Skjálfti upp á 3,7 stig

Græna stjarnan sýnir hvar stærsti skjálftinn var.
Græna stjarnan sýnir hvar stærsti skjálftinn var. Kort/Veðurstofa Íslands

Jarðskjálfti af stærð 3,7 varð í morgun klukkan 07:36 um 11 km norðvestur af Siglufirði, á þekktu jarðskjálftasvæði, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. 

Engir skjálftar hafa fylgt í kjölfarið. Tilkynningar hafa borist Veðurstofunni um að skjálftinn hafi fundist á Siglufirði og Ólafsfirði.

Kristín Elísa Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir bæði Siglfirðinga og Ólafsfirðinga hafa haft samband við Veðurstofuna en skjálftinn fannst óverulega á Ólafsfirði en betur á Siglufirði. 

Upptök skjálftans eru á þekktu jarðskjálftasvæði en ekki hafa verið neinir stórir skjálftar á þessu svæði í talsverðan tíma. Jarðskjálftarnir í Öxarfirði nýverið eru ekki á sama belti og skjálftinn í morgun og því engin tengsl þar á milli, að sögn Kristínar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert