ segir Mjöll. 

Verk­efnið fer þannig fram að fólk er beðið að út­búa skó­kassa með lausu loki og setja í þá hluti í fimm flokk­um; leik­föng, skóla­dót, hrein­læt­is­vör­ur, sæl­gæti og föt. Hlýr fatnaður kemur sér alltaf vel eins og húf­ur, vett­ling­ar og sokk­ar.

Hér má finna all­ar upp­lýs­ing­ar um Jól í skó­kassa og mót­tökustaði.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert