15 milljónir í 38 íslensk hljóðrit

Ólöf Arnalds er meðal þeirra sem hlýtur styrk úr seinni …
Ólöf Arnalds er meðal þeirra sem hlýtur styrk úr seinni úthlutun Hljóðritasjóðs í ár. mbl.is/Eggert

38 verkefni hljóta styrk úr seinni úthlutun Hljóðritasjóðs sem samþykkt var af mennta- og menningarmálaráðherra í dag. Heildarúthlutun hljóðar upp á 14.850.000 kr.

Hlutverk Hljóðritasjóðs er að efla íslenska hljóðritagerð í tónlist með fjárhagslegum stuðningi við útgáfu hljóðrita.

Í tilkynningu frá Rannís kemur fram að alls bárust 90 umsóknir að upphæð ríflega 71 milljón króna. Styrkupphæðir eru á bilinu 150.000-1.000.000 kr.

Ólöf Arnalds og Júníus Meyvant hljóta hæstu styrkina, eina milljón hvor. Daði Birgisson og Hera Hjartardóttir koma þar á eftir með 650.000 króna styrk hvor.

Meðal annarra sem hljóta styrk má nefna Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur tónlistarkonu og teiknara, Snorra Helgason tónlistarmann og Önnu Þorvaldsdóttur tónskáld.

Alls hljóta nítján popp- og rokkverkefni styrk, sjö samtímatónlistarverkefni, fimm djassverkefni og sjö af öðrum meiði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert