Matsmaður meti kostnað við hafnargarðinn

Gamli steinhlaðni hafnargarðurinn í Reykjavíkurhöfn. Héraðsdómur Reykjavíkur samþykkti þá beiðni …
Gamli steinhlaðni hafnargarðurinn í Reykjavíkurhöfn. Héraðsdómur Reykjavíkur samþykkti þá beiðni Reykjavík Developments að matsmaður verði fenginn til að meta kostnað sem fyrirtækið telur að sig hafa orðið fyrir vegna gamla hafn­argarðsins. mbl.is/Golli

Héraðsdómur  Reykjavíkur samþykkti þá beiðni Reykjavík Developments að matsmaður verði fenginn til að meta kostnað sem fyrirtækið telur að sig hafa orðið fyrir vegna gamla hafn­argarðsins við Aust­ur­bakka í miðbæ Reykja­vík­ur, sem er á byggingasvæði fyrirtækisins.

Reykjavík Developments hafði áður krafist þess að Minjastofnun greiddi, fyrir hönd ríkisins, 600 milljónir króna í bætur vegna þess kostnaðar sem fyrirtækið hefði orðið fyrir vegna afskipta stjórnvalda af byggingaframkvæmdum.

Hafn­argarður­inn var færður árið 2015 að frum­kvæði Sig­mund­ar Davíðs Gunn­laugs­son­ar, þáver­andi for­sæt­is­ráðherra.

Í matsbeiðninni sem Héraðsdómur samþykkti, er m.a. farið fram á að metinn verði heildarkostnaður Reykjavík Developments af fornleifarannsóknum og undirbúnings- og eftirvinnslu vegna hafnargarðanna tveggja sem voru undir bílastæðinu. Einnig var farið fram að metinn yrði sérstaklega kostnaður við hvorn hafnargarð fyrir sig, en sá eldri var reistur á 19. öld og sá yngri á fyrri hluta 20. aldar.

Þá kröfðust Reykjavík Development að metið yrði hvaða áhrif krafa Minjastofnunnar hefði haft á kostnað fyrirtækisins, kostnaðinn sem rýrnun bílastæða feli í sér, auk þess sem metið yrði hversu mikil áhrif forsætisráðuneytisins hafi haft á það að uppsteypa við framkvæmdirnar tafðist.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert