Fundað áfram á morgun

Katrín Jakobsdóttir, formaður VG.
Katrín Jakobsdóttir, formaður VG. mbl.is/​Hari

Fundi fulltrúa Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins um mögulegt ríkisstjórnarsamstarf er lokið en fundarhöld hafa staðið yfir í allan dag. Viðræðunum, sem enn eru óformlegar, verður haldið áfram á morgun að sögn Katrínar Jakobsdóttur, formanns VG.

Forystumenn flokkanna þriggja hafa fundað að undanförnu og sagt að góður gangur væri í viðræðunum. Ekki þykir þó enn tímabært að hefja formlegar viðræður. Komið hefur fram að þingflokkur VG hafi veitt Katrínu grænt ljós á að einbeita sér að viðræðum við Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn.

VG hefur gert kröfu um að komi til stjórnarsamstarfs flokkanna verði það undir forsæti Katrínar. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur einnig talað á þeim nótum. Komi til þess er gert ráð fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn fái á móti fleiri ráðuneyti. Viðræðurnar hafa þess utan snúist um málefnin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert