Fjölgun listeríu- og salmónellutilfella

Þeir sem eru í áhættuhópi fyrir listeríu ættu ekki að ...
Þeir sem eru í áhættuhópi fyrir listeríu ættu ekki að borða hráan fisk. Heiðar Kristjánsson

Á síðastliðnu misseri hefur fjöldi tilfella af bæði listeríu (Listeria monocytogenes) og salmónellu (Salmonella Typhimurium) aukist í fólki. Uppruni sýkinganna er enn óljós og vinnur Matvælastofnun nú að því að rekja upprunann í samvinnu við sóttvarnalækni, að segir í tilkynningu frá Matvælastofnun.

Brýnt er fyrir neytendum að verjast smiti með réttri meðhöndlun matvæla og kynna sér hvaða matvæli fólk í áhættuhópum ætti að vera vakandi fyrir, til að lágmarka áhættu með tilliti til listeríu. Í áhættuhóp eru aldraðir, barnshafandi konur, ung börn og fólk með skert ónæmiskerfi. Einstaklingar úr áhættuhóp ættu að varast að borða, reyktan og grafinn fisk,  hráan fisk, hrátt kjöt, ósoðin og/eða lítið hitaðan mat.

Við hagstæðar aðstæður getur bakterían fjölgað sér

Á þessu ári  hafa tilfelli af matarsýkingum af völdum listeríu verið óvenjumörg, miðað við síðustu ár, og því ákvað Matvælastofnun samvinnu við sóttvarnarlækni að kanna hvort um matarborna sjúkdómshrinu gæti verið að ræða. Þeir sem veiktust voru allir í áhættuhóp. Faraldsfræðilegar rannsóknir standa nú yfir og því er ekki hægt að segja til um, hver uppruninn er og þá hvort að hann sé sá sami í öllum tilfellum. 

Matvælastofnun brýnir fyrir matvælaframleiðendum að sinna sýnatökum sem þeim er skylt að viðhafa og mun fylgja því eftir með eftirliti. Stofnunin hefur einnig endurskoðað leiðbeiningar um sýnatökur vegna listeríu og hvetur matvælafyrirtæki til að kynna sér þær. 

Listería er baktería sem er til staðar í náttúrunni, meðal villtra dýra, plantna og í jarðvegi. Ef bakterían berst með einhverjum hætti í matvæli og aðstæður eru henni hagstæðar til fjölgunar, getur hún orðið hættuleg neytendum, einkum þeim sem eru veikir fyrir.

Flestir stofnanna mjög skyldir

Í ágúst og september var aukning á matarsýkingum af völdum salmónellu. Nýlega kom í ljós við stofnagreiningu bakteríunnar að flestir stofnanna virðast mjög skyldir og því má vænta að uppruninn sé sá sami. Þó er ekki hægt að fullyrða að allir aðilar hafi smitast af sömu matvöru, því mynstrið sem kom fram í stofnagreiningunni er tiltölulega algengt í Evrópu. Frábrugðið mynstur kom fram í einu tilfelli, en það mynstur hefur fundist hér á landi við eftirlit við slátrun svína og er einnig algengt erlendis. Því er ekki hægt að slá því föstu að svo stöddu, hvort smitið sé frá innlendum eða innfluttum  matvælum. 

Matvælastofnun vinnur að nánari faraldsfræðilegri greiningu, í samvinnu við sóttvarnarlækni, til að reyna að komast nær uppruna sýkinganna, m.a  með heilraðgreiningum og samanburði við aðra  stofna af salmónellu bæði hérlendis og erlendis.     

Þekkt er að svínakjöt, líkt og alifuglakjöt, eru matvæli með aukna áhættu með tilliti til salmónellu og því er mikið opinbert eftirlit og forvörnum beitt til að lágmarka að smitaðar afurðir berist á markað. Salmónella í svínakjötsframleiðslu er viðvarandi vandamál hérlendis og víða erlendis, því ber ávallt að meðhöndla svínakjöt samkvæmt því. 

Matvælastofnun vill benda neytendum á að þrátt fyrir fyrirbyggjandi aðgerðir og öflugt eftirlit er aldrei hægt að koma fyllilega í veg fyrir salmónellu í kjöti. Neytendur þurfa því ætíð að hafa hugfast að hrátt kjöt geti verið mengað af sjúkdómsvaldandi örverum. Ávallt ber því að meðhöndla hrátt kjöt með tilliti til þessa og gæta fyllsta hreinlætis við matreiðslu, koma í veg fyrir krosssmit úr hráu kjöti í matvæli sem tilbúin eru til neyslu og huga að því að kjötið sé nægilega vel eldað/hitað, sér í lagi svína- og alifuglakjöt.

mbl.is

Innlent »

Þrír klukkutímar í engu skyggni

09:22 Björgunarsveitin Húni var um þrjá klukkutíma að komast frá Hvammstanga upp á Holtavörðuheiði til að aðstoða fólk sem hafði fest bíla sína í ófærðinni. „Þetta var mjög seinfarið,” segir Gunnar Örn Jakobsson, formaður Björgunarsveitarinnar Húna. Meira »

Skildu sjö flutningabíla eftir

08:35 Aðgerðum björgunarsveita vegna ófærðar á Holtavörðuheiði er lokið. Fimm bílar voru sendir frá björgunarsveitunum Oki, Brák og frá Akranesi með um tíu björgunarsveitarmönnum. Sjö flutningabílar voru skildir eftir á heiðinni en nokkrir fólksbílar losaðir. Meira »

Telur Ara fróða höfundinn

08:18 „Ég hugsa að þetta verði kannski viðurkennt einhvern tímann en það verður sennilega eftir minn dag,“ segir Páll Bergþórsson veðurfræðingur. Meira »

Áfram vont veður víða

07:59 Veðrið á Holtavörðuheiði og þar í grennd mun ekki ganga niður fyrr en eftir um 1-2 tíma, sagði Haraldur Eiríksson, veðurfræðingur Veðurstofunnar, í samtali við mbl.is rétt fyrir klukkan 8 í morgun. Meira »

Skattahækkanir bætast við

07:57 Útsöluverð á bensínlítra mun hækka í 214,3 krónur um áramótin og verð á dísillítra í 218,85 krónur ef fyrirhugaðar skattahækkanir verða að veruleika. Meira »

Óhætt að tína krækling í fjöru

07:37 Fólki er nú óhætt að halda niður í fjöru í þeim tilgangi að tína þar krækling sér til matar, að því er fram kemur á heimasíðu Matvælastofnunar. Meira »

Bílar fastir á Holtavörðuheiði

06:51 Nokkur fjöldi bíla situr fastur vegna ófærðar á Holtavörðuheiði og eru björgunarsveitir komnar til aðstoðar. Vegurinn um heiðina er nú lokaður. „Það er búið að vera kolvitlaust veður í nótt,“ segir Gunnar Örn Jakobsson, formaður Björgunarsveitarinnar Húna. Meira »

Eiga ekki fyrir útborgun

07:35 Fjárhagsstaða leigjenda hefur batnað sl. 2 ár en samt hafa þeir ekki efni á að kaupa íbúð. Hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði segir leigumarkaðinn óheilbrigðan þegar fólk ver að meðaltali 42% ráðstöfunartekna í leigu. „Húsnæði er mannréttindi en ekki hefðbundin markaðsvara,“ segir hann. Meira »

Skoða jökulinn úr geimnum

06:12 Gervitungl Evrópsku geimferðastofnunarinnar, ESA, hefur myndað yfirborð Öræfajökuls reglulega síðustu vikur og á þeim myndum má sjá þá þróun sem átt hefur sér stað. Meira »

Vara við snjókomu og vindi

05:56 Útlit er fyrir hvassa norðanátt næstu daga með snjókomu eða éljum norðan- og austanlands, en varasömum vindstrengjum á sunnanverðu landinu. Meira »

Ók á hús í Árbæ

05:51 Í gærkvöldi var ekið á hús í Hraunbæ í Árbæjarhverfi. Ökumaður og farþegi voru handteknir í kjölfarið.  Meira »

Kaflaskil í verðbólguþróun

05:30 Vísbendingar eru um að vægi húsnæðisliðarins í verðbólgu muni fara minnkandi á næstunni. Sá liður hefur verið drifkraftur verðbólgu. Án hans hefði verið verðhjöðnun á Íslandi samfellt frá því í júlí í fyrra. Meira »

Greiða sífellt meira til FME

05:30 Íslenskir lífeyrissjóðir munu greiða rúmar 304 milljónir króna til Fjármálaeftirlitsins í formi eftirlitsgjalda á þessu ári.  Meira »

Geti átt lögheimili í frístundabyggð

05:30 Starfshópur sem vinnur að endurskoðun laga um lögheimili og tilkynningu aðsetursskipta hefur til skoðunar að einstaklingum verði heimilað að skrá lögheimili sitt í frístundabyggðum og í atvinnuhúsnæði. Meira »

Annað símanúmer birtist

05:30 Viðskiptavinur Vodafone lenti í þeirri furðulegu uppákomu á dögunum að þegar hann hringdi úr heimasíma sínum í móður sína birtist annað númer á skjánum hjá henni en hann hringdi úr. Meira »

Viðbúnaður í endurskoðun

05:30 Komi ekki frekari upplýsingar frá vísindamönnum um hættu á eldgosi í Öræfajökli væntir lögregla þess að í dag megi aflétta viðbúnaðarstigi við fjallið. Meira »

Formenn funduðu fram á kvöld

05:30 Stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Vinstri-grænna og Framsóknarflokks héldu áfram í gær og miðar vel, að því er framkemur í Morgunblaðinu í dag. Meira »

Tilboð í Eldvatnsbrú yfir áætlunum

05:30 Þau tvö tilboð sem bárust í byggingu nýrrar brúar yfir Eldvatn við Eystri-Ása í Skaftártungu og 920 metra vegarspotta að henni eru langt yfir kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Nýkomið fullt af spennandi vöru
NÝKOMIÐ - fullt af spennandi vöru MATILDA - F-J skálar á kr. 7.990,- CATE - DD-J...
 
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Aðalfundur Vör...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9 og gö...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og f...