HÍ fær 140 m.kr. til rannsókna á virðiskeðju matvæla

Um er að ræða alþjóðlegt samstarfsverkefni 19 stofnana frá 14 ...
Um er að ræða alþjóðlegt samstarfsverkefni 19 stofnana frá 14 Evrópulöndum, undir forystu HÍ, auk þess sem tveir háskólar frá Asíu veita verkefninu liðveislu. Ljósmynd/Háskóli Íslands

Háskóli Íslands hefur hlotið 140 milljóna króna styrk úr rannsóknaáætlun Evrópusambandsins sem kennd er við Horizon 2020. Um er að ræða styrk til rannsókna á virðiskeðjum matvæla, sem nær allt frá vinnslu grunnhráefna til lokaafurða á neytendamarkaði.

Í fréttatilkynningu frá Háskóla Íslands segir að heildarstyrkur til verkefnisins nemi um 770 milljónum króna, en um er að ræða alþjóðlegt samstarfsverkefni 19 stofnana frá 14 Evrópulöndum auk þess sem tveir háskólar frá Asíu veita verkefninu liðveislu.

Háskóli Íslands fer með yfirumsjón verkefnisins og munu vísindamenn, sérfræðingar, kennarar og doktorsnemar innan skólans sinna fjölbreyttum rannsóknum sem því tengjast.

Segir í tilkynningunni að Sigurður G. Bogason muni leiða verkefnið, sem kallast VALUMICS og gert er ráð fyrir að því ljúki 2021.

„Markmið VALUMICS-verkefnisins er að þróa aðferðir til að einfalda ákvarðanatöku við framleiðslu á matvælum. Þannig er miðað að því að allir sem taka ákvarðanir geti metið fyrir fram áhrif og afleiðingar ákvarðana sinna og að sjálfbærni verði aukin, gagnsæi og aðlögunarhæfni í virðiskeðjum sem lúta að framleiðslu á matvælum,“ segir í fréttinni.

Sjónum verður beint að virðiskeðjum í framleiðslu matvæla, allt frá vinnslu grunnhráefna til lokaafurða á neytendamarkaði, og verður sérhvert stig sem matvælin ganga í gegnum á þeirri leið skoðað ofan í kjölinn.

Það eru ófáir hlekkir sem mynda keðjuna frá bónda til neytenda og eru ýmsir þættir sem hafa áhrif á ákvarðanir í þessu flókna ferli. „Það eru líka margvísleg utanaðkomandi öfl sem geta haft áhrif á virðiskeðjur matvæla, ekki síst pólitísk þar sem ákvarðanir geta í ákveðnum tilvikum verið teknar án fullnægjandi yfirsýnar.“

Rannsóknir á virðiskeðjum matvæla eru hingað til að mestu sagðar hafa einskorðast við efnahagslega þætti, en í VALUMICS-verkefninu verði ný aðferðafræði þróuð. Hún feli í sér að nálgast virðiskeðjur matvæla með heildaryfirsýn þar sem gerð verði grein fyrir samspili „þeirra fjölmörgu þátta sem snert geta ákvarðanir innan virðiskeðjanna, svo sem á sviði efnahags-, félags- og umhverfismála.“

Er með þessu vonast til að hægt verði að skilja og meta hugsanlegar afleiðingar vegna breytinga á rekstrar- og stefnumörkun í víðara samhengi en áður. „Þar með verður t.d. mögulegt að taka tillit til fleiri þátta en áður, þegar meta skal ívilnun stjórnvalda í landbúnaði, fiskeldi eða sjávarútvegi.“

mbl.is

Innlent »

Á sjúkrahús eftir hálkuslys við Geysi

11:25 Tveir erlendir ferðamenn voru fluttir á sjúkrahús eftir að hafa dottið í hálku við Geysi í Haukadal í gær. Valdimar Kristjánsson, yfirlandvörður á svæðinu, segir að sem betur fer sé það ekki daglegt brauð að sjúkrabílar komi og nái í slasaða ferðamenn. Meira »

76 verkefni valin í íbúakosningum

11:14 Nú hefur verið kosið í verkefninu Hverfið mitt í Reykjavíkurborg. Kosið var um framkvæmdir í hverfum borgarinnar og alls voru 450 milljónir til ráðstöfunar og fara þessar 450 milljónir í 76 verkefni á næsta ári. Meira »

Fylgjast áfram náið með svæðinu

10:35 Staðan er meira eða minna óbreytt við Öræfajökul frá því í gær samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands miðað við þau gögn sem liggja fyrir. Þannig voru engir jarðskjálftar í nótt á svæðinu. Þetta segir Bjarki Friis, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni. Meira »

Fleiri vegir orðnir ófærir

10:34 Vegir eru lokaðir víða um land vegna ófærðar og snjóflóða. Búið er að opna veginn um Holtavörðuheiði.  Meira »

Stíf fundahöld í allan dag

10:23 Formenn flokkanna þriggja sem eru í stjórnarmyndunarviðræðum munu halda áfram fundahöldum sínum í dag en formennirnir eru ekki á fundi sem stendur. Meira »

Þrír klukkutímar í engu skyggni

09:22 Björgunarsveitin Húni var um þrjá klukkutíma að komast frá Hvammstanga upp á Holtavörðuheiði til að aðstoða fólk sem hafði fest bíla sína í ófærðinni. „Þetta var mjög seinfarið,” segir Gunnar Örn Jakobsson, formaður Björgunarsveitarinnar Húna. Meira »

Telur Ara fróða höfundinn

08:18 „Ég hugsa að þetta verði kannski viðurkennt einhvern tímann en það verður sennilega eftir minn dag,“ segir Páll Bergþórsson veðurfræðingur. Meira »

Skildu sjö flutningabíla eftir

08:35 Aðgerðum björgunarsveita vegna ófærðar á Holtavörðuheiði er lokið. Fimm bílar voru sendir frá björgunarsveitunum Oki, Brák og frá Akranesi með um tíu björgunarsveitarmönnum. Sjö flutningabílar voru skildir eftir á heiðinni en nokkrir fólksbílar losaðir. Meira »

Áfram vont veður víða

07:59 Veðrið á Holtavörðuheiði og þar í grennd mun ekki ganga niður fyrr en eftir um 1-2 tíma, sagði Haraldur Eiríksson, veðurfræðingur Veðurstofunnar, í samtali við mbl.is rétt fyrir klukkan 8 í morgun. Meira »

Skattahækkanir bætast við

07:57 Útsöluverð á bensínlítra mun hækka í 214,3 krónur um áramótin og verð á dísillítra í 218,85 krónur ef fyrirhugaðar skattahækkanir verða að veruleika. Meira »

Óhætt að tína krækling í fjöru

07:37 Fólki er nú óhætt að halda niður í fjöru í þeim tilgangi að tína þar krækling sér til matar, að því er fram kemur á heimasíðu Matvælastofnunar. Meira »

Eiga ekki fyrir útborgun

07:35 Fjárhagsstaða leigjenda hefur batnað sl. 2 ár en samt hafa þeir ekki efni á að kaupa íbúð. Hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði segir leigumarkaðinn óheilbrigðan þegar fólk ver að meðaltali 42% ráðstöfunartekna í leigu. „Húsnæði er mannréttindi en ekki hefðbundin markaðsvara,“ segir hann. Meira »

Bílar fastir á Holtavörðuheiði

06:51 Nokkur fjöldi bíla situr fastur vegna ófærðar á Holtavörðuheiði og eru björgunarsveitir komnar til aðstoðar. Vegurinn um heiðina er nú lokaður. „Það er búið að vera kolvitlaust veður í nótt,“ segir Gunnar Örn Jakobsson, formaður Björgunarsveitarinnar Húna. Meira »

Vara við snjókomu og vindi

05:56 Útlit er fyrir hvassa norðanátt næstu daga með snjókomu eða éljum norðan- og austanlands, en varasömum vindstrengjum á sunnanverðu landinu. Meira »

Kaflaskil í verðbólguþróun

05:30 Vísbendingar eru um að vægi húsnæðisliðarins í verðbólgu muni fara minnkandi á næstunni. Sá liður hefur verið drifkraftur verðbólgu. Án hans hefði verið verðhjöðnun á Íslandi samfellt frá því í júlí í fyrra. Meira »

Skoða jökulinn úr geimnum

06:12 Gervitungl Evrópsku geimferðastofnunarinnar, ESA, hefur myndað yfirborð Öræfajökuls reglulega síðustu vikur og á þeim myndum má sjá þá þróun sem átt hefur sér stað. Meira »

Ók á hús í Árbæ

05:51 Í gærkvöldi var ekið á hús í Hraunbæ í Árbæjarhverfi. Ökumaður og farþegi voru handteknir í kjölfarið.  Meira »

Greiða sífellt meira til FME

05:30 Íslenskir lífeyrissjóðir munu greiða rúmar 304 milljónir króna til Fjármálaeftirlitsins í formi eftirlitsgjalda á þessu ári.  Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Pennar
...
HÚSAVIÐHALD
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
Skrifstofugámar til sölu
Björgunarsveitin Suðurnes er með 3 vel farna skrifstofugáma til sölu. Upplýsinga...
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
L edda 6017112119 i h&v
Félagsstarf
? EDDA 6017112119 I H&V; Mynd af augl...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...