60% starfa ekki enn til

Andrea Ró­berts­dótt­ir seg­ir já­kvæða sál­fræði meira en ein­hver ham­ingju­fræði.
Andrea Ró­berts­dótt­ir seg­ir já­kvæða sál­fræði meira en ein­hver ham­ingju­fræði. Mynd/ Magasínið

Fjölmiðlakonan, starfsmannastjórinn og lífskúnstnerinn Andrea Róbertsdóttir hefur tekið sér margt fyrir hendur undanfarin ár. Síðustu misserin hefur hún lagt stund á nám í jákvæðri sálfræði í Háskóla Ísland, samhliða því að halda fyrirlestra og sinna verkefnum fyrir hin ýmsu fyrirtæki. 

Vísindaleg og þverfagleg nálgun

Áður en hún hóf nám í jákvæðri sálfræði starfaði Andrea sem mannauðsstjóri RÚV og á þeim tíma fann hún fyrir auknum áhuga á að kynna sér námið frekar. Hún sagði skilið við starfið á RÚV og hóf nám í HÍ. 

„Það er stundum verið að tengja þetta við einhver pollyönufræði eða hamingjufræði. Og jú jú það má vissulega segja það að vissu leyti. En þetta er svo miklu miklu miklu meira en það. Þetta er vísindaleg nálgun. Þverfagleg. Og byggir á mjög gömlum grunni.“

Hún segir tvo snillinga hafa sest niður um aldamótin og þeir hafi velt sálfræðinálguninni fyrir sér. Þeir hafi farið að skoða hvað var að hjá fólki og hvað væri að klikka. En þeir kortlögðu um leið hvað fólk væri að gera sem er að blómstra. 

„Úr varð þessi vísindalega nálgun sem jákvæða sálfræðin er" segir Andrea, sem telur þetta frábæra viðbót við allt sem hún hefur tekið sér fyrir hendur.  

Miklar breytingar framundan

Jákvæð sálfræði getur einnig stutt við til dæmis námsmenn framtíðarinnar, segir Andrea, en hún telur námsmenn þurfa að vera skapandi til að taka þátt í fjórðu iðnbyltingunni.  

„Það er svo mikið að gerast á vinnumarkaði og samfélaginu öllu. Allar þessar breytingar. Maður sér bara tækifæri í öllum hornum. Þú sérð, börnin okkar, við vitum ekkert hvað þau eru að fara að vinna við í framtíðinni. 60% af störfum þau eru ekki ennþá til, það er 60% af skólakrökkum í dag eiga eftir að vinna störf í framtíðinni sem hafa ekki verið fundin upp þá er það svo mikilvægt fyrir ungt fólk að þekkja sig, hvíla vel í sér og líða vel.“

Viðtalið má nálgast í heild í spilaranum hér að neðan. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert