Sigurför Nonna stendur enn

Nonnahús á Akureyri er fjölsótt. Fyrir helgi kom þessi hópur ...
Nonnahús á Akureyri er fjölsótt. Fyrir helgi kom þessi hópur frá Þýskalandi, en þar eru Nonnabækurnar enn lesnar. Ljósmynd/Hörður Geirsson

„Vinsældir Nonna haldast enn og sú upphefð kemur ekki síst að utan. Hingað í Nonnahús koma á ári hverju um það bil 5.000 gestir frá útlöndum, einkum Þýskalandi, gagngert til þess að kynna sér sögusvið bóka Nonna sem selst hafa í milljónum eintaka,“ segir Haraldur Þór Egilsson, forstöðumaður Minjasafnsins á Akureyri.

Næstkomandi fimmudag, 16. nóvember, verður þess minnst að 160 ár eru liðin frá fæðingu rithöfundarins Jóns Sveinssonar, Nonna. Í Nonnahúsi í Innbænum á Akureyri verður sérstök dagskrá af því tilefni og þar eru heimatökin hæg enda er Nonnahús, æskuheimili Nonna, í garði Minjasafnsins. Sömuleiðis verður tímamótanna minnst í Köln í Þýskalandi, en þar í borg dvaldist Nonni til dánardægurs haustið 1944, eftir að hafa farið um lönd og álfur og borið hróður heimalands síns með bókum sínum, en sú fyrsta kom út árið 1913, en alls urðu þær þrettán.

„Nonni hélt utan árið 1870, aðeins tólf ára gamall og til sanns vegar má færa að sú vegferð standi enn. Samfelld sigurför.

Bækur Nonna njóta enn vinsælda og eru lesnar af nýjum kynslóðum til dæmis í Norður-Evrópu, enda hefur þýska forlagið sem á höfundarréttinn endurútgefið bækurnar reglulega og haldið nafninu þannig á lofti,“ segir Haraldur.

Endurútgáfa bókanna er brýn

Bækur Nonna hafa verið þýddar á um 40 tungumál.
Bækur Nonna hafa verið þýddar á um 40 tungumál. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson


„Hjá þýsku ferðaskrifstofunni Studious er heimsókn í Nonnahús fastur liður í Íslandsferðum og núna rétt fyrir helgina kom til dæmis einn hópur á þeirra vegum til okkar,“ segir Haraldur. „Margir Þjóðverjar – og raunar fleiri – hafa sagt okkur að Nonnabækurnar hafi orkað mjög sterkt á sig í æsku og þá hafi þeir einsett sér að koma til Íslands. Þá lifa sögur alltaf meðal Japana, en þangað fór hann til fyrirlestra og bækur hans eru enn gefnar út þar í landi.“

Árið 2012 kom út ævisaga Nonna sem Gunnar F. Guðmundsson skráði og segir Haraldur Þór að áhugi Íslendinga á höfundinum hafi aukist eftir það. Nú sé reyndar orðið brýnt að endurútgefa bækurnar, sem Nonnahús á íslenska útgáfuréttinn að. Síðast voru þær gefnar út fyrir um áratug í endursögn – og svo eru til enn eldri útgáfur sem Freysteinn Gunnarsson þýddi úr þýsku.

Sveipaði Ísland ævintýraljóma

Jón Sveinsson fæddist á Möðruvöllum í Hörgárdal hinn 16. nóvember 1857, en fluttist á áttunda ári með sínu fólki til Akureyrar þar sem fjölskyldan settist að. Að föður Nonna látnum varð móðir hans að leysa fjölskylduna upp og þekktist boð fransks aðalsmanns sem vildi kosta nám tveggja íslenskra drengja til náms. Því varð úr að í ágúst hélt Nonni handan um höf hvar hann dvaldist upp frá því, mest í Frakklandi, Belgíu og Hollandi. Í háskólum las hann bókmenntir og guðfræði, en árið 1878 gekk Nonni í jesúítaregluna og vígðist til prests. Hann skóp sér nafn með bókum sínum – þar sem hann sveipaði Ísland ævintýraljóma. Bækurnar hafa verið þýddar á um 40 tungumál og gefnar út í milljónum eintaka. Sjónvarpsþættirnir Nonni og Manni sem gerðir voru um 1990 byggjast á efni þeirra.

Haraldur Þór Egilsson.
Haraldur Þór Egilsson. Ljósm/Hörður Geirsson

Bloggað um fréttina

Innlent »

Varúð hreindýr á veginum

07:34 Vegagerðin og Náttúrustofa Austurlands vara vegfarendur við umferð hreindýra á Austur- og Suðausturlandi.   Meira »

Allt að 12 stiga frosti spáð

06:58 Spáð er allt að 12 stiga frosti á morgun en bæði í dag og morgun er spá björtu veðri víða. Á laugardag gengur í suðaustan með slyddu og síðar rigningu. Meira »

Fleiri þúsund lítrar af vatni

06:44 Talið er að um 400 þúsund lítrar af vatni hafi sprautast úr brunahana sem brotnaði þegar próflaus ökumaður á allt of miklum hraða missti stjórn á bifreið sinni í Hafnarfirði í gær. Meira »

Gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna

06:37 Maður sem liggur undir grun um að hafa reynt að kyrkja unga konu fyrr í mánuðinum var úrskurðaður í gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. Grunur er um að maðurinn sé ekki sá sem hann segist vera. Meira »

Gögnum málsins eytt

06:17 Öllum gögnum úr máli Roberts Downey hefur verið eytt. Það er bókað hjá lögreglunni á Suðurnesjum 24. febrúar árið 2015. Þetta segir Anna Katrín Snorradóttir sem lagði fram kæru gegn honum í sumar. Meira »

Horft til annarra norrænna landa

05:30 Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir að forsætisnefnd Alþingis muni hafa sama háttinn á og undanfarin ár hvað varðar skýrslu ríkjahóps gegn spillingu og fjalla um skýrsluna og ákveða hvernig verði brugðist við henni. Meira »

Óskýr og villandi hugtakanotkun

05:30 Dæmi eru um ranga, óskýra eða villandi hugtakanotkun víða í íslenskri löggjöf. Þetta er sérstaklega áberandi í löggjöf sem tengist hafinu. Meira »

Hættir sem formaður Eflingar

05:30 Sigurður Bessason, formaður Eflingar stéttarfélags, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til formennsku í félaginu að loknu núverandi kjörtímabili. Meira »

Hjálpræðisherinn fær nýtt hús

05:30 Framkvæmdir við nýtt hús Hjálpræðishersins við Suðurlandsbraut 72-74 í Reykjavík hefjast í byrjun næsta árs. Byggingarleyfi borgaryfirvalda var veitt í byrjun þessa mánaðar. Meira »

„Komið út fyrir velsæmismörk“

05:30 „Ríkið þarf að móta sér heildstæða stefnu í þessum gjaldtökumálum og það þarf að gera í samstarfi við ferðaþjónustuna. Við köllum eftir þessu samtali sem ríkisstjórnin leggur til í stjórnarsáttmálanum hið fyrsta,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Meira »

Fyrsta hleðslustöðin komin á Djúpavog

Í gær, 23:43 Rafbílaeigandinn Ólöf Rún Stefánsdóttir vígði í dag tuttugustu hleðslustöð Orku náttúrunnar sem er á Djúpavogi, er hún hlóð bílinn. Meira »

Lára Björg upplýsingafulltrúi stjórnarinnar

Í gær, 22:07 Lára Björg Björnsdóttir hefur verið ráðin upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá forsætisráðuneytinu þar sem hún verður með aðsetur. Meira »

Ók á brunahana og vatn flæddi um allt

Í gær, 21:47 Um klukkan hálfsjö í kvöld var keyrt á brunahana við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði, sem varð til þess að mikið vatn flæddi inn í nærliggjandi byggingu þar sem bílaverkstæðið Kvikkfix er til húsa. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu höfuðborgarsvæðinu var um töluvert mikið vatn að ræða. Meira »

Orðið „dómsmorð“ eigi sér langa hefð

Í gær, 20:40 „Samræmist það málvenju að nota orðið dómsmorð þegar mengað hugarástand dómara leiðir til sakfellingar.“ Þetta er meðal þess sem kemur fram í greinargerð sem lögð var fyrir í meiðyrðamáli Benedikts Bogasonar hæstaréttarlögmanns á hendur Jóni Steinari Gunnlaugssyni í héraðsdómi í dag. Meira »

Sakamál vegna andláts Ellu Dísar fellt niður

Í gær, 20:11 Héraðssaksóknari hefur ákveðið að fella niður sakamál gegn hjúkrunarfyrirtækinu Sinnum og starfsmanni þess vegna andláts átta ára stúlku, Ellu Dísar Laurens, í umsjón fyrirtækisins að því er greint var frá í kvöldfréttum RÚV. Meira »

Kirkjan er í miðju hverfisins

Í gær, 20:55 „Tengsl íbúanna hér í Seljahverfi við kirkjuna sína eru sterk. Hér í húsi er lifandi starf alla daga vikunnar og við svo heppin að tengslin hér í hverfinu leyfast og haldast enn góð milli skóla og kirkju og eru öllum mikilvæg,“ segir sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson, sóknarprestur í Seljakirkju. Meira »

Þýðir ekki að grenja yfir laununum

Í gær, 20:15 Anna María Gunnarsdóttir, nýr varaformaður Kennarasambands Íslands, telur mikilvægt að kennarar vinni að sínum málum í gegnum fagleg málefni í stað þess að grenja endalaust yfir laununum. Slíkt geri virðingarverðar stéttir ekki. Anna María hlaut afgerandi kosningu í embættið. Meira »

Heppin að vinna við áhugamálið

Í gær, 19:37 Henni finnst gaman að finna nýjar áhugaverðar leiðir fyrir fjöruga krakka til að meðtaka námsefni. Hlín Magnúsdóttir er sérkennari í Norðlingaskóla en hún fékk á dögunum Hvatningarverðlaun Öryrkjabandalags Íslands. Námsefni hennar er ætlað börnum með greiningar, hegðunarvanda og lestrarerfiðleika. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Hagerty kristal spray
Hagerty kristal spray Slovak Kristal, Dalvegi 16 b, s. 5444333...
Innfluttningur á enn betra verði fyrir alla
Hjálpum fólki að útvega allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnu...
Bækur um ættfræði byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
hef til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu og byggð...
Lincoln Capri Landau árg. 1957
Bíllinn er lítið ekinn og aðeins tveir eigendur frá upphafi í USA og einn hér he...
 
Tilboð óskast skólavegi
Húsnæði í boði
TILBOÐ ÓSKAST í húseignina Skólaveg 3 ...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, gön...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9, fore...
Samkoma
Félagsstarf
Söngsamkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnu...