Næstum tvöföldun frá 2014

Aukin umsvif hafa verið í greinum sem tengjast mannvirkjagerð.
Aukin umsvif hafa verið í greinum sem tengjast mannvirkjagerð. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hagnaður í mannvirkjagerð og tengdum greinum jókst mikið milli ára 2015 og 2016. Til dæmis nærri tvöfaldaðist hagnaður af starfsemi arkitekta og verkfræðinga, fór úr 2,26 milljörðum í 4,38 milljarða.

Þetta má lesa úr nýrri greiningu Hagstofu Íslands á afkomu félaga. Tölurnar eru á föstu verðlagi 2016 og eru sóttar í ársreikninga. Bygging íbúðar- og atvinnuhúsnæðis fellur undir atvinnugreinaflokkinn bygging húsnæðis og þróun byggingarverkefna. Þar jókst hagnaðurinn um 73%, fór úr 9,5 milljörðum í 16,5 milljarða.

Undir mannvirkjagerð heyrir m.a. vegagerð, brúarsmíði, jarðgangagerð, vinna við fráveitukerfi, bygging íþróttamannvirkja og flugvellir. Þar fór hagnaður úr 1,42 milljörðum í 1,6 milljarða og jókst um 12,6%, að því er fram kemur í fréttaskýringu um þetta efni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert