„Hræðslustjórn“ í uppsiglingu

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á Bessastöðum.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á Bessastöðum. mbl.is/​Hari

Ef af ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknar yrði, yrði það fyrst og fremst ríkisstjórn sem er sköpuð í kringum völd og ráðherrastóla en ekki um málefnin. Þetta sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, í þættinum Víglínunni á Stöð tvö í dag. 

Hann sagði jafnframt að ef af ríkisstjórn VBD yrði þá væri það ávísun á „kyrrstöðu“ og „hræðslustjórn“. Hann furðaði sig á viðbrögðum Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, að fara í þessar viðræður án þess að vera búinn að fá fyrst umboð forseta Íslands til stjórnarmyndunar. Hann taldi það einnig nokkuð víst að Bjarni myndi næst fá umboðið.  

Sigmundur gagnrýndi einnig Framsóknarflokkinn og sagði „flokkseigendafélagið“ í Framsóknarflokknum vera valdamikið. Það hafi meðal annars staðið í vegi fyrir því að framfarir yrðu í flokknum þegar hann var spurður út í klofning flokksins. Framsóknarflokkurinn „virðist sætta sig við að vera uppfyllingaefni,“ sagði hann enn fremur. 

Hann var ekki sérlega vongóður um að þessir þrír flokkar næðu að mynda ríkisstjórn. Hver næsti möguleiki í stöðunni yrði vildi hann ekki slá föstu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert