Skipulagsbreytingar hjá Eimskip

Ólafur mun hafa aðsetur í Hollandi eftir breytingarnar.
Ólafur mun hafa aðsetur í Hollandi eftir breytingarnar. Mynd/Eimskip

Skipulagsbreytingar voru í dag kynntar hjá Eimskip og eru þær liður í að ná fram aukinni skilvirkni hjá félaginu, að fram kemur í tilkynningu frá félaginu.

Þar segir að laga þurfi skipuritið að þeim breytingum sem verða í umhverfinu á hverjum tíma og styðji það nú við þann vöxt sem hefur verið í flutningakerfum félagsins, samhliða vexti Eimskips á alþjóðavísu.

Meðal þeirra breytinga sem eiga sér stað er að Ólafur William Hand, sem undanfarin ár hefur sinnt starfi forstöðumanns kynningar- og markaðsdeildar og verið upplýsingafulltrúi félagsins, tekur við starfi forstöðumanns markaðsmála á alþjóðasviði félagsins með aðsetur í Hollandi. Ólafur mun áfram sinna starfi upplýsingafulltrúa Eimskips, líkt og undanfarin ár. Ólafur hefur starfað hjá Eimskip frá árinu 2008 en áður starfaði hann fyrir Ferðamálaráð Íslands með aðsetur í New York. Ólafur er með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík.

Kynningar- og markaðsdeild félagsins hefur verið sameinuð mannauðssviði undir nafninu Mannauðs- og markaðssvið sem Elín Hjálmsdóttir, núverandi framkvæmdastjóri mannauðssviðs, mun stýra. Með sameiningunni er lögð aukin áhersla á að ná fram skilvirkni við rekstur þessara málaflokka bæði á Íslandi og á alþjóðavísu með vaxandi umfangi félagsins og nýjum áherslum sem fylgja kaupum á fyrirtækjum erlendis. Elín hefur starfað að mannauðsmálum hjá Eimskip frá árinu 2004. Hún er með MBA gráðu og B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík.

Þá hefur Hallgrímur Björnsson tekið við starfi forstöðumanns markaðsdeildar. Hallgrímur hefur starfað hjá Eimskip frá byrjun árs 2016 og veitt forstöðu fjölbreyttum sérverkefnum tengdum fjárfestingum erlendis en áður starfaði hann í 10 ár í fjármálageiranum. Hallgrímur er með M.Sc. gráðu í hagfræði og fjármálum frá Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn, B.Sc. gráðu í hag- og viðskiptafræði frá Viðskiptaháskólanum í Árósum auk þess að vera með löggildingu í verðbréfamiðlun.

Söludeild áætlunarflutninga skipt upp í tvær deildir

Jafnframt hefur söludeild áætlunarflutninga verið skipt upp í tvær deildir, annars vegar söludeild útflutnings, strandflutninga og sérverkefna og hins vegar söludeild innflutnings. Allt frá því að félagið var skráð á markað árið 2012 hefur verið stöðugur vöxtur í inn- og útflutningi. Með ofangreindri breytingu er lögð ríkari áhersla á hvorn þátt fyrir sig og tryggja þannig áfram framúrskarandi þjónustu við viðskiptavini Eimskips.

Sigurður Orri Jónsson hefur verið ráðinn í starf forstöðumanns söludeildar útflutnings, strandflutninga og sérverkefna. Sigurður kemur til félagsins að nýju eftir að hafa sinnt starfi framkvæmdastjóra sölusviðs hjá Skeljungi frá árinu 2015. Árin 2003 – 2015 starfaði Sigurður hjá Eimskip, síðast sem framkvæmdastjóri Eimskips í Danmörku með aðsetur í Árósum. Sigurður er með M.Sc. gráðu í International Business Administration og B.Sc. gráðu í Business Administration frá Háskólanum í Álaborg.

Þá hefur Sara Pálsdóttir tekið við starfi forstöðumanns söludeildar innflutnings. Sara hefur starfað hjá Eimskip frá árinu 2011, fyrst sem rekstrarstjóri Herjólfs og síðar á flutningasviði þar sem hún hefur bæði unnið við sölu og þjónustu. Áður starfaði Sara sem sérfræðingur hjá Reckett Benckiser og hjá Landsbankanum í London.

mbl.is

Innlent »

Áfram stórhríð og vindur

Í gær, 22:44 Vakin er athygli á því að viðvaranir vegna stórhríðar og vinds eru í gildi fram á morgundaginn en hvassast er austast á landinu, þar sem appelsínugul viðvörun er í gildi. Meira »

„Öll vanskil þurrkuð upp“

Í gær, 21:54 Fráfarandi stjórn Pressunnar hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem samskipti hennar við forsvarsmenn Fjárfestafélagsins Dalsins eru rakin. Í henni er vísað á bug þeim ávirðingum sem bornar voru á Björn Inga Hrafnsson og aðra fráfarandi stjórnarmeðlimi Pressunnar. Meira »

Sex þýðendur tilnefndir

Í gær, 21:17 Tilnefningar til Íslensku þýðingaverðlaunanna voru opinberaðar nú síðdegis. Verðlaunin fyrir vandaða þýðingu á fagurbókmenntaverki hafa verið veitt árlega frá 2005 en til þeirra var stofnað til að vekja athygli á ómetanlegu framlagi þýðenda til íslenskra bókmennta.   Meira »

„Fólk er bara heima að sötra kakó“

Í gær, 21:12 Þrátt fyrir að norðanáttin sé nú í hámarki er lítið um að vera hjá björgunarsveitum um land allt. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi hjá Landsbjörg, segir að svo virðist sem fólk hafi farið að fyrirmælum um að halda sig heimavið. Meira »

Vann 1,2 milljarða króna

Í gær, 20:59 Hepp­inn lottó­spil­ari er rúm­um 1,2 millj­örðum króna rík­ari eft­ir út­drátt­inn í Eurojackpot í kvöld en hann sit­ur einn að fyrsta vinn­ingi kvölds­ins. Vinn­ings­miðinn var keypt­ur í Dan­mörku. Meira »

Skoða frekari forðaöflun

Í gær, 20:22 „Við ætlum að mæla holuna betur og skoða hvernig við förum í frekari forðaöflun fyrir Rangárveitur,“ segir Ólöf Snæhólm hjá Veitum en í vikunni var hætt bor­un í landi Götu við Lauga­land til að afla heits vatns fyrir Rangárþing ytra og eystra og Ása­hrepp. Ekkert heitt vatn fannst í þessari borun. Meira »

Umdeildur sjónvarpsdoktor

Í gær, 20:09 Dr. Phil, fullu nafni Phillip Calvin McGraw, er einhver frægasti sjónvarpsmaður samtímans og orðinn einn sá auðugasti eftir um tvo áratugi í bransanum. Um árabil hafa Íslendingar getað fylgst með þessum sköllótta „besservisser“ með yfirskeggið veita gestum sínum misdjúp hollráð, núna í Sjónvarpi Símans. Slagorð þáttarins er: „Öruggur staður til að ræða erfið mál“. Meira »

Björn Ingi sakaður um hótanir

Í gær, 20:19 Nýkjörin stjórn Pressunnar segir í yfirlýsingu að grunur leiki á um að eftir sölu á helstu eignum fyrr í haust, hafi kröfuhöfum verið mismunað og að misfarið hafi verið með fjármuni félagsins. Við það hafi lög verið brotin. Björn Ingi Hrafnsson er í yfirlýsingunni borin þungum sökum. Meira »

Segir farið í manninn en ekki boltann

Í gær, 19:26 Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, tengir ásakanir barnaverndar á höfuðborgarsvæðinu við hugsanlega áminningu og segir að það sé farið í manninn en ekki boltann. Meira »

Þéttur éljagangur í kvöld

Í gær, 18:44 „Veðrið nær hámarki núna næstu eina til tvær klukkustundirnar og verður þannig í kvöld og fram á nóttina,“ segir Teitur Arason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Hann segir að veðrið gangi smám saman niður á morgun. Meira »

Textar Cohens henta kirkjum

Í gær, 18:36 „Ég heillaðist af boðskapnum í lögum Leonards Cohens fyrir 10 árum. Cohen dó fyrir ári og mér fannst tilvalið að heiðra tónlist hans og textasmíð í sérstakri Cohen-messu,“ segir Keith Reed, starfandi tónlistarstjóri Ástjarnarkirkju fram á næsta vor Meira »

Opna ekki aftur fyrir 1. desember

Í gær, 18:29 Zúistar hyggjast ekki opna aftur fyrir endurgreiðslu sóknargjalda áður en frestur til að skipta um trúfélag, vegna sóknargjalda næsta árs, rennur út. Þetta má lesa úr svari Ágústs Arnars Ágústssonar, forstöðumanns Zuism á Íslandi. Hann segir „ólíkleg að niðurstaða um að opna aftur komi fyrir 1.des.“ Meira »

Loka Fóðurblöndunni á Egilsstöðum

Í gær, 17:56 Verslun Fóðurblöndunnar á Egilsstöðum verður lokað um mánaðamótin. Ákvörðunin var tekin í kjölfar nokkurra ára tapreksturs.   Meira »

„Alvarlegt tjón fyrir samfélagið“

Í gær, 17:14 Bæjarstórn Stykkishólmsbæjar skorar á Sæferðir og Eimskip að leita leiða til að hraða viðgerð á ferjunni Baldri eða finna annað skip til að sigla um Breiðafjörð. Fram hefur komið að ferjan Baldur verður í viðgerð næstu vikurnar. Meira »

Tékklistar og hagnýt húsráð

Í gær, 16:30 Heima er fyrsta bók Sólrúnar og er hún uppfull af gagnlegum ráðum sem einfalt er að tileinka sér. Í bókinni tekur hún fyrir helstu þætti heimilisins og kennir skilvirkar aðferðir til að halda því hreinu og fallegu án mikillar fyrirhafnar. Meira »

Ferðir féllu niður í dag

Í gær, 17:21 „Í gær urðu verulegar tafir og í dag voru felldar niður ferðir,“ segir Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips, um áhrif óveðursins á vöruflutninga fyrirtækisins. Bíll frá Flytjanda, fór út af veginum í Bólstaðarhlíðarbrekku í gær. Meira »

Báðar stúlkurnar með meðvitund

Í gær, 16:47 Unglingsstúlkurnar tvær sem fundust meðvitundarlausar í miðbænum í gærkvöldi eru komnar til meðvitundar. Lögreglan hefur rætt stuttlega við aðra stúlkun en ekki hina. Guðmundur Páll Jónsson lögreglufulltrúi staðfestir þetta í samtali við mbl.is. Meira »

Gæti orðið öflug atvinnugrein

Í gær, 15:54 Félag skógareigenda á Suðurlandi hyggst á morgun kynna niðurstöður af vinnu síðustu mánaða við að kanna grundvöll fyrir því að koma á fót vinnslu skógarafurða úr sunnlenskum skógum. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Skrifstofugámar til sölu
Björgunarsveitin Suðurnes er með 3 vel farna skrifstofugáma til sölu. Upplýsinga...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
falleg innskautsborð flísar með rós í plötu
er með falleg innskotsborð flísar með rós í plötu á 25,000 kr sími 869-2798...
 
Samþykkt breyting á deiliskipulagi
Tilkynningar
Samþykkt breyting á deiliskipulagi Da...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Almennt útboð mobile first
Tilboð - útboð
Almennt útboð MOBILE FIR...