Ferðamannaleiðin gæti opnast 2019

Dalalæða yfir Skjálfanda. Vinna er í fullum gangi við undirbúning …
Dalalæða yfir Skjálfanda. Vinna er í fullum gangi við undirbúning verkefnisins um ferðamannaveg meðfram strandlengju Norðurlands, sem hefur fengið heitið Norðurstrandarleið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mikill gangur er á verkefninu Norðurstrandarleið eða Arctic Coast Way, sem hefur að markmiði að draga athygli ferðamanna að strandlengjunni meðfram Norðurlandi, allt frá Húnaflóa til Bakkafjarðar.

Verkefnið, sem er á vegum Markaðsstofu Norðurlands með þátttöku sveitarfélaga og fleiri aðila í ferðaþjónustu, er byggt á fyrirmyndum um ferðamannavegi, sem þekktir eru víða erlendis, til að vekja athygli ferðamanna á áhugaverðum stöðum á leiðinni.

Sérstök verkefnisstjórn hefur gefið út aðra áfangaskýrslu sína um framgang verkefnisins. Alls eru 17 sveitarfélög nú tengd verkefninu, að því er fram kemur í umfjöllun um áform þessi í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert