Ofþyngd íslenskra ungmenna með því mesta

Ofþyngd ungmenna hefur einnig farið vaxandi og voru 18% 15 ...
Ofþyngd ungmenna hefur einnig farið vaxandi og voru 18% 15 ára ungmenna hér á landi of þung á árunum 2013-2014, en meðaltal OECD-ríkja var 15,6%. AFP

Lífslíkur íslenskra karla eru hæstar allra OECD-ríkja, eða 81,2 ár. Íslenskar konur eru í 15. sæti yfir lífslíkur kvenna, eða 83,8 ár og er bilið milli kynjanna einna minnst hér á landi. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu OECD um heilbrigðismál ríkjanna sem nú er komin út.

Er það mat OECD að  heilbrigðari lífshættir, hærri tekjur og betri menntun, ásamt betri heilbrigðisþjónustu, hafi stuðlað að aukinni meðalævilengd á síðustu áratugum. Frá 1970 til 2015 jókst meðalævilengd um rúm tíu ár að meðaltali í aðildarlöndum OECD og er nú 80,6 ár.

Hér á landi jókst hún heldur minna eða um 8,5 ár.

Í ritinu er m.a. fjallað um samband menntunar og ævilengdar og kemur þar fram að meðalævilengd þeirra sem eru með háskólamenntun um þrítugt, sé að jafnaði sex árum lengri en þeirra sem minnsta menntun hafa.


Ungbarnadauði var einna fátíðastur á Íslandi af ríkjum OECD, eða sem svarar tveimur látnum börnum á fyrsta ári af hverjum 1.000 lifandi fæddum (samkvænt meðaltali áranna 2013-15). Meðaltalið fyrir OECD lönd var 3,9. Börn með lága fæðingarþyngd voru einnig hlutfallslega fæst hér á landi.

Þá töldu þrír af hverjum fjórum fullorðinna á Íslandi, eða 76%, sig  við góða eða mjög góða heilsu árið 2015 samanborið við 68,2% fullorðinna í OECD löndum að meðaltali. Var þetta hlutfall almennt lægra meðal tekjulágra en þeirra sem voru tekjuhærri.

Dregur úr reykingum á Íslandi en áfengisneysla eykst

Í skýrslunni kom einnig fram að dregið hafi úr reykingum í flestum löndum frá árinu 2000 og er Ísland í hópi landa þar sem samdrátturinn var hvað mestur. 2015 reyktu um 18% fullorðinna (14% kvenna og 23% karla) daglega í ríkjum OECD, en 10%  Íslendinga ári síðar. Aðeins í Mexíkó var þetta hlutfall lægra. Almennt reykja hlutfallslega fleiri íslenskir  karlar en konur og er því öfugt farið hér á landi og í Danmörku, en munur milli kynja var lítill.

Á Íslandi reyktu 3% 15 ára ungmenna að minnsta kosti einu sinni í viku (2013-14), en í ríkjum OECD var meðaltalið 12%. Hefur almennt dregið úr reykingum og áfengisneyslu meðal 15 ára ungmenna.

Þá var Ísland eitt þrettán ríkja þar sem áfengisneysla jókst á tímabilinu frá 2000-2015. Að meðaltali minnkaði skráð áfengisneysla í ríkjunum i úr 9,5 lítrum af hreinum vínanda á íbúa 15 ára og eldri árið 2000 í 9 lítra árið 2015. Íslandi jókst áfengisneysla á tímabilinu úr 6,2 lítrum í 7,5 lítra.

Hlutfall ofþyngdar bara hærra í þremur löndum

Rúmlega helmingur (54%) fullorðinna telst of þungur eða of feitur í ríkjum OECD að meðaltali þar á meðal á Íslandi. Árið 2015 var hlutur of feitra 19% hér á landi (18,8% kvenna og 19,2% karla) eða svipað og meðaltal OECD-ríkja (19,8% kvenna, 18,9% karla). Hæst var hlutfallið í Bandaríkjunum (38%) en lægst í Japan og Kóreu (4-5%).

Ofþyngd ungmenna hefur einnig farið vaxandi og voru 18% 15 ára ungmenna hér á landi  of þung á árunum 2013-2014  (20% drengja og 16% stúlkna). Hlutfallið var aðeins hærra í þremur af 28 löndum OECD - í Grikklandi, Kanada og Bandaríkjunum (2009-10). Lægst var hlutfallið í Danmörku 9,5%, en meðaltal OECD-ríkja var 15,6%.

mbl.is

Innlent »

Gengur niður eftir 1-2 tíma

07:59 Veðrið á Holtavörðuheiði og þar í grennd mun ekki ganga niður fyrr en eftir um 1-2 tíma, sagði Haraldur Eiríksson, veðurfræðingur Veðurstofunnar, í samtali við mbl.is rétt fyrir klukkan 8 í morgun. Meira »

Skattahækkanir bætast við

07:57 Útsöluverð á bensínlítra mun hækka í 214,3 krónur um áramótin og verð á dísillítra í 218,85 krónur ef fyrirhugaðar skattahækkanir verða að veruleika. Meira »

Óhætt að tína krækling í fjöru

07:37 Fólki er nú óhætt að halda niður í fjöru í þeim tilgangi að tína þar krækling sér til matar, að því er fram kemur á heimasíðu Matvælastofnunar. Meira »

Eiga ekki fyrir útborgun

07:35 Fjárhagsstaða leigjenda hefur batnað sl. 2 ár en samt hafa þeir ekki efni á að kaupa íbúð. Hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði segir leigumarkaðinn óheilbrigðan þegar fólk ver að meðaltali 42% ráðstöfunartekna í leigu. „Húsnæði eru mannréttindi en ekki hefðbundin markaðsvara,“ segir hann. Meira »

Bílar fastir á Holtavörðuheiði

06:51 Nokkur fjöldi bíla situr fastur vegna ófærðar á Holtavörðuheiði og eru björgunarsveitir komnar til aðstoðar. Vegurinn um heiðina er nú lokaður. „Það er búið að vera kolvitlaust veður í nótt,“ segir Gunnar Örn Jakobsson, formaður Björgunarsveitarinnar Húna. Meira »

Skoða jökulinn úr geimnum

06:12 Gervitungl Evrópsku geimferðastofnunarinnar, ESA, hefur myndað yfirborð Öræfajökuls reglulega síðustu vikur og á þeim myndum má sjá þá þróun sem átt hefur sér stað. Meira »

Ók á hús í Árbæ

05:51 Í gærkvöldi var ekið á hús í Hraunbæ í Árbæjarhverfi. Ökumaður og farþegi voru handteknir í kjölfarið.  Meira »

Vara við snjókomu og vindi

05:56 Útlit er fyrir hvassa norðanátt næstu daga með snjókomu eða éljum norðan- og austanlands, en varasömum vindstrengjum á sunnanverðu landinu. Meira »

Kaflaskil í verðbólguþróun

05:30 Vísbendingar eru um að vægi húsnæðisliðarins í verðbólgu muni fara minnkandi á næstunni. Sá liður hefur verið drifkraftur verðbólgu. Án hans hefði verið verðhjöðnun á Íslandi samfellt frá því í júlí í fyrra. Meira »

Greiða sífellt meira til FME

05:30 Íslenskir lífeyrissjóðir munu greiða rúmar 304 milljónir króna til Fjármálaeftirlitsins í formi eftirlitsgjalda á þessu ári.  Meira »

Viðbúnaður í endurskoðun

05:30 Komi ekki frekari upplýsingar frá vísindamönnum um hættu á eldgosi í Öræfajökli væntir lögregla þess að í dag megi aflétta viðbúnaðarstigi við fjallið. Meira »

Geti átt lögheimili í frístundabyggð

05:30 Starfshópur sem vinnur að endurskoðun laga um lögheimili og tilkynningu aðsetursskipta hefur til skoðunar að einstaklingum verði heimilað að skrá lögheimili sitt í frístundabyggðum og í atvinnuhúsnæði. Meira »

Formenn funduðu fram á kvöld

05:30 Stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Vinstri-grænna og Framsóknarflokks héldu áfram í gær og miðar vel, að því er framkemur í Morgunblaðinu í dag. Meira »

Tilboð í Eldvatnsbrú yfir áætlunum

05:30 Þau tvö tilboð sem bárust í byggingu nýrrar brúar yfir Eldvatn við Eystri-Ása í Skaftártungu og 920 metra vegarspotta að henni eru langt yfir kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar. Meira »

„Þeir höfðu keypt gallað hús“

Í gær, 22:01 „Lífeyrissjóðirnir selja húsið ódýrara en samningurinn kveður á um og afsala sér rétti til þeirra tekna sem þeim voru áskyldar í leigusamningi,“ segir Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, um kaup félagsins á húseignunum á Bæjarhálsi 1. Meira »

Annað símanúmer birtist

05:30 Viðskiptavinur Vodafone lenti í þeirri furðulegu uppákomu á dögunum að þegar hann hringdi úr heimasíma sínum í móður sína birtist annað númer á skjánum hjá henni en hann hringdi úr. Meira »

„Gjörsamlega ólíðandi“ fnykur

05:30 „Það er ótækt að íbúar líði fyrir þann óþef sem frá þessari starfsemi stafar,“ segir í bókun hverfisráðs Grafarvogs sem lögð var fram á fundi borgarráðs í síðustu viku. Meira »

Vegum lokað vegna veðurs

Í gær, 21:59 Norðanstormur og hríð er víða á Norðurlandi og af þeim sökum er búið að loka veginum um Ólafsfjarðarmúla. Áður hafði Siglufjarðarvegi verið lokað síðdegis en snjóflóð féll á veginn. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Flugskýli til leigu Nú er úti norðanél
Flugskýli til leigu Nú er úti norðanél nú er Esjan hvít sem mél Ef að ég ættii ú...
HÚSAVIÐGERÐIR
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
Trúlofunar- og giftingarhringar í úrvali
Auk gullhringa eigum við m.a. hvítagull, silfur og titaniumpör á fínu verði. Dem...
 
Skipulagsmál
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og f...