Skipulagsbreytingar hjá Eimskip

Ólafur mun hafa aðsetur í Hollandi eftir breytingarnar.
Ólafur mun hafa aðsetur í Hollandi eftir breytingarnar. Mynd/Eimskip

Skipulagsbreytingar voru í dag kynntar hjá Eimskip og eru þær liður í að ná fram aukinni skilvirkni hjá félaginu, að fram kemur í tilkynningu frá félaginu.

Þar segir að laga þurfi skipuritið að þeim breytingum sem verða í umhverfinu á hverjum tíma og styðji það nú við þann vöxt sem hefur verið í flutningakerfum félagsins, samhliða vexti Eimskips á alþjóðavísu.

Meðal þeirra breytinga sem eiga sér stað er að Ólafur William Hand, sem undanfarin ár hefur sinnt starfi forstöðumanns kynningar- og markaðsdeildar og verið upplýsingafulltrúi félagsins, tekur við starfi forstöðumanns markaðsmála á alþjóðasviði félagsins með aðsetur í Hollandi. Ólafur mun áfram sinna starfi upplýsingafulltrúa Eimskips, líkt og undanfarin ár. Ólafur hefur starfað hjá Eimskip frá árinu 2008 en áður starfaði hann fyrir Ferðamálaráð Íslands með aðsetur í New York. Ólafur er með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík.

Kynningar- og markaðsdeild félagsins hefur verið sameinuð mannauðssviði undir nafninu Mannauðs- og markaðssvið sem Elín Hjálmsdóttir, núverandi framkvæmdastjóri mannauðssviðs, mun stýra. Með sameiningunni er lögð aukin áhersla á að ná fram skilvirkni við rekstur þessara málaflokka bæði á Íslandi og á alþjóðavísu með vaxandi umfangi félagsins og nýjum áherslum sem fylgja kaupum á fyrirtækjum erlendis. Elín hefur starfað að mannauðsmálum hjá Eimskip frá árinu 2004. Hún er með MBA gráðu og B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík.

Þá hefur Hallgrímur Björnsson tekið við starfi forstöðumanns markaðsdeildar. Hallgrímur hefur starfað hjá Eimskip frá byrjun árs 2016 og veitt forstöðu fjölbreyttum sérverkefnum tengdum fjárfestingum erlendis en áður starfaði hann í 10 ár í fjármálageiranum. Hallgrímur er með M.Sc. gráðu í hagfræði og fjármálum frá Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn, B.Sc. gráðu í hag- og viðskiptafræði frá Viðskiptaháskólanum í Árósum auk þess að vera með löggildingu í verðbréfamiðlun.

Söludeild áætlunarflutninga skipt upp í tvær deildir

Jafnframt hefur söludeild áætlunarflutninga verið skipt upp í tvær deildir, annars vegar söludeild útflutnings, strandflutninga og sérverkefna og hins vegar söludeild innflutnings. Allt frá því að félagið var skráð á markað árið 2012 hefur verið stöðugur vöxtur í inn- og útflutningi. Með ofangreindri breytingu er lögð ríkari áhersla á hvorn þátt fyrir sig og tryggja þannig áfram framúrskarandi þjónustu við viðskiptavini Eimskips.

Sigurður Orri Jónsson hefur verið ráðinn í starf forstöðumanns söludeildar útflutnings, strandflutninga og sérverkefna. Sigurður kemur til félagsins að nýju eftir að hafa sinnt starfi framkvæmdastjóra sölusviðs hjá Skeljungi frá árinu 2015. Árin 2003 – 2015 starfaði Sigurður hjá Eimskip, síðast sem framkvæmdastjóri Eimskips í Danmörku með aðsetur í Árósum. Sigurður er með M.Sc. gráðu í International Business Administration og B.Sc. gráðu í Business Administration frá Háskólanum í Álaborg.

Þá hefur Sara Pálsdóttir tekið við starfi forstöðumanns söludeildar innflutnings. Sara hefur starfað hjá Eimskip frá árinu 2011, fyrst sem rekstrarstjóri Herjólfs og síðar á flutningasviði þar sem hún hefur bæði unnið við sölu og þjónustu. Áður starfaði Sara sem sérfræðingur hjá Reckett Benckiser og hjá Landsbankanum í London.

mbl.is

Innlent »

Kvennaathvarfið hlaut viðurkenningu Barnaheilla

16:50 Kvennaathvarfið hlaut í dag viðurkenningu Barnaheilla – Save the Children á Íslandi árið 2017 fyrir að beina sjónum sínum í auknum mæli að þörfum og réttindum barna sem í athvarfinu búa hverju sinni. Meira »

Siglufjarðarvegur lokaður vegna snjóflóðs

16:35 Siglufjarðarvegur er lokaður um óákveðin tíma vegna snjóflóðs en þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Snjókoma er á Norðausturlandi og þungskýjað. Meira »

Mikil svifryksmengun í höfuðborginni

16:18 Styrk­ur svifryks og köfnunarefnisdíoxíðs er hár við helstu um­ferðargöt­ur borg­ar­inn­ar sam­kvæmt mæl­ing­um við Grens­ás­veg og færanlegum mælistöðvum Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur við Eiríksgötu 2 og Hringbraut 26. Meira »

„Mjög alvarlegt brot“ á Grensásvegi 12

16:15 „Við höfum fengið viðbrögð en þau hafa verið algjörlega ófullnægjandi. Við gerum bara ráð fyrir því að þeir séu að vinna í sínum málum og vinna að úrbótum. Bannið nær ekki yfir að úrbætur séu gerðar á vinnustað,“ segir Björn Þór Rögnvaldsson, lögfræðingur hjá Vinnueftirlitinu. Meira »

Bíllinn gjörónýtur eftir slysið

15:22 Búið er að opna fyrir umferð á nýjan leik eftir alvarlegt umferðaslys sem varð á gatnamótum Grafningsvegar og Biskupstungnabrautar. Meira »

Vinnustöðvun gegn Primera ólögmæt

15:22 Ótímabundnu verkfalli flugliða um borð í flugvélum Primera Air, sem átti að hefjast 15. september en var frestað og var áformað 24. nóvember, er ólögmætt. Þetta er niðurstaða félagsdóms frá því í dag. Meira »

Fastagestirnir eru óþreyjufullir

14:58 „Það er pressa; það eru náttúrlega margir búnir að nota innilaugina daglega í tugi ára,“ segir Logi Sigurfinnsson, forstöðumaður Sundhallarinnar í Reykjavík, en laugin hefur verið lokuð frá því í júní og því hafa fastagestir þurft að leita annað á meðan. Meira »

Tók vörur fyrir meira en hálfa milljón

15:03 Tryggvi Geir Magnússon var dreginn út í leiknum 100,5 sekúndur í ELKO og fékk hann tækifæri í morgun til að ná sér í sem flestar vörur í ELKO á 100,5 sekúndum Meira »

Fær 15 daga til að yfirgefa landið

14:48 Kærunefnd útlendingamála hefur staðfest ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja Chuong Le Bui, kokkanema frá Víetnam, um dvalarleyfi hér á landi. Henni hafa verið gefnir fimmtán dagar til að yfirgefa landið. Meira »

„Norðrið dregur sífellt fleiri að“

13:42 Meðal þess sem Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra fór yfir í ræðu sinni á Hringborði norðurslóða, sem hófst í Edinborg í Skotlandi í dag, voru þær breytingar sem orðið hafa í norðrinu á undanliðnum áratugum og orðið til bættra lífshátta og aukinnar velmegunar. Meira »

Hlaut minniháttar meiðsl eftir bílveltu

13:00 Bílvelta varð á Hafnavegi í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í gær. Ökumaðurinn missti stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum að hún fór nokkrar veltur utan vegar. Maðurinn slapp með lítil meiðsl en var fluttur með sjúkrabifreið undir læknishendur. Meira »

Þrír fluttir á Landspítalann

12:36 Þrír voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar af vettvangi eftir umferðarslyss á Biskupstungnabraut. Einn þeirra er alvarlega slasaður. Lögreglan á Suðurlandi stýrir umferð um Biskupstungnabraut en veginum var lokað tímabundið vegna slyssins. Meira »

Þyrfti ákafa jarðskjálftahrinu til

11:58 „Það eru ekki sjáanlegar neinar breytingar í dag miðað við þær upplýsingar sem liggja fyrir. Ég hef að vísu ekki fengið neinar fréttir af Kvíá í morgun. Hvort ennþá renni vatn niður í hana. Það er eitt af því sem við getum fylgst með að staðaldri,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur. Meira »

Öflug vöktun vegna óhreinsaðs skólps

11:46 Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur mun vakta strandlengjuna við og í nágrenni Faxaskjóls oftar en ella meðan á viðgerð Veitna stendur í skólpdælustöðinni Faxaskjóli dagana 20. til 27. nóvember samkvæmt áætlun. Niðurstöður mælinga eru birtar á vef Heilbrigðiseftirlitsins eftir því sem þær berast. Meira »

UNICEF veitir skólum viðurkenningu

11:43 Í tilefni alþjóðlegs dags barna sem er haldinn hátíðlegur um allan heim fengu fyrstu réttindaskólar UNICEF á Íslandi viðurkenningu, en það eru Flataskóli í Garðabæ og Laugarnesskóli í Reykjavík ásamt frístundaheimilunum Laugaseli og Krakkakoti. Meira »

Tvær hrunskýrslur í janúar

11:57 Tvær skýrslur sem tengjast beint hruni íslenska fjármálakerfisins fyrir rúmlega níu árum síðan verða birtar í janúar. Er önnur skýrslan um veitingu þrautavaraláns Seðlabankans til Kaupþings rétt fyrir hrun bankans og hin skýrslan um erlenda áhrifaþætti bankahrunsins. Meira »

Leit ekki út fyrir að vera alvarlegt

11:45 Fólkið sem lenti í rútuslysinu við Lýsuhól á Snæfellsnesi í gær leit ekki út fyrir að vera alvarlega slasað á vettvangi, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Vesturlandi. Þrír voru engu að síður fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi. Meira »

Alvarlegt slys á Biskupstungnabraut

11:42 Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi er Biskupstungnabrautin lokuð við Sogið vegna umferðarslyss. Ekki vita að hversu lengi lokunin varir. Þyrla Landhelgisgæslunnar var að koma á slysstað. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Teikning eftir Barböru Árnason
Til sölu teikning eftir Barböru Árnason, stærð ca 23x13 cm. Uppl. í síma 772-2...
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
www.skutla.com sendibílar 867-1234
Rafknúin tröpputrilla fyrir ísskàpinn, þvottavélina, þurrkarann o.fl. Skutl, vör...
https://www.funiceland.is - Ferðavefur
FunIceland.is er ferða- og upplýsingavefur um náttúru Íslands. Skoðaðu vefinn m...
 
Skipulagsmál
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9 og gö...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...