Ráðstöfun iðgjalda í séreign verði frestað

„Enn og aftur vinnur forysta Alþýðusambands Íslands þvert gegn hagsmunum …
„Enn og aftur vinnur forysta Alþýðusambands Íslands þvert gegn hagsmunum sinna eigin félagsmanna,“ skrifar Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, í opinni færslu á Facebook-síðu sína, og gagnrýnir afstöðu ASÍ.

Miðstjórn Alþýðusambands Íslands telur rétt að fresta heimild sjóðsfélaga lífeyrissjóðanna til að ráðstafa hluta af lífeyrisiðgjaldi sem tilgreindri séreign.

Ástæðan er óvissa sem skapast um innheimtu iðgjalda og þar með réttindi sjóðsfélaga vegna þeirrar túlkunar Fjármálaeftirlitsins að sjóðsfélagar geti ráðstafað séreigninni til annarra lífeyrissjóða.

ASÍ og Samtök atvinnulífsins sömdu um aukin lífeyrisréttindi í kjarasamningum í janúar á síðasta ári. Meðal annars var gert ráð fyrir að menn gætu undirbúið sveigjanleg starfslok með því að ráðstafa viðbótariðgjaldinu í tilgreinda séreign hjá lífeyrissjóðunum. Lög áttu að fylgja í kjölfarið. Þau hafa enn ekki verið sett, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert