Styrkja sjálfið í gegnum listir

Heiðursverðlaunahafarnir. Björt Sigfinnsdóttir, Aðalheiður Borgþórsdóttir, Hilmar Guðjónsson og Ólafur Daði ...
Heiðursverðlaunahafarnir. Björt Sigfinnsdóttir, Aðalheiður Borgþórsdóttir, Hilmar Guðjónsson og Ólafur Daði Eggertsson, sem eru í stjórn LungA, ásamt Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, og Önnu R. Möller, starfsmanni Erasmus, lengst t.h., við afhendinguna í síðustu viku.

LungA – Listahátíð ungs fólks á Austurlandi hlaut nýverið heiðursviðurkenningu Erasmus+. Viðurkenningin var veitt í tilefni af 30 ára afmæli Erasmus+ í ár, á afmælishátíð samtakanna sem var haldin í Hörpu í síðustu viku.

LungA hefur í meira en áratug nýtt sér fjölbreytta styrki í æskulýðshluta Erasmus+ til að byggja upp fjölþjóðlega listahátíð og LungA skólann, fyrsta listalýðháskóla á Íslandi. Í skólanum er unnið út frá hugmyndafræðinni um styrkingu sjálfsins í gegnum listir og skapandi vinnu.

Björt Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri LungA, segir þau hafa verið í samstarfi við Erasmus+ síðan 2006 þegar þau sóttu um styrk fyrir fyrsta verkefninu og síðan þá hafi þau unnið ellefu önnur verkefni saman. „Heiðursviðurkenningin er fyrir alla þá vinnu sem við höfum unnið í þágu ungs fólks í samstarfi við Erasmus+ síðustu 12 árin. Þetta er heljarinnar viðurkenning á okkar starfi,“ segir Björt. „Þessi verkefni hafa verið byggð í kringum ungmennaskiptaverkefni hjá okkur. Við höfum verið að fá til okkar um 60 nemendur á hverju ári, víðsvegar að úr heiminum, sem taka þátt í sérstakri vinnusmiðju í byrjun hátíðarinnar sem við köllum LungA LAB sem og listasmiðjum LungA. Auk ungmennaskiptaverkefnisins býður LungA LAB-ið meðal annars upp á opna fyrirlestra, málstofur og viðburði á hátíðinni í tengslum við þema hvers árs, en við höfum til dæmis tekið fyrir þemu á borð við samkennd, egó, menningu og við stefnum á að kyn/gender verði þema næsta árs. Svo árið 2014 fengum við styrk fyrir LungA skólanum sem tók til starfa sama ár.“

Nú er LungA orðið mjög stór hluti af samfélaginu á Seyðisfirði og Björt segir að margir sem hafi komið í LungA skólann eða á hátíðina hafi ílengst í bænum. „Þetta skiptir samfélagið máli og tilvera skólans gerir það að verkum að nú er rekinn veitingastaður þar árið um kring og farfuglaheimilið fær tekjur á ársgrundvelli en það koma um 20 ungmenni þarna á hverri önn sem annars væru ekki á svæðinu,“ segir Björt, en LungA skólinn er starfræktur þrjá mánuði á haustin og þrjá á vorin og svo er hátíðin á sumrin.

Vaxa og dafna áfram

Björt sér LungA dafna áfram. „Ég hugsa að hátíðin muni halda áfram að vaxa, ekki endilega í stærð því við erum mjög ánægð með stærðina eins og hún er, heldur í gæðum og í hlutverki þess sem vekur til umhugsunar. Ég hugsa að fræðslustarfið muni vaxa og verða töluvert öflugra í framtíðinni.“

Á afmælishátíð Erasmus+ voru jafnframt veittar gæðaviðurkenningar Erasmus+ fyrir framúrskarandi Evrópuverkefni og hlutu sex verkefni, sem hafa verið styrkt af áætluninni, viðurkenningarnar í ár. Skólarnir og stofnanirnar sem hlutu viðurkenningar eru Listaháskóli Íslands, Skólaþjónusta Árborgar, Tækniskólinn, EVRIS, Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra og Leikskólinn Holt.

Hugmyndaríkt rifrildi

Björt og móðir hennar, Aðalheiður Borgþórsdóttir, komu LungA-hátíðinni á Seyðisfirði á koppinn árið 2000 ásamt Halldóru Malín, Stefáni Benedikt og Ólafi Ágústssyni.

Hugmyndin kviknaði eftir rifrildi þeirra mæðgna á milli. „Ég var 15 ára á þessum tíma og fannst Seyðisfjörður skítapleis. Mig langaði að flytja til Egilsstaða því þar var starfrækt leikfélag og annað sem mér þótti spennandi. Mömmu fannst ekki góð hugmynd að ég myndi flytja og stakk upp á að við myndum frekar gera eitthvað til að breyta stöðunni á Seyðisfirði. Þá höfðum við samband við þau hin og byrjuðum í þróunarvinnunni að LungA.“

Innlent »

Þrír klukkutímar í engu skyggni

09:22 Björgunarsveitin Húni var um þrjá klukkutíma að komast frá Hvammstanga upp á Holtavörðuheiði til að aðstoða fólk sem hafði fest bíla sína í ófærðinni. „Þetta var mjög seinfarið,” segir Gunnar Örn Jakobsson, formaður Björgunarsveitarinnar Húna. Meira »

Skildu sjö flutningabíla eftir

08:35 Aðgerðum björgunarsveita vegna ófærðar á Holtavörðuheiði er lokið. Fimm bílar voru sendir frá björgunarsveitunum Oki, Brák og frá Akranesi með um tíu björgunarsveitarmönnum. Sjö flutningabílar voru skildir eftir á heiðinni en nokkrir fólksbílar losaðir. Meira »

Telur Ara fróða höfundinn

08:18 „Ég hugsa að þetta verði kannski viðurkennt einhvern tímann en það verður sennilega eftir minn dag,“ segir Páll Bergþórsson veðurfræðingur. Meira »

Áfram vont veður víða

07:59 Veðrið á Holtavörðuheiði og þar í grennd mun ekki ganga niður fyrr en eftir um 1-2 tíma, sagði Haraldur Eiríksson, veðurfræðingur Veðurstofunnar, í samtali við mbl.is rétt fyrir klukkan 8 í morgun. Meira »

Skattahækkanir bætast við

07:57 Útsöluverð á bensínlítra mun hækka í 214,3 krónur um áramótin og verð á dísillítra í 218,85 krónur ef fyrirhugaðar skattahækkanir verða að veruleika. Meira »

Óhætt að tína krækling í fjöru

07:37 Fólki er nú óhætt að halda niður í fjöru í þeim tilgangi að tína þar krækling sér til matar, að því er fram kemur á heimasíðu Matvælastofnunar. Meira »

Bílar fastir á Holtavörðuheiði

06:51 Nokkur fjöldi bíla situr fastur vegna ófærðar á Holtavörðuheiði og eru björgunarsveitir komnar til aðstoðar. Vegurinn um heiðina er nú lokaður. „Það er búið að vera kolvitlaust veður í nótt,“ segir Gunnar Örn Jakobsson, formaður Björgunarsveitarinnar Húna. Meira »

Eiga ekki fyrir útborgun

07:35 Fjárhagsstaða leigjenda hefur batnað sl. 2 ár en samt hafa þeir ekki efni á að kaupa íbúð. Hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði segir leigumarkaðinn óheilbrigðan þegar fólk ver að meðaltali 42% ráðstöfunartekna í leigu. „Húsnæði er mannréttindi en ekki hefðbundin markaðsvara,“ segir hann. Meira »

Skoða jökulinn úr geimnum

06:12 Gervitungl Evrópsku geimferðastofnunarinnar, ESA, hefur myndað yfirborð Öræfajökuls reglulega síðustu vikur og á þeim myndum má sjá þá þróun sem átt hefur sér stað. Meira »

Vara við snjókomu og vindi

05:56 Útlit er fyrir hvassa norðanátt næstu daga með snjókomu eða éljum norðan- og austanlands, en varasömum vindstrengjum á sunnanverðu landinu. Meira »

Ók á hús í Árbæ

05:51 Í gærkvöldi var ekið á hús í Hraunbæ í Árbæjarhverfi. Ökumaður og farþegi voru handteknir í kjölfarið.  Meira »

Kaflaskil í verðbólguþróun

05:30 Vísbendingar eru um að vægi húsnæðisliðarins í verðbólgu muni fara minnkandi á næstunni. Sá liður hefur verið drifkraftur verðbólgu. Án hans hefði verið verðhjöðnun á Íslandi samfellt frá því í júlí í fyrra. Meira »

Greiða sífellt meira til FME

05:30 Íslenskir lífeyrissjóðir munu greiða rúmar 304 milljónir króna til Fjármálaeftirlitsins í formi eftirlitsgjalda á þessu ári.  Meira »

Geti átt lögheimili í frístundabyggð

05:30 Starfshópur sem vinnur að endurskoðun laga um lögheimili og tilkynningu aðsetursskipta hefur til skoðunar að einstaklingum verði heimilað að skrá lögheimili sitt í frístundabyggðum og í atvinnuhúsnæði. Meira »

Annað símanúmer birtist

05:30 Viðskiptavinur Vodafone lenti í þeirri furðulegu uppákomu á dögunum að þegar hann hringdi úr heimasíma sínum í móður sína birtist annað númer á skjánum hjá henni en hann hringdi úr. Meira »

Viðbúnaður í endurskoðun

05:30 Komi ekki frekari upplýsingar frá vísindamönnum um hættu á eldgosi í Öræfajökli væntir lögregla þess að í dag megi aflétta viðbúnaðarstigi við fjallið. Meira »

Formenn funduðu fram á kvöld

05:30 Stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Vinstri-grænna og Framsóknarflokks héldu áfram í gær og miðar vel, að því er framkemur í Morgunblaðinu í dag. Meira »

Tilboð í Eldvatnsbrú yfir áætlunum

05:30 Þau tvö tilboð sem bárust í byggingu nýrrar brúar yfir Eldvatn við Eystri-Ása í Skaftártungu og 920 metra vegarspotta að henni eru langt yfir kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Stofuskápur úr furu til sölu.
Skápur úr furu ,hentar vel í sumarbústaðinn 9000 þúsund kr., hæð 200 cm, breidd...
fjórir stálstál-stólar nýtt áklæði.þessir gömlu góðu sími 869-2798
er með fjóra nýklædda stálstóla þessa gömlu góðu á 40,000 kr sími 869-2798...
Toyota Corolla útsala!
Toyota Corolla útsala! Nýr 2017 Active Diesel. Álfelgur. Bakkmyndavél. Leiðsögub...
 
Skipulagsmál
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
L edda 6017112119 i h&v
Félagsstarf
? EDDA 6017112119 I H&V; Mynd af augl...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...