Tölvuleikjagerð og tungumálakennsla

Björn og Einar vinna vel saman enda fátt annað í ...
Björn og Einar vinna vel saman enda fátt annað í boði þegar skrifstofan þeirra er ekki stærri en þetta. mbl.is/​Hari

Fyrir okkur er þetta bæði leikur og starf,“ segir Björn Elíeser Jónsson, einn stofnenda og eigenda Porcelain tölvufyrirtækisins Fortress, en fyrirtækið vinnur að tveimur stórum en ólíkum verkefnum.

„Já, við erum með tvö verkefni í vinnslu núna. Annars vegar tölvuleikinn Ragnageddon og hins vegar Language Tree þar sem notendur geta lært tungumál í gegnum leikjavætt umhverfi sýndarveruleikans.“

Ásamt Birni eru þeir Einar Kristján Bridde og Sigmundur Breiðfjörð í eigendahópnum en þeir eru ekki bara samstarfsfélagar heldur eru þeir allir góðir vinir.

„Það skiptir máli að vera með gott fólk í kringum þig í svona verkefni,“ segir Einar og Björn tekur undir og bætir við að það muni mikið um að vera innan um góða vini enda vinnan gífurlega mikil.

„Eflaust heldur einhver að tölvuleikjagerð sé svolítið eins og að búa til lítið ævintýri þegar maður var lítill að leika sér. Vissulega er það þannig að hluta en á bak við einfaldar aðgerðir í öllum tölvuleikjum er gífurlega mikil vinna. Sum hver alls ekki skemmtileg en í góðum hóp er hægt að gera erfiðustu og leiðinlegustu stundirnar bærilegar og allar hinar að skemmtilegum leik,“ segir Björn og í því lítur Einar til hans og kinknar kolli.

Frumkvöðlar eru framtíðin

Í sameiginlegu rými Innovation House mætast hugmyndir úr ólíkum áttum ...
Í sameiginlegu rými Innovation House mætast hugmyndir úr ólíkum áttum en þrátt fyrir samkeppni er samstarf líka mikið milli manna. mbl.is/​Hari


Eftirspurn eftir tölvunarfræðingum og tæknimenntuðu starfsfólki almennt er mikil en strákarnir hafa engu að síður kosið frumkvöðlastarfið og óvissuna sem því fylgir. Spurðir af hverju þeir komi sér ekki bara fyrir í góðu starfi hjá stöndugu fyrirtæki, segja þeir bæði spennandi og skemmtilegt að skapa eitthvað sjálfir alveg frá grunni.

„Við getum allir verið sammála um að innra með okkur er einhver óstjórnleg þrá að skapa eitthvað, skilja eitthvað eftir okkur. Eitthvað meira en bara tíma á stimpilklukku í fyrirtæki úti í bæ,“ segir Einar sem hefur að eigin sögn átt sér þann draum að búa til tölvuleik frá því hann var smápolli. Undir það tekur Björn og bætir við þeir hafi allir alist upp við að spila tölvuleiki og spil.

„Ég ólst upp við að spila tölvuleiki og hvers konar spil, allt frá borðspilum upp í stór ævintýri. Þetta er rökrétt framhald af því, þ.e. að skapa mitt eigið ævintýri fyrir aðra að njóta. Í raun þekki ég fátt annað því ég hef aldrei unnið svokallaða hefðbundna vinnu sem tölvunarfræðingur. Hef frá því ég útskrifaðist alltaf unnið í einhvers konar startup-fyrirtækjum, t.d. Plain Vanilla,“ segir hann en Björn sá fyrirtækið vaxa úr litlu bílskúrsfyrirtæki í risa á skömmum tíma. Þrátt fyrir að Plain Vanilla sé horfið segir Björn menn halda áfram.

„Þannig er þessi geiri og þegar einu ævintýri lýkur er aðeins eitt að gera: Byrja á nýju og skapa eitthvað stórkostlegt.“

Lærum meðan við lifum

Hjá Innovation House er fjöldi fyrirtækja m.a. fyrirtæki strákanna en ...
Hjá Innovation House er fjöldi fyrirtækja m.a. fyrirtæki strákanna en þeir segja það skipta miklu máli að vera innan um aðra frumkvöðla. mbl.is/​Hari


Af öllum þeim startup-fyrirtækjum sem strákarnir hafa komið að er þetta fyrirtækið þeirra. Einar segist reyndar vera að taka þátt í sínu fyrsta frumkvöðlaverkefni sem eigandi og því gott að hafa menn með reynslu með sér.

„Ég hef ekki gert þetta áður og núna er ég kominn með dellu fyrir þessu. Þetta er óstjórnlega skemmtilegt og lærdómsríkt. Mér finnst ég læra eitthvað nýtt í hvert sinn sem við hittum og fundum með fólki og þegar upp koma vandamál sem þarf að leysa. Ég læri líka mikið af samstarfinu við hina strákana sem þekkja rekstur svona fyrirtækja betur en ég,“ segir Einar en ólíkur bakgrunnur þeirra er helsti styrkur fyrirtækisins að sögn þeirra beggja.

„Allt frá stofnun til dagsins í dag erum við allir að læra eitthvað nýtt,“ segir Björn sem þrátt fyrir reynslu sína segist oft uppgötva eitthvað nýtt. „Daginn sem þú heldur að þú vitir allt um stofnun og rekstur fyrirtækis hættirðu að vaxa og þróast. Í tövlugeiranum þarftu alltaf að vera á tánum, læra eitthvað nýtt og vera tilbúinn að aðlaga þig að nýrri tækni og lausnum.“

Gaman að læra tungumál

Ásamt því að skilja flókið tungumál forritunarmáls er Björn nokkuð sleipur í japönsku en þannig vaknaði m.a. hugmyndin að Language Tree.

„Ég lærði upphaflega japönsku í Háskóla Íslands og var eitt ár úti í Japan í skiptinámi áður en ég kom heim og skráði mig í tölvunarfræði. Eitt af því sem allir átta sig á sem sækja Japan heim er að þú getur ekki með nokkru móti undirbúið þig fyrir menningarsjokkið. Það er eiginlega ekki hægt að lýsa því,“ segir Björn.

Tungumálakennsla líkt og annað nám þarf að taka stakkaskiptum og nútímavæðast. Sýndarveruleiki er fullkominn vettvangur til að læra nýtt tungumál að mati Björns, en af hverju japanska?

Einar segist geta svarað þeirri spurningu enda upplifði hann svarið á eigin skinni fyrir ekki svo löngu: „Ég spurði Björn af hverju við byrjuðum ekki á tungumáli sem fleiri tala og læra, t.d. spænsku. Björn sagði að ég myndi átta mig á því þegar til Japans væri komið en við sóttum stóra tölvuleikjasýningu þar núna í september. Ég áttaði mig á því um leið og ég steig út af flugvellinum í Tókýó,“ segir Einar og Björn hlær.

„Nákvæmlega,“ segir Björn. „Það er ekki nóg að kunna nokkrar setningar. Það er svo margt í Japan sem er allt öðruvísi en við eigum að venjast. Með sýndarveruleika getum við bæði kennt fólki tungumálið og vanið það við siði fólks á hverjum stað.“

Bylting í tungumálakennslu

Language Tree-verkefnið hlaut sérstakan styrk frá Átaki til atvinnusköpunar frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Það er komið nokkuð styttra á veg en tölvuleikurinn enda bæði nýrra og að mörgu leyti flóknara, þó bæði verkefni séu flókin að þeirra sögn.

„Núna erum við komnir með ákveðinn þverskurð af tölvuleiknum og erum að undirbúa að sýna hann fjárfestum,“ segir Björn en þeir stefna á að leikurinn komi út um mitt næsta ár og eru að svo stöddu að leita að frekari fjármögnun. Hver vill ekki koma inn í mögulega næsta CCP í upphafi?

Spurðir um Language Tree segja þeir aðeins lengra í að því verkefni ljúki.

„Eitthvað lengra er í endanlega útgáfu af Language Tree en þar erum við að fara inn á svolítið ókortlagt svið sýndarveruleika.

Eitt er þó alveg víst, að verði Language Tree að veruleika getur það breytt nálgun okkar í tungumálakennslu.“ Það gæti orðið bylting í tungumálakennslu að þeirra mati.

„Tungumál lærist best þegar við förum og erum inn í menningarheimi tungumálsins. Skólabækur, eins mikilvægar og þær kunna að vera, koma aldrei í staðinn fyrir upplifunina. Með sýndarveruleika getum við fært hvaða menningarheim sem er heim í stofu til þín,“ segir Björn sem vonar að Language Tree eigi eftir að verða grunnurinn að bættum samskiptum fólks um allan heim.

Innlent »

Loka Fóðurblöndunni á Egilsstöðum

17:56 Verslun Fóðurblöndunnar á Egilsstöðum verður lokað um mánaðamótin. Ákvörðunin var tekin í kjölfar nokkurra ára tapreksturs.   Meira »

Ferðir féllu niður í dag

17:21 „Í gær urðu verulegar tafir og í dag voru felldar niður ferðir,“ segir Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips, um áhrif óveðursins á vöruflutninga fyrirtækisins. Bíll frá Flytjanda, fór út af veginum í Bólstaðarhlíðarbrekku í gær. Meira »

„Alvarlegt tjón fyrir samfélagið“

17:14 Bæjarstórn Stykkishólmsbæjar skorar á Sæferðir og Eimskip að leita leiða til að hraða viðgerð á ferjunni Baldri eða finna annað skip til að sigla um Breiðafjörð. Fram hefur komið að ferjan Baldur verður í viðgerð næstu vikurnar. Meira »

Báðar stúlkurnar með meðvitund

16:47 Unglingsstúlkurnar tvær sem fundust meðvitundarlausar í miðbænum í gærkvöldi eru komnar til meðvitundar. Lögreglan hefur rætt stuttlega við aðra stúlkun en ekki hina. Guðmundur Páll Jónsson lögreglufulltrúi staðfestir þetta í samtali við mbl.is. Meira »

Tékklistar og hagnýt húsráð

16:30 Heima er fyrsta bók Sólrúnar og er hún uppfull af gagnlegum ráðum sem einfalt er að tileinka sér. Í bókinni tekur hún fyrir helstu þætti heimilisins og kennir skilvirkar aðferðir til að halda því hreinu og fallegu án mikillar fyrirhafnar. Meira »

Gæti orðið öflug atvinnugrein

15:54 Félag skógareigenda á Suðurlandi hyggst á morgun kynna niðurstöður af vinnu síðustu mánaða við að kanna grundvöll fyrir því að koma á fót vinnslu skógarafurða úr sunnlenskum skógum. Meira »

Mjög dregið úr brottkasti

15:08 Mjög hefur dregið úr brottkasti á liðnum árum segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, á Facebook-síðu sinni. Vísar hún þar til funda sem hún hefur átt í kjölfar umfjöllunar fréttaskýringaþáttarins Kveiks um brottkast og vigtunarmál með ráðuneytisstarfsmönnum, forstjóra Hafrannsóknastofnunar og Fiskistofu þar sem fram hafi komið að allar rannsóknir bentu til þess að dregið hafi mjög úr. Meira »

Aðskotahlutur olli rafmagnsleysinu

15:42 Orsök rafmangsleysisins sem varð á Austurlandi í kringum miðnætti í gær virðist vera sú að aðskotahlutur hafi fokið á teinrofa í tengivirki fyrir Eyvindarárlínu 1. Meira »

Holtavörðuheiði gæti opnast síðar í dag

15:07 Búist er við því að Holtavörðuheiði verði opnuð síðar í dag. Reiknað er með því að Öxnadalsheiði verði ekki opnuð fyrr en í fyrramálið. Fjallvegir á Norðausturlandi verða líklega ekki opnaðir fyrr en líður á morguninn en samkvæmt veðurspá mun veðrið ekki ganga niður að ráði fyrr en með morgni. Meira »

Flýði lögregluna og ók á hús

14:38 Karlmaður á þrítugsaldri missti stjórn á bifreið sinni þegar hann reyndi að flýja lögregluna og ók á gamla Austurbæjarbíó í Reykjavík. Ökumaðurinn og farþegi voru í kjölfarið handteknir. Grunur var um að ökumaðurinn væri undir stýri eftir að hafa verið sviptur ökuréttindum. Meira »

Krafa um 300 milljónir „fráleit“

14:34 „Krafa gerðarþola um 300 milljón króna tryggingu er fráleit,“ segir Lúðvík Örn Steinarsson, lögmaður eigenda meirihluta eigna í húsnæði við Bíldshöfða 18. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu féllst í morgun á að setja lögbann á fyrirhugað gistiskýli Útlendingastofnunar. Meira »

Mál Aldísar verður endurflutt

14:30 Endurflytja þarf mál Aldísar Hilmarsdóttur gegn ríkinu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Ástæðan er sú að dómur hefur ekki verið kveðinn upp í málinu átta vikum eftir að aðalmeðferð lauk. Meira »

Kom blóðugur inn í íbúðina

14:07 Karlmaður á fimmtugsaldri var dæmdur í þriggja mánaða óskilorðsbundið fangelsi á þriðjudaginn í Héraðsdómi Vesturlands og til greiðslu miskabóta fyrir húsbrot, líkamsárás og fyrir að hafa „sýnt af sér ógnandi og vanvirðandi háttsemi gagnvart tveimur börnum húsráðenda og valda þeim mikilli hræðslu og andlegu áfalli“. Meira »

Fjölmargar kvartanir yfir Braga

13:37 Hildur J. Gísladóttir, fyrrverandi félagsmálastjóri á Ströndum, segir að forstjóri Barnaverndarstofu hafi beitt sig ofbeldi í starfi sem varð til þess að hún hrökklaðist úr starfi. Þetta kemur fram í facebookfærslu hennar og er ekki eina tilvikið þar sem kvartað er yfir Braga í starfi. Meira »

Póstnúmerum breytt um mánaðamótin

13:12 Pósturinn mun gera nokkrar breytingar á póstnúmerum landsins frá og með næstu mánaðamótum. Sérstakt póstnúmer verður tekið upp á svæðum í dreifbýli sem áður féllu undir sama póstnúmer og næsti þéttbýliskjarni. Meira »

Festu bát við bryggju á Hjalteyri

13:55 Fjórir björgunarsveitarmenn frá Akureyri voru kallaðir að Hjalteyri í morgun vegna báts sem var að losna frá bryggjunni.  Meira »

Kannski er ég bara svona skrýtinn

13:30 „Það er ótrúlega mikill lúxus að fá nokkra daga án ferðalaga þar sem ég get bara verið einn með flyglinum,“ segir Víkingur Heiðar Ólafsson í opnuviðtali við Morgunblaðið. Þar ræðir hann komandi tónleika í Hörpu, næsta disk sinn hjá Deutsche Grammophon og margt fleira. Meira »

15 ára meðvitundarlausar í miðborginni

12:45 Tvær fimmtán ára stúlkur fundust meðvitundarlausar úti við sökum fíkniefnaneyslu í gærkvöldi. Stúlkurnar fundust á tröppum í miðborginni klukkan hálfátta í gærkvöldi eftir að tilkynnt hafði verið um þær til Neyðarlínunnar. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Viðhald fasteigna
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
VIÐHALD FASTEIGNA
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
 
L edda 6017112119 i h&v
Félagsstarf
? EDDA 6017112119 I H&V; Mynd af augl...
Almennt útboð mobile first
Tilboð - útboð
Almennt útboð MOBILE FIR...
Skipulag
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar Sv...
Samþykkt breyting á deiliskipulagi
Tilkynningar
Samþykkt breyting á deiliskipulagi Da...