„Ekkert í lögum sem bannar þetta“

Jón Steinar Gunnlaugsson.
Jón Steinar Gunnlaugsson.

Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi dómari við Hæstarétt, viðurkennir að hafa reynt að að hafa áhrif á niðurstöðu dómsins yfir Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu, með því að afhenda dómurum sem dæmdu í málinu í Hæstarétti minnisblað með lögfræðilegum upplýsingum. Baldur var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir innherjasvik árið 2012, en Jón Steinar var vanhæfur í málinu vegna vináttu sinnar við Baldur.

Greint var frá því í fréttum RÚV í kvöld að Jón Steinar viðurkenndi að hafa beitt samdómara sína þrýstingi í málinu og í stefnu Benedikts Bogasonar hæstaréttardómara á hendur Jóni Steinari, sem RÚV vitnar í, eru þessi afskipti sögð brot á lögum um dómstóla. Benedikt hefur stefnt Jóni Steinari fyrir meiðyrði, vegna ummæla sem hann lætur falla í nýútkominni bók sinni; Með lognið í fangið.

„Þarna er verið að upplýsa um það sem stefnandi telur greinilega vera voðalega mikið mál; að ég hafi afhent dómurunum, áður en þeir dæmdu mál Baldurs Guðlaugssonar, þetta minnisblað,“ segir Jón Steinar í samtali við mbl.is „Ef það er þrýstingur, að reyna að fá menn til þess að skilja lagagrundvöllinn í máli, þá beitti ég þá þrýstingi.“ Aðspurður segist Jón Steinar ekki hafa reynt að hafa áhrif á niðurstöðu málsins með öðrum hætti.

„Þegar dómsforseti kom til mín og kveinkaði sér undan því að ég skyldi hafa afhent þetta blað, þá lét ég af öllum slíkum afskiptum. Ég fann að það var einhver andúð á því, sem var engin ástæða til.“

En þú vildir með því reyna að hafa áhrif á niðurstöðu dómsins?

„Já, ég taldi sjálfur að það stæðist ekki að sakfella þennan mann í þessu máli og hafði fyrir því lögfræðileg rök, þó að  hann sé vinur minn. Það eina sem ég gerði var að leggja til þeirra lögfræðilegar röksemdir, ekki erindi um að þeir ættu að sýkna Baldur af einhverjum huglægum ástæðum.“

„Á þessu blaði er ekkert annað en lögfræði“

Í minnisblaðinu sem um ræðir, og sjá má hér að neðan, varpar Jón Steinar fram nokkrum lögfræðilegum spurningum sem snerta sakarefnið í málinu gegn Baldri, og svarar þeim jafnframt.

„Á þessu blaði er ekkert annað en lögfræði. Það er verið að spyrja lögfræðilegra spurninga sem skipta máli fyrir meðferð málsins og veitt svör við þeim, sem eru nú sennilega að langmestu leyti augljóst þegar menn horfa á þau. Þegar ég afhenti þeim þetta blað þá var komin upp af þeirra hálfu, einhvers konar vísbending um það að þeir ætluðu að fara að fremja vont dómaraverk með því að dæma þennan mann að ósekju fyrir það sem hann var ákærður fyrir.“

Jón Steinar segir að tilvist minnisblaðsins, og það að hann hafi látið dómarana fá það áður en þeir kváðu upp dóminn, sýni betur en nokkuð annað hversu einbeittir þeir voru í því að sakfella Baldur, sama hvað lögfræðin segði.

„Þó að þeir fengju þarna augljósar vísbendingar um að það stæðist ekki að sakfella manninn, þá gerðu þeir það samt. Það er enn frekari vísbending um að þeir voru búnir að ákveða niðurstöðu málsins fyrifram.“

Algengt að dómrarar tali saman

Í stefnu Benedikts Bogasonar á hendur Jóni Steinari eru þessi afskipti sögð brot á lögum, líkt og áður segir. „Það er fjarri öllu sanni,“ segir Jón Steinar. „Það er ekkert í lögum sem bannar þetta og það er mjög algengt að dómarar í Hæstarétti tali saman um dómsmálin, líka við þá sem ekki sitja í viðkomandi máli.“

Jón Steinar bendir á að Baldur sé vissulega vinur hans og hann hafi haft áhuga málinu þar sem hann þóttist sjá að það ætti að fara að fremja á honum dómsmorð.

„Ég lét það eftir mér að senda þeim þessa lögfræðilegu punkta, ef það hefði mátt opna augu þeirra, en allt kom fyrir ekki. Hafi eitthvað verið að því af minni hálfu að senda þeim þetta lögfræðilega skjal, hvað má þá segja um dóminn sem þeir kváðu upp.“

Hér fyrir neðan má sjá minnisblað Jóns Steinars:

Spurning: Er refsivert að selja hlutabréf ef sá sem selur veit eitthvað (neikvætt) um hlutafélagið sem „markaðurinn“ veit ekki?

Svar: Nei. Þetta er því aðeins refsivert, að um sé að ræða innherjaupplýsingar og sá sem selur teljist vera innherji. (Hér má hafa í huga að verðbréfamarkaður byggist hreinlega á því að þeir sem eiga viðskipti með hlutabréf hafi mismunandi vitneskju og skoðanir um viðkomandi hlutafélag; ekkert er athugavert við þetta nema annar þeirra búi yfir innherjaupplýsingum).

 

Spurning: Hvað eru þá innherjaupplýsingar?

Svar: Þær upplýsingar sem efnislega uppfylla skilgreiningu 120 gr. laganna („nægilega tilgreindar upplýsingar“) og skylt er að birta almenningi samkvæmt 1. mgr. 122. gr. Upplýsingarnar falla aðeins undir skilgreininguna fram að birtingu þeirra (síðari málsliður 121. gr.).

 

Spurning: Voru það innherjaupplýsingar í LÍ, að breskir og hollenskir eftirlitsaðilar með fjármálafyrirtækjum létu í ljós áhyggjur af því að innistæðutryggingakerfi bankans væri ófullnægjandi fyrir hagsmuni innlánseigenda á Icesave reikningum í þessum löndum?

Svar: Nei. Almenningi var kunnugt um hvernig innistæðutryggingakerfi LÍ var fyrir komið. Hugleiðingar og tilmæli hinna erlendu eftirlitsaðila sem lutu að þessu geta ekki hafa verið tilkynningaskyldar, fyrr en þessir aðilar tóku formlegar ákvarðanir innan valdheimilda sinna um að takmarka starfsemi LÍ í þessum löndum. Sjálfsagt hefði LÍ orðið skylt að birta upplýsingar um slíkar ákvarðanir almenningi ef þær hefðu verið teknar.

 

Spurning: Hvað þarf að liggja fyrir til þess að manni verði refsað samkvæmt 123. gr.?

Svar: A. Tilgreina verður nákvæmlega með fullnægjandi rökstuðningi hvaða upplýsingar bar að birta almenningi (vafaatriði ber að túlka sakborningi í hag samkvæmt almennum reglum). B. Hinn sakaði maður verður að teljast hafa verið innherji (121. gr.). C. Sanna verður að hann hafi búið yfir upplýsingunum þegar hann seldi (123.1 gr.).

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Áfram stórhríð og vindur

Í gær, 22:44 Vakin er athygli á því að viðvaranir vegna stórhríðar og vinds eru í gildi fram á morgundaginn en hvassast er austast á landinu, þar sem appelsínugul viðvörun er í gildi. Meira »

„Öll vanskil þurrkuð upp“

Í gær, 21:54 Fráfarandi stjórn Pressunnar hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem samskipti hennar við forsvarsmenn Fjárfestafélagsins Dalsins eru rakin. Í henni er vísað á bug þeim ávirðingum sem bornar voru á Björn Inga Hrafnsson og aðra fráfarandi stjórnarmeðlimi Pressunnar. Meira »

Sex þýðendur tilnefndir

Í gær, 21:17 Tilnefningar til Íslensku þýðingaverðlaunanna voru opinberaðar nú síðdegis. Verðlaunin fyrir vandaða þýðingu á fagurbókmenntaverki hafa verið veitt árlega frá 2005 en til þeirra var stofnað til að vekja athygli á ómetanlegu framlagi þýðenda til íslenskra bókmennta.   Meira »

„Fólk er bara heima að sötra kakó“

Í gær, 21:12 Þrátt fyrir að norðanáttin sé nú í hámarki er lítið um að vera hjá björgunarsveitum um land allt. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi hjá Landsbjörg, segir að svo virðist sem fólk hafi farið að fyrirmælum um að halda sig heimavið. Meira »

Vann 1,2 milljarða króna

Í gær, 20:59 Hepp­inn lottó­spil­ari er rúm­um 1,2 millj­örðum króna rík­ari eft­ir út­drátt­inn í Eurojackpot í kvöld en hann sit­ur einn að fyrsta vinn­ingi kvölds­ins. Vinn­ings­miðinn var keypt­ur í Dan­mörku. Meira »

Skoða frekari forðaöflun

Í gær, 20:22 „Við ætlum að mæla holuna betur og skoða hvernig við förum í frekari forðaöflun fyrir Rangárveitur,“ segir Ólöf Snæhólm hjá Veitum en í vikunni var hætt bor­un í landi Götu við Lauga­land til að afla heits vatns fyrir Rangárþing ytra og eystra og Ása­hrepp. Ekkert heitt vatn fannst í þessari borun. Meira »

Umdeildur sjónvarpsdoktor

Í gær, 20:09 Dr. Phil, fullu nafni Phillip Calvin McGraw, er einhver frægasti sjónvarpsmaður samtímans og orðinn einn sá auðugasti eftir um tvo áratugi í bransanum. Um árabil hafa Íslendingar getað fylgst með þessum sköllótta „besservisser“ með yfirskeggið veita gestum sínum misdjúp hollráð, núna í Sjónvarpi Símans. Slagorð þáttarins er: „Öruggur staður til að ræða erfið mál“. Meira »

Björn Ingi sakaður um hótanir

Í gær, 20:19 Nýkjörin stjórn Pressunnar segir í yfirlýsingu að grunur leiki á um að eftir sölu á helstu eignum fyrr í haust, hafi kröfuhöfum verið mismunað og að misfarið hafi verið með fjármuni félagsins. Við það hafi lög verið brotin. Björn Ingi Hrafnsson er í yfirlýsingunni borin þungum sökum. Meira »

Segir farið í manninn en ekki boltann

Í gær, 19:26 Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, tengir ásakanir barnaverndar á höfuðborgarsvæðinu við hugsanlega áminningu og segir að það sé farið í manninn en ekki boltann. Meira »

Þéttur éljagangur í kvöld

Í gær, 18:44 „Veðrið nær hámarki núna næstu eina til tvær klukkustundirnar og verður þannig í kvöld og fram á nóttina,“ segir Teitur Arason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Hann segir að veðrið gangi smám saman niður á morgun. Meira »

Textar Cohens henta kirkjum

Í gær, 18:36 „Ég heillaðist af boðskapnum í lögum Leonards Cohens fyrir 10 árum. Cohen dó fyrir ári og mér fannst tilvalið að heiðra tónlist hans og textasmíð í sérstakri Cohen-messu,“ segir Keith Reed, starfandi tónlistarstjóri Ástjarnarkirkju fram á næsta vor Meira »

Opna ekki aftur fyrir 1. desember

Í gær, 18:29 Zúistar hyggjast ekki opna aftur fyrir endurgreiðslu sóknargjalda áður en frestur til að skipta um trúfélag, vegna sóknargjalda næsta árs, rennur út. Þetta má lesa úr svari Ágústs Arnars Ágústssonar, forstöðumanns Zuism á Íslandi. Hann segir „ólíkleg að niðurstaða um að opna aftur komi fyrir 1.des.“ Meira »

Loka Fóðurblöndunni á Egilsstöðum

Í gær, 17:56 Verslun Fóðurblöndunnar á Egilsstöðum verður lokað um mánaðamótin. Ákvörðunin var tekin í kjölfar nokkurra ára tapreksturs.   Meira »

„Alvarlegt tjón fyrir samfélagið“

Í gær, 17:14 Bæjarstórn Stykkishólmsbæjar skorar á Sæferðir og Eimskip að leita leiða til að hraða viðgerð á ferjunni Baldri eða finna annað skip til að sigla um Breiðafjörð. Fram hefur komið að ferjan Baldur verður í viðgerð næstu vikurnar. Meira »

Tékklistar og hagnýt húsráð

Í gær, 16:30 Heima er fyrsta bók Sólrúnar og er hún uppfull af gagnlegum ráðum sem einfalt er að tileinka sér. Í bókinni tekur hún fyrir helstu þætti heimilisins og kennir skilvirkar aðferðir til að halda því hreinu og fallegu án mikillar fyrirhafnar. Meira »

Ferðir féllu niður í dag

Í gær, 17:21 „Í gær urðu verulegar tafir og í dag voru felldar niður ferðir,“ segir Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips, um áhrif óveðursins á vöruflutninga fyrirtækisins. Bíll frá Flytjanda, fór út af veginum í Bólstaðarhlíðarbrekku í gær. Meira »

Báðar stúlkurnar með meðvitund

Í gær, 16:47 Unglingsstúlkurnar tvær sem fundust meðvitundarlausar í miðbænum í gærkvöldi eru komnar til meðvitundar. Lögreglan hefur rætt stuttlega við aðra stúlkun en ekki hina. Guðmundur Páll Jónsson lögreglufulltrúi staðfestir þetta í samtali við mbl.is. Meira »

Gæti orðið öflug atvinnugrein

Í gær, 15:54 Félag skógareigenda á Suðurlandi hyggst á morgun kynna niðurstöður af vinnu síðustu mánaða við að kanna grundvöll fyrir því að koma á fót vinnslu skógarafurða úr sunnlenskum skógum. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Trúlofunar- og giftingarhringar í úrvali
Auk gullhringa eigum við m.a. hvítagull, silfur og titaniumpör á fínu verði. Dem...
PÚSTKERFI Á HAGSTÆÐU VERÐI
Eigum fyrirlyggjandi PÚSTKERFI í flestar tegundir bifreiða. Einnig STÝRISLIÐI ...
PL Crystal Line, heitustu úrin í Paris.
Með SWAROVSKI kristals skífu, 2ja ára ábyrgð. Sama verð og í heimalandinu 16 til...
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar gerðir, oftast afgreiddar samdægurs, verð frá kr. 13.900,- Sími 848 3215...
 
L edda 6017112119 i h&v
Félagsstarf
? EDDA 6017112119 I H&V; Mynd af augl...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og g...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...