Fleiri mannabreytingar í fjölmiðlanefnd

Dagblöð
Dagblöð mbl.is

Halldóra Þorsteinsdóttir, héraðsdómslögmaður og sérfræðingur við lagadeild Háskólans í Reykjavík, hefur verið skipuð nýr varaformaður fjölmiðlanefndar í stað Huldu Árnadóttur, sem tók við formennsku í nefndinni 20. október síðastliðinn. Halldóra er skipuð samkvæmt tilnefningu Hæstaréttar Íslands

Róbert H. Haraldsson, prófessor í heimspeki og sviðsstjóri kennslusviðs Háskóla Íslands, er jafnframt nýr fulltrúi í fjölmiðlanefnd en hann er skipaður af samstarfsnefnd háskólastigsins, í stað Salvarar Nordal sem tók við stöðu Umboðsmanns barna fyrr á árinu. Þá er Davíð Þorláksson, héraðsdómslögmaður og forstöðumaður samkeppnishæfnisviðs Samtaka atvinnulífsins, nýr varamaður í nefndinni. Skipunartímabil fjölmiðlanefndar er til 31. ágúst 2019.

Skipan fjölmiðlanefndar:

- Hulda Árnadóttir, héraðsdómslögmaður, formaður
- Halldóra Þorsteinsdóttir, héraðsdómslögmaður og sérfræðingur við lagadeild HR, varaformaður
- Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður
- Arna Schram, sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar og fyrrverandi formaður Blaðamannafélags Íslands
- Róbert H. Haraldsson, prófessor í heimspeki og sviðsstjóri kennslusviðs Háskóla Íslands

Varamenn:
- Davíð Þorláksson, héraðsdómslögmaður og forstöðumaður samkeppnishæfnisviðs Samtaka atvinnulífsins
- Marteinn Másson hæstaréttarlögmaður
- Kolbrún Sævarsdóttir héraðsdómari
- Björn Vignir Sigurpálsson, formaður siðanefndar Blaðamannafélags Íslands
- Birgir Guðmundsson, dósent í fjölmiðlafræði við Háskólann á Akureyri

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert