Fjölgun listeríu- og salmónellutilfella

Þeir sem eru í áhættuhópi fyrir listeríu ættu ekki að ...
Þeir sem eru í áhættuhópi fyrir listeríu ættu ekki að borða hráan fisk. Heiðar Kristjánsson

Á síðastliðnu misseri hefur fjöldi tilfella af bæði listeríu (Listeria monocytogenes) og salmónellu (Salmonella Typhimurium) aukist í fólki. Uppruni sýkinganna er enn óljós og vinnur Matvælastofnun nú að því að rekja upprunann í samvinnu við sóttvarnalækni, að segir í tilkynningu frá Matvælastofnun.

Brýnt er fyrir neytendum að verjast smiti með réttri meðhöndlun matvæla og kynna sér hvaða matvæli fólk í áhættuhópum ætti að vera vakandi fyrir, til að lágmarka áhættu með tilliti til listeríu. Í áhættuhóp eru aldraðir, barnshafandi konur, ung börn og fólk með skert ónæmiskerfi. Einstaklingar úr áhættuhóp ættu að varast að borða, reyktan og grafinn fisk,  hráan fisk, hrátt kjöt, ósoðin og/eða lítið hitaðan mat.

Við hagstæðar aðstæður getur bakterían fjölgað sér

Á þessu ári  hafa tilfelli af matarsýkingum af völdum listeríu verið óvenjumörg, miðað við síðustu ár, og því ákvað Matvælastofnun samvinnu við sóttvarnarlækni að kanna hvort um matarborna sjúkdómshrinu gæti verið að ræða. Þeir sem veiktust voru allir í áhættuhóp. Faraldsfræðilegar rannsóknir standa nú yfir og því er ekki hægt að segja til um, hver uppruninn er og þá hvort að hann sé sá sami í öllum tilfellum. 

Matvælastofnun brýnir fyrir matvælaframleiðendum að sinna sýnatökum sem þeim er skylt að viðhafa og mun fylgja því eftir með eftirliti. Stofnunin hefur einnig endurskoðað leiðbeiningar um sýnatökur vegna listeríu og hvetur matvælafyrirtæki til að kynna sér þær. 

Listería er baktería sem er til staðar í náttúrunni, meðal villtra dýra, plantna og í jarðvegi. Ef bakterían berst með einhverjum hætti í matvæli og aðstæður eru henni hagstæðar til fjölgunar, getur hún orðið hættuleg neytendum, einkum þeim sem eru veikir fyrir.

Flestir stofnanna mjög skyldir

Í ágúst og september var aukning á matarsýkingum af völdum salmónellu. Nýlega kom í ljós við stofnagreiningu bakteríunnar að flestir stofnanna virðast mjög skyldir og því má vænta að uppruninn sé sá sami. Þó er ekki hægt að fullyrða að allir aðilar hafi smitast af sömu matvöru, því mynstrið sem kom fram í stofnagreiningunni er tiltölulega algengt í Evrópu. Frábrugðið mynstur kom fram í einu tilfelli, en það mynstur hefur fundist hér á landi við eftirlit við slátrun svína og er einnig algengt erlendis. Því er ekki hægt að slá því föstu að svo stöddu, hvort smitið sé frá innlendum eða innfluttum  matvælum. 

Matvælastofnun vinnur að nánari faraldsfræðilegri greiningu, í samvinnu við sóttvarnarlækni, til að reyna að komast nær uppruna sýkinganna, m.a  með heilraðgreiningum og samanburði við aðra  stofna af salmónellu bæði hérlendis og erlendis.     

Þekkt er að svínakjöt, líkt og alifuglakjöt, eru matvæli með aukna áhættu með tilliti til salmónellu og því er mikið opinbert eftirlit og forvörnum beitt til að lágmarka að smitaðar afurðir berist á markað. Salmónella í svínakjötsframleiðslu er viðvarandi vandamál hérlendis og víða erlendis, því ber ávallt að meðhöndla svínakjöt samkvæmt því. 

Matvælastofnun vill benda neytendum á að þrátt fyrir fyrirbyggjandi aðgerðir og öflugt eftirlit er aldrei hægt að koma fyllilega í veg fyrir salmónellu í kjöti. Neytendur þurfa því ætíð að hafa hugfast að hrátt kjöt geti verið mengað af sjúkdómsvaldandi örverum. Ávallt ber því að meðhöndla hrátt kjöt með tilliti til þessa og gæta fyllsta hreinlætis við matreiðslu, koma í veg fyrir krosssmit úr hráu kjöti í matvæli sem tilbúin eru til neyslu og huga að því að kjötið sé nægilega vel eldað/hitað, sér í lagi svína- og alifuglakjöt.

mbl.is

Innlent »

Áfram stórhríð og vindur

Í gær, 22:44 Vakin er athygli á því að viðvaranir vegna stórhríðar og vinds eru í gildi fram á morgundaginn en hvassast er austast á landinu, þar sem appelsínugul viðvörun er í gildi. Meira »

„Öll vanskil þurrkuð upp“

Í gær, 21:54 Fráfarandi stjórn Pressunnar hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem samskipti hennar við forsvarsmenn Fjárfestafélagsins Dalsins eru rakin. Í henni er vísað á bug þeim ávirðingum sem bornar voru á Björn Inga Hrafnsson og aðra fráfarandi stjórnarmeðlimi Pressunnar. Meira »

Sex þýðendur tilnefndir

Í gær, 21:17 Tilnefningar til Íslensku þýðingaverðlaunanna voru opinberaðar nú síðdegis. Verðlaunin fyrir vandaða þýðingu á fagurbókmenntaverki hafa verið veitt árlega frá 2005 en til þeirra var stofnað til að vekja athygli á ómetanlegu framlagi þýðenda til íslenskra bókmennta.   Meira »

„Fólk er bara heima að sötra kakó“

Í gær, 21:12 Þrátt fyrir að norðanáttin sé nú í hámarki er lítið um að vera hjá björgunarsveitum um land allt. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi hjá Landsbjörg, segir að svo virðist sem fólk hafi farið að fyrirmælum um að halda sig heimavið. Meira »

Vann 1,2 milljarða króna

Í gær, 20:59 Hepp­inn lottó­spil­ari er rúm­um 1,2 millj­örðum króna rík­ari eft­ir út­drátt­inn í Eurojackpot í kvöld en hann sit­ur einn að fyrsta vinn­ingi kvölds­ins. Vinn­ings­miðinn var keypt­ur í Dan­mörku. Meira »

Skoða frekari forðaöflun

Í gær, 20:22 „Við ætlum að mæla holuna betur og skoða hvernig við förum í frekari forðaöflun fyrir Rangárveitur,“ segir Ólöf Snæhólm hjá Veitum en í vikunni var hætt bor­un í landi Götu við Lauga­land til að afla heits vatns fyrir Rangárþing ytra og eystra og Ása­hrepp. Ekkert heitt vatn fannst í þessari borun. Meira »

Umdeildur sjónvarpsdoktor

Í gær, 20:09 Dr. Phil, fullu nafni Phillip Calvin McGraw, er einhver frægasti sjónvarpsmaður samtímans og orðinn einn sá auðugasti eftir um tvo áratugi í bransanum. Um árabil hafa Íslendingar getað fylgst með þessum sköllótta „besservisser“ með yfirskeggið veita gestum sínum misdjúp hollráð, núna í Sjónvarpi Símans. Slagorð þáttarins er: „Öruggur staður til að ræða erfið mál“. Meira »

Björn Ingi sakaður um hótanir

Í gær, 20:19 Nýkjörin stjórn Pressunnar segir í yfirlýsingu að grunur leiki á um að eftir sölu á helstu eignum fyrr í haust, hafi kröfuhöfum verið mismunað og að misfarið hafi verið með fjármuni félagsins. Við það hafi lög verið brotin. Björn Ingi Hrafnsson er í yfirlýsingunni borin þungum sökum. Meira »

Segir farið í manninn en ekki boltann

Í gær, 19:26 Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, tengir ásakanir barnaverndar á höfuðborgarsvæðinu við hugsanlega áminningu og segir að það sé farið í manninn en ekki boltann. Meira »

Þéttur éljagangur í kvöld

Í gær, 18:44 „Veðrið nær hámarki núna næstu eina til tvær klukkustundirnar og verður þannig í kvöld og fram á nóttina,“ segir Teitur Arason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Hann segir að veðrið gangi smám saman niður á morgun. Meira »

Textar Cohens henta kirkjum

Í gær, 18:36 „Ég heillaðist af boðskapnum í lögum Leonards Cohens fyrir 10 árum. Cohen dó fyrir ári og mér fannst tilvalið að heiðra tónlist hans og textasmíð í sérstakri Cohen-messu,“ segir Keith Reed, starfandi tónlistarstjóri Ástjarnarkirkju fram á næsta vor Meira »

Opna ekki aftur fyrir 1. desember

Í gær, 18:29 Zúistar hyggjast ekki opna aftur fyrir endurgreiðslu sóknargjalda áður en frestur til að skipta um trúfélag, vegna sóknargjalda næsta árs, rennur út. Þetta má lesa úr svari Ágústs Arnars Ágústssonar, forstöðumanns Zuism á Íslandi. Hann segir „ólíkleg að niðurstaða um að opna aftur komi fyrir 1.des.“ Meira »

Loka Fóðurblöndunni á Egilsstöðum

Í gær, 17:56 Verslun Fóðurblöndunnar á Egilsstöðum verður lokað um mánaðamótin. Ákvörðunin var tekin í kjölfar nokkurra ára tapreksturs.   Meira »

„Alvarlegt tjón fyrir samfélagið“

Í gær, 17:14 Bæjarstórn Stykkishólmsbæjar skorar á Sæferðir og Eimskip að leita leiða til að hraða viðgerð á ferjunni Baldri eða finna annað skip til að sigla um Breiðafjörð. Fram hefur komið að ferjan Baldur verður í viðgerð næstu vikurnar. Meira »

Tékklistar og hagnýt húsráð

Í gær, 16:30 Heima er fyrsta bók Sólrúnar og er hún uppfull af gagnlegum ráðum sem einfalt er að tileinka sér. Í bókinni tekur hún fyrir helstu þætti heimilisins og kennir skilvirkar aðferðir til að halda því hreinu og fallegu án mikillar fyrirhafnar. Meira »

Ferðir féllu niður í dag

Í gær, 17:21 „Í gær urðu verulegar tafir og í dag voru felldar niður ferðir,“ segir Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips, um áhrif óveðursins á vöruflutninga fyrirtækisins. Bíll frá Flytjanda, fór út af veginum í Bólstaðarhlíðarbrekku í gær. Meira »

Báðar stúlkurnar með meðvitund

Í gær, 16:47 Unglingsstúlkurnar tvær sem fundust meðvitundarlausar í miðbænum í gærkvöldi eru komnar til meðvitundar. Lögreglan hefur rætt stuttlega við aðra stúlkun en ekki hina. Guðmundur Páll Jónsson lögreglufulltrúi staðfestir þetta í samtali við mbl.is. Meira »

Gæti orðið öflug atvinnugrein

Í gær, 15:54 Félag skógareigenda á Suðurlandi hyggst á morgun kynna niðurstöður af vinnu síðustu mánaða við að kanna grundvöll fyrir því að koma á fót vinnslu skógarafurða úr sunnlenskum skógum. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Skrifstofugámar til sölu
Björgunarsveitin Suðurnes er með 3 vel farna skrifstofugáma til sölu. Upplýsinga...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
falleg innskautsborð flísar með rós í plötu
er með falleg innskotsborð flísar með rós í plötu á 25,000 kr sími 869-2798...
 
Samþykkt breyting á deiliskipulagi
Tilkynningar
Samþykkt breyting á deiliskipulagi Da...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Almennt útboð mobile first
Tilboð - útboð
Almennt útboð MOBILE FIR...