Vínbúðin tilbúin en má ekki opna

Beðið er eftir leyfi til að hægt verði að opna …
Beðið er eftir leyfi til að hægt verði að opna verslun ÁTVR í Kauptúni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bæjarráð Garðabæjar hefur vísað bréfi ÁTVR um leyfi fyrir opnun vínbúðar í Kauptúni til skipulagsnefndar.

Þetta kom fram á fundi bæjarráðs Garðabæjar í morgun.  

Til stóð að opna vínbúðina á morgun en ljóst er að opnunin mun frestast þangað til öll tilskilin leyfi liggja fyrir.

Að sögn Sigrúnar Óskar Sigurðardóttur, aðstoðarforstjóra ÁTVR, verður búðin opnuð um leið og formlegt leyfi fæst frá Garðabæ en allt er tilbúið í búðinni til að hægt sé að hefja þar áfengissölu.

„Við vonumst til að fá formlegt leyfi sem fyrst,“ segir Sigrún Ósk.

„Við höfum almennt litið þannig á að þegar bæjarfélög hafi einu sinni veitt leyfi fyrir vínbúð hafi það gilt áfram,“ bætir hún við og segir ÁTVR vera með starfsleyfi frá heilbrigðisnefnd Garðabæjar.  

„Við töldum okkur í góðri trú hafa þetta leyfi en fyrst Garðabær óskaði eftir þessu þá fórum við í þetta ferli.“

Kauptún í Garðabæ.
Kauptún í Garðabæ. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert