Leita í sjónum úti fyrir Laugarnesi

Lögregla stjórnar leitinni en ekki hefur enn verið staðfest að …
Lögregla stjórnar leitinni en ekki hefur enn verið staðfest að einhver hafi farið í sjóinn. mbl.is/Hjörtur

Slökkvilið og lögregla leita nú í sjónum úti fyrir Laugarneshverfinu, eftir að símtal barst til Neyðarlínunnar á níunda tímanum í kvöld um að einhver hefði farið í sjóinn þar.

Að sögn slökkviliðsins á höfðuborgarsvæðinu var símtalið mjög óljóst og ekki hefur enn verið staðfest að einhver hafi farið í sjóinn, en verið sé að leita af allan grun.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stjórnar aðgerðum á vettvangi og slökkvilið er einnig með mannskap á staðnum og hitamyndavél.

Þá ætla björgunarsveitir einnig að setja út báta til að taka þátt í leitinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert