Taldi sig eiga von á vændiskonum

mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Tveir ungir menn og ein kona neituðu því fyrir dómi í gær að hafa rænt og ráðist á sextugan mann á heimili hans í Reykjavík fyrir rúmum tveimur árum. Samkvæmt ákæru blekktu annar maðurinn og konan, sem þá voru ekki nema 18 og 19 ára, manninn til að hleypa sér inn undir því yfirskini að þau væru stúlkur sem hefðu þegið boð hans á samfélagsmiðlum um að selja honum kynlífsþjónustu. RÚV greinir frá þessu.

Í kjölfarið ruddist hinn maðurinn, sem þá var einnig 19 ára, inn í íbúðina ásamt tveimur óþekktum mönnum sem ekki eru ákærðir. Mennirnir fjórir voru vopnaðir öxi, kylfu og byssu, að því er segir í ákærunni, þvinguðu manninn í gólfið, veittu honum áverka með hnefahöggum í síðuna og víða um líkamann. Þeir stungu hann í lærið, særðu hann á sköflungi, rifbeinsbrutu hann og kröfðu hann um peninga.

Frétt RÚV í heild

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert