Lærdómsríkt legóverkefni

Nemendur í 7. bekk Grunnskóla Hornafjarðar skipa þrjú lið í ...
Nemendur í 7. bekk Grunnskóla Hornafjarðar skipa þrjú lið í First Lego League-keppninni í ár. Þau hafa undirbúið sig vel undir stjórn umsjónarkennara síns, Guðjóns Arnar Magnússonar.

Örplast í sjónum, flóðið sem skall á þjóðvegi 1 á dögunum og hvernig á að endurnýta vatn í þvottavélum eru rannsóknarverkefni sem nemendur í 7. bekk í Grunnskóla Hornafjarðar reyna að leysa í tækni- og hönnunarkeppninni First Lego League sem fer fram á morgun.

Hátt í 200 grunnskólanemendur í 21 liði frá 18 skólum eru skráðir til þátttöku í keppninni þar sem þau þurfa að spreyta sig á forritun, rannsóknarverkefnum, teymisvinnu og vélmennakappleik. Þema keppninnar í ár er vatn og þurfa þátttakendur að forrita vélmenni úr tölvustýrðu legói sem á að leysa þrautir tengdar vatninu.

Allur 7. bekkur er með

Grunnskóli Hornafjarðar hefur tekið þátt í First Lego League frá upphafi og sendir nú þrjú lið. „Við höfum haft það fyrir reglu í nokkur ár að senda alltaf einn árgang, allan 7. bekk. Það eru nú 24 krakkar, sem skiptast í þrjú lið,“ segir Þórgunnur Torfadóttir skólastjóri.

„Þetta er gríðarlega flott og lærdómsríkt verkefni. Nemendurnir læra forritun og þurfa að takast á við vandamál, læra að afla upplýsinga og koma með hugmyndir að lausnum, vinna saman sem hópur og halda utan um hvernig þau vinna. Þau þurfa síðan að útskýra vinnuna og keppa með vélmennum og á bak við þau liggur heilmikil forritunarvinna og þjálfun,“ segir Þórgunnur. Nemendunum finnist undantekningalaust öllum gaman að taka þátt í keppninni. „Við byrjum aðeins að kynna þeim þetta í 6. bekk, aukum tæknivinnu og forritun, svo þau koma aðeins undirbúin í 7. bekk. Við höfum líka notað legó mikið í nýsköpunarvinnuna hjá okkur sem við byrjum á í 4. bekk. Krökkunum finnst þetta skemmtilegt og læra helling á þessu.“

Stigvaxandi áhugi

Verðlaunabikararnir eru gerðir úr legói.
Verðlaunabikararnir eru gerðir úr legói.


Guðrún Bachmann, framkvæmdastjóri First Lego League-keppninnar á Íslandi, segir að síðan fyrsta keppnin var haldin árið 2005 hafi áhuginn farið stigvaxandi. „Það er mikill áhugi á að taka þátt í keppninni og við höfum velt því fyrir okkur, til þess að keppnin geti stækkað eins mikið og áhuginn bendir til, að skipta henni upp í landshlutakeppnir og vera síðan með úrslitakeppni að lokum. Ég held að það gefi miklu fleirum tækifæri til að vera með. Þetta er keppni sem reynir á svo marga ólíka þætti og liðin þurfa að vera samsett af nemendum með alls konar hæfni.“

First Lego League er alþjóðleg keppni og sigurliðinu gefst tækifæri til að taka þátt í keppninni First Lego League Scandinavia sem fer fram í Osló í desember.

Meirihluti liðanna sem keppa á morgun er úr landsbyggðarskólum. Spurð hverju það sæti segir Guðrún margt geta komið til. „Í minni einingum er kannski meiri sveigjanleiki til að gefa rými fyrir undirbúninginn og kennararnir meðvitaðri um að grípa öll tækifæri til að víkka út starfið. Í stærri samfélögum er kannski meira framboð af öllu mögulegu. Við sjáum líka að þeir skólar sem byrja að taka þátt í keppninni halda áfram ár eftir ár.“

Margt í boði

Legókeppnin fer fram í Háskólabíói á morgun, laugardag, frá kl. 12:30 til 15:30. Á sama tíma verður boðið upp á fjölskylduskemmtun í anddyri Háskólabíós. Meðal annars verður vatn þar til umfjöllunar í anda keppninnar og fyrirtækið Krumma býður gestum að glíma við legóþrautir, rafknúinn kappakstursbíll Team Spark verður til sýnis og Vísindasmiðjan verður opin.

Innlent »

Skólpið í rétta átt á tveimur hótelum

20:46 Í lok nóvember verður lokið við að reisa nýtt viðbótar hreinsivirki fyrir skólp á Foss-hótelinu Vatnajökul á Lindarbakka við Höfn. Í september gerði Heil­brigðis­eft­ir­lit Aust­ur­lands at­huga­semd­ir við lé­lega skólp­hreins­un hótelsins og veitti frest til úrbóta til 20. nóvember í dag. Meira »

Kynnir háskólanemum landið

20:09 Herdís Friðriksdóttir, verkefnastjóri og eigandi ferðaskrifstofunnar Understand Iceland, fékk nýverið styrk til að kynna erlendum háskólanemum sjálfbærni og umhverfisvernd á Suðurlandi. Meira »

Glaðari konur og glaðari karlar

19:44 Kvenréttindafélag Íslands fagnar 110 ára afmæli sínu í ár. Í stað þess að efna til rjómatertusamsætis færði félagið öllum fyrsta árs framhaldsskólanemum á landinu bók að gjöf. Við ættum öll að vera femínistar eftir nígerísku skáldkonuna Chimamanda Ngozi Adichie kom út 27. september, á fæðingardegi Bríetar Bjarnhéðinsdóttur, stofnanda félagsins. Meira »

Sýknaður því hann mætti ekki

19:34 Héraðsdómur Suðurlands hefur sýknað mann og tvö fyrirtæki hans af meiri háttar brotum gegn skattalögum. Sýknudómurinn grundvallast af skorti á gögnum. Í honum kemur meðal annars fram að héraðssaksóknari gekk ekki á eftir því að maðurinn sem var ákærður myndi mæta við aðalmeðferð. Meira »

Gjóskuflóð færu hratt niður hlíðar

19:11 „Eldur upp kom í Litla-Héraði og eyddi allt héraðið. Höfðu þar áður verið 70 bæir. Lifði engin kvik kind eftir utan ein öldruð kona, og kapall.“ Svo stendur ritað í Oddverjaannál, um þær hamfarir sem fylgdu eldgosinu í Hnappafellsjökli í júní árið 1362. Meira »

Kaupa rakaskemmdar höfuðstöðvar

18:46 Orkuveitan hefur keypt aftur höfuðstöðvar sínar á Bæjarhálsi 1 af fasteignafélaginu Fossi. Kaupverð er fimm og hálfur milljarður en um þriðjungur húsanna er stórskemmdur af raka. Meira »

Keyrði inn í Hagkaup á Eiðistorgi

18:10 Óhapp varð nú síðdegis þegar eldri kona missti stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum að hún keyrði inn í verslun Hagkaupa á Seltjarnarnesi. Meira »

Veður getur hamlað eftirliti

18:14 Slæm veðurspá getur sett strik í reikninginn þegar kemur að eftirliti með Öræfajökli næstu dagana. Tveir menn á vegum Veðurstofu Íslands héldu af stað austur að jökli um miðjan dag, með það fyrir augum að taka sýni úr ám sem renna undan jöklinum. Meira »

Telur hægt að útiloka sekt Thomasar

17:50 Munnlegur málflutningur fór í dag fram í máli Thomasar Møller Olsen gegn íslenska ríkinu, þar sem verjandi Thomasar fór fram á að dómkvaddur matsmaður, „hæfur og óvilhallur“, yrði fenginn til að leggja mat á hvar Birnu Brjánsdóttur var komið fyrir, með það fyrir augum að útiloka sekt hans. Meira »

Vilja ná 80% vefsíðna í loftið í dag

17:38 Um 60% af þeim vefsíðum sem eru í hýsingu hjá fyrirtækinu 1984, sem lenti í kerfishruni síðasta miðvikudag, eru komnar upp aftur. Mörður Ingólfsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir í samtali við mbl.is að gert sé ráð fyrir að ná upp allt að 80% síðnanna í dag. Meira »

Áfram í varðhaldi grunaður um peningaþvætti

17:14 Hæstirétt­ur staðfesti í dag að níg­er­ísk­ur karl­maður skuli áfram sæta gæslu­v­arðhaldi vegna gruns um pen­ingaþvætti. Varnaraðili hafði kært úrskurð Héraðsdóms Reykjaness frá því fyrir helgi en þar segir að manninum sé gert að sæta gæsluvarðhaldi til 14. desember. Meira »

Kvennaathvarfið hlaut viðurkenningu Barnaheilla

16:50 Kvennaathvarfið hlaut í dag viðurkenningu Barnaheilla – Save the Children á Íslandi árið 2017 fyrir að beina sjónum sínum í auknum mæli að þörfum og réttindum barna sem í athvarfinu búa hverju sinni. Meira »

Siglufjarðarvegur lokaður vegna snjóflóðs

16:35 Siglufjarðarvegur er lokaður um óákveðinn tíma vegna snjóflóðs sem féll skammt vestan Strákaganga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Snjókoma er á Norðausturlandi og þungskýjað. Meira »

„Mjög alvarlegt brot“ á Grensásvegi 12

16:15 „Við höfum fengið viðbrögð en þau hafa verið algjörlega ófullnægjandi. Við gerum bara ráð fyrir því að þeir séu að vinna í sínum málum og vinna að úrbótum. Bannið nær ekki yfir að úrbætur séu gerðar á vinnustað,“ segir Björn Þór Rögnvaldsson, lögfræðingur hjá Vinnueftirlitinu. Meira »

Vinnustöðvun gegn Primera ólögmæt

15:22 Ótímabundnu verkfalli flugliða um borð í flugvélum Primera Air, sem átti að hefjast 15. september en var frestað og var áformað 24. nóvember, er ólögmætt. Þetta er niðurstaða félagsdóms frá því í dag. Meira »

Mikil svifryksmengun í höfuðborginni

16:18 Styrk­ur svifryks og köfnunarefnisdíoxíðs er hár við helstu um­ferðargöt­ur borg­ar­inn­ar sam­kvæmt mæl­ing­um við Grens­ás­veg og færanlegum mælistöðvum Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur við Eiríksgötu 2 og Hringbraut 26. Meira »

Bíllinn gjörónýtur eftir slysið

15:22 Búið er að opna fyrir umferð á nýjan leik eftir alvarlegt umferðaslys sem varð á gatnamótum Grafningsvegar og Biskupstungnabrautar. Meira »

Tók vörur fyrir meira en hálfa milljón

15:03 Tryggvi Geir Magnússon var dreginn út í leiknum 100,5 sekúndur í ELKO og fékk hann tækifæri í morgun til að ná sér í sem flestar vörur í ELKO á 100,5 sekúndum Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Skrifstofuhúsnæði - hagstætt leiguverð.
Til leigu er 197 ferm. skrifstofuhúsnæði við Bíldshöfða. Skiptist í móttöku, fim...
NUDD- LÁTTU DEKRA VIÐ ÞIG.
HEITIR STEINAR OG OLIA- STURTA OG HANDKLÆÐI Á STAÐNUM NUDD GEFUR SLÖKUN OG...
Flott kommóða rótar-spónn - sími 869-2798
Er með flotta kommóðu, spónlagða og innlagða á 25.000. Hæð 85x48x110 cm, 5 skúff...
 
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Skipulagsmál
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og f...