Krafa um að gagnrýnin sé málefnaleg

Eiríkur Tómasson, hæstaréttardómari.
Eiríkur Tómasson, hæstaréttardómari. Rax / Ragnar Axelsson

Eiríkur Tómasson, fyrrverandi hæstaréttardómari sem lét af störfum í september, segir sjálfsagt að dómar Hæstaréttar séu gagnrýndir. „Þá kröfu verður hins vegar að gera, sér í lagi þegar í hlut eiga lögfræðingar, að gagnrýnin sé málefnaleg.“ Þetta kemur fram í viðtali við Eirík á vef Hæstaréttar, en rétturinn tók nýlega upp á því að birta sérstakar fréttir á vef sínum og birti í dag viðtal við Eirík í ljósi þess að hann lét af störfum.

Nokkuð hefur borið á gagnrýni á Hæstarétt að undanförnu, en það vakti athygli í síðustu viku að Benedikt Bogason hæstaréttardómari höfðaði mál gegn Jóni Steinari Gunnlaugssyni, fyrrverandi hæstaréttardómara, fyrir ummæli þess síðarnefnda í bók sinni Um afglöp Hæstaréttar eftir hrun. Telur Benedikt að Jón Steinar hafi viðhaft ærumeiðandi ummæli þegar hann sagði dómara, sem dæmdu í máli ákæruvaldsins gegn Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra, hafa gerst seka um dómsmorð.

Í viðtalinu er ekki spurt hvern Eiríkur eigi við með orðum sínum, en Jón Steinar hefur verið einn helsti gagnrýnandi Hæstaréttar og málsmeðferðar þar síðan hann lét af starfi dómara.

Jón Steinar gagnrýnir í bók sinni nokkur atriði sem hann átelur í dómsýslu réttarins. Þar á meðal í dómum um umboðssvik og markaðsmisnotkun og segir Jón Steinar að þar hafi dómurinn teygt sig til sakfellingar með breytti lagatúlkun. Þá hefur hann einnig gagnrýnt hvernig staðið sé að því að velja varadómara og sagt að hæstaréttardómarar stjórni með „aðferð þagnarinnar“ þannig að ef rétturinn sé gagnrýndur sé því svarað með þögn og vonast til þess að gagnrýnin deyi út.

Jón Steinar hefur einnig sagt að í raun sé það einn dómari í hverju máli sem dæmi, en að aðrir skrifi svo undir dóminn, nema ef að um sératkvæði sé að ræða. Hefur hann sagt þetta mikið mein á réttinum.

Ekki er þó um að ræða eina dómsmálið þar sem hæstaréttardómari fer í meiðyrðamál. Árið 2012 höfðaði Jón Steinar mál gegn Þorvaldi Gylfasyni prófessor vegna greinar Þorvalds í ritröð Háskólans í München. Í greininni sagði Þorvaldur frá orðrómi þess eðlis að Jón Steinar hefði lagt drög að kæru vegna stjórnlagaþings og síðar stýrt málsmeðferð þess við réttinn. Með þessu hafi hann misnotað vald sitt. Var Þorvaldur sýknaður af kæru Jóns Steinars í Hæstarétti.

Opinber umræða minnir meira á kappræðu en rökræðu

Eiríkur segir í viðtalinu að hér á landi hafi umfjöllun um dómsmál verið of tilviljunarkennd auk þess sem hún hafi stundum verið afar einhliða. Segir hann þar lögmenn eða talsmenn þeirra sem tapi máli oft fara mikinn í fjölmiðlum.

„Ástæðan fyrir þessu er sumpart sú að óháðir sérfræðingar á afmörkuðum sviðum íslensks réttar eru fáir og svo virðist sem sumir þeirra veigri sér við að taka þátt í hinni opinberu umræðu um dómsmál, sem oft minnir meira á kappræðu en rökræðu. Á þessu þyrfti að verða breyting þar sem vönduð umfjöllun um dóma, er birtist sem betur fer af og til í fjölmiðum, er æskileg og veitir dómstólunum nauðsynlegt aðhald með sama hætti og fræðirit og greinar sem birtar eru á hinum fræðilega vettvangi,“ segir Eiríkur á vef Hæstaréttar.

mbl.is

Innlent »

„Ekki grunur um nýtt efni“

10:54 „Það er ekki grunur um nýtt efni sem er ekki þekkt,“ segir Grímur Grímsson, yf­ir­lög­regluþjónn, spurður hvort grunur leiki á að mennirnir tveir sem réðust á fimm ára barn í aft­ur­sæti bif­reiðar við gatna­mót Lauga­vegar og Snorra­braut­ar í vikunni hafi verið undir áhrifum nýrra eiturlyfja. Meira »

Byrlað nauðgunarlyf á landsfundi

10:11 Konu í stjórnmálum var byrlað nauðgunarlyf á landsfundi stjórnmálaflokks. Þetta er meðal þeirra 136 reynslusagna kvenna af kynferðisofbeldi og áreitni í stjórnmálum sem hefur verið deilt í lokaða facebookhópnum Í skugga valdsins undanfarna sex daga. Meira »

Innan við 100 metra skyggni

09:49 Á Austurlandi nær vindur hámarki um miðjan dag með 20 til 28 metrum á sekúndu og verður skyggni víðast minna en 100 metrar.   Meira »

Nóg að gera hjá björgunarsveitum í nótt

09:34 Nóg hefur verið að gera hjá björgunarsveitum í nótt að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Fyrsta útkallið kom um fjögurleytið í nótt og var það vegna bifreiðar sem hafði bilað fyrir utan Húsavík. Þá sat bíll frá Vegagerðinni fastur á Lyngdalsheiðinni nú í morgun. Meira »

Dregur úr snjóflóðahættu á Vestfjörðum

09:25 Veðrið er að mestu gengið niður á Vestfjörðum og reiknað er með því að óvissustig vegna snjóflóðahættu fari þar af fljótlega. Meira »

Sagðist bara þurfa að fá að ríða henni

08:58 Grófar nauðgunarhótanir, ummæli á borð við að stjórnmálamaður þurfi „bara að fá að ríða“ viðkomandi stjórnmálakonu og óviðeigandi snertingar eru meðal þeirra frásagna sem stjórmálakonur deildu sín á milli í lokuðum hópi á Facebook. Meira »

Krefjast þess að karlar taki ábyrgð

08:31 Á fimmta hundrað stjórnmálakonur hafa sent frá sér sameiginlega áskorun þar sem þess er krafist að karlar taki ábyrgð og að stjórnmálaflokkar taki af festu á stöðu mála varðandi kynferðisofbeldi og áreitni í íslenskum stjórnmálum. Meira »

Skólahald fellt niður á Akureyri

08:52 Ákveðið hefur verið að fella niður allt skólahald í leik- og grunnskólum á Akureyri vegna veðurs. Skólahald hefur einnig verið fellt niður í Verkmenntaskóla Akureyrar og Menntaskólanum á Akureyri. Meira »

Endurhæfing sjúkra er fundið fé

08:18 Aðeins er hægt að sinna rúmlega helmingi beiðna sem berast frá læknum víðs vegar að af landinu um endurhæfingu skjólstæðinga þeirra á Reykjalundi, að sögn forstjórans þar, Birgis Gunnarssonar. Meira »

Rafmagn komst aftur á um eittleytið

08:16 Rafmagn á Austurlandi var alls staðar komið á aftur um klukkan eitt í nótt en það byrjaði að fara af um einum og hálfum tíma fyrr. Meira »

Stórhríð í Hvalfirði

08:01 Stórhríð er í sunnanverðum Hvalfirði og þæfingsfærð að því er fram kemur á vef Vegagerðarinar. Á Vesturlandi er víða hvasst, en víðast er þó verið að hreinsa vegi í kringum þéttbýli. Brattabrekka er þungfær en þæfingsfærð er á köflum á Snæfellsnesi. Holtavörðuheiði er enn lokuð. Meira »

Gullaldarliðs Akurnesinga verði minnst

07:57 Bæjarráð Akranes hefur falið menningar- og safnanefnd bæjarins til úrvinnslu hugmyndir Gunnars Sigurðssonar um það hvernig bærinn geti minnst frumkvöðla íþróttalífsins á Akranesi. Meira »

Fékk aðsvif og lenti á staur

07:46 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað til um fimmleytið í morgun vegna bíls sem hafði lent á staur við Hringbrautina. Hafði ökumaðurinn fengið aðsvif við aksturinn. Meira »

Veðurviðvaranir enn í fullu gildi

07:19 Veðurstofan vekur athygli á því að viðvaranir eru í gildi víða um land fram eftir degi og austantil fram á laugardag. Útlit er fyrir norðanhvassviðri eða -storm næsta sólarhring með snjókomu eða éljagangi á norðan- og austanverðu landinu, roki eða jafnvel ofsaveðri suðaustantil. Meira »

Bauð 676 milljónir í lóð á Kirkjusandi

06:32 Húsvirki hf. átti hæsta tilboðið í byggingarétt og kaup á íbúðum á lóðinni nr. 1 við Hallgerðargötu á Kirkjusandi. Fyrirtækið bauð 676 milljónir króna. Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar stóð að útboðinu og voru tilboð opnuð í gærmorgun. Meira »

Símalaus sunnudagur Barnaheilla

07:37 „Með símalausum sunnudegi erum við að vekja athygli á því hversu stór hluti símarnir eru orðnir af lífi okkar. Við eyðum oft dýrmætum tíma fjölskyldunnar með símann á lofti.“ Meira »

„Kolófært og slæmt skyggni“

07:05 Björgunarsveitir voru ræstar út á sjöunda tímanum í morgun til að aðstoða bíl sem er fastur í nágrenni Þelamerkur í Hörgársveit. Að sögn lögreglunnar á Akureyri er kolófært og slæmt skyggni í Hörgársveit. Meira »

Verbúðirnar verði friðaðar

06:28 Stjórn Faxaflóahafna hefur samþykkt að fela hafnarstjóra að leggja fram tillögu á næsta fundi stjórnar hvernig standa megi að friðun verbúðanna við Geirsgötu þar sem miðað verði við friðun á þeim reit sem húsin standa á eða ytra útliti húsanna. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

HÚSAVIÐHALD
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
Lincoln Capri Landau árg. 1957
Bíllinn er lítið ekinn og aðeins tveir eigendur frá upphafi í USA og einn hér he...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Stöðin býður upp á allar stærðir sendibíla og veitir trausta og umfram allt góð...
 
L edda 6017112119 i h&v
Félagsstarf
? EDDA 6017112119 I H&V; Mynd af augl...
Skipulag
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar Sv...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Samþykkt breyting á deiliskipulagi
Tilkynningar
Samþykkt breyting á deiliskipulagi Da...