Vilhjálmur Íslandsmeistari í skrafli

Vilhjálmur Þorsteinsson - Íslandsmeistari í skrafli 2017, Reynir Hjálmarsson í …
Vilhjálmur Þorsteinsson - Íslandsmeistari í skrafli 2017, Reynir Hjálmarsson í öðru sæti og Guðmundur Rúnar Svansson í því þriðja. Ljósmynd/Gísli Ásgeirsson

Vilhjálmur Þorsteinsson stóð uppi sem sigurvegari á Íslandsmótinu í skrafli 2017 eftir tvísýna úrslitaviðureign við Heiðbjörtu Ídu Friðriksdóttur. Er þetta í annað sinn sem Vilhjálmur vinnur titilinn.

Til marks um hve jafnt og spennandi mótið var þá fór Heiðbjört niður í fjórða sætið eftir tapið gegn Vilhjálmi. Reynir Hjálmarsson hafnaði í öðru sæti og Guðmundur Rúnar Svansson í því þriðja, en hvorugur þeirra átti möguleika á titlinum fyrir lokaumferðina.

Heiðbjört Ída Friðriksdóttir og Vilhjálmur Þorsteinsson í úrslitaviðureigninni.
Heiðbjört Ída Friðriksdóttir og Vilhjálmur Þorsteinsson í úrslitaviðureigninni. Ljósmynd/Gísli Ásgeirsson

Steinþór Sigurðsson átti stigahæstu lögn mótsins, en hann lagði niður orðið ÓFÁGUÐU og fékk fyrir það 115 stig.

Þetta er fimmta árið sem Skraflfélag Íslands stendur fyrir Íslandsmóti í skrafli. Í ár komu saman 17 skraflarar í Íþöku, bókasafni MR, til að eiga í tveggja daga orðaskaki, en mótið fer þannig fram að leiknar eru tíu umferðir á tveimur dögum Í formi einvígja. Sá sem flesta vinninga hlýtur að þeim loknum er Íslandsmeistari í skrafli. Í ár hlaut Vilhjálmur Þorsteinsson átta vinninga sem dugðu honum til sigurs. 

Vilhjálmur Þorsteinsson - Íslandsmeistari í skrafli 2017 og Reynir Hjálmarsson, …
Vilhjálmur Þorsteinsson - Íslandsmeistari í skrafli 2017 og Reynir Hjálmarsson, formaður Skraflfélags Íslands. Ljósmynd/Gísli Ásgeirsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert