Tafir á umferð vegna færðar

Fólk var misvelbúið undir fyrsta snjó vetrarins.
Fólk var misvelbúið undir fyrsta snjó vetrarins. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Töluverðar tafir eru á umferð á höfuðborgarsvæðinu vegna snjókomu og hálku, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Snjór var hreinsaður af götum og stígum í Reykjavík snemma í morgun og götur saltaðar, en mikil snjókoma síðasta klukkutíma hefur gert það að verkum að hægt hefur á umferðinni. Lögregla beinir því til fólks að gefa sér aðeins meiri tíma og hafa þolinmæði.

Umferðin það sem er af degi hefur gengið stórslysalaust fyrir sig, þrátt fyrir að ekki hafi allir ökumenn verið undir fyrsta snjóinn búnir. Miklar raðir hafa myndast á dekkjaverkstæðum borgarinnar þar sem sumardekkjunum er skipt út fyrir vetrardekk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert