Álagið of mikið á nemendur

Menntaskólinn í Reykjavík.
Menntaskólinn í Reykjavík. mbl.is/Styrmir Kári

Þekkingu skortir á þriggja ára kerfinu innan skólakerfisins og álag á nemendur hefur aukist meira en æskilegt er. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ályktunum sem samþykktar voru á sambandsstjórnarfundi Sambands íslenskra framhaldsskólanema.

„Skortur á fjármagni til háskólanna mun leiða til þess að þeir verði ekki færir um
að innrita þann fjölda nemenda sem útskrifast vorið 2018 en þá munu margir
framhaldsskólar brautskrá tvo árganga. Sem dæmi má nefna þær námsgreinar innan
háskólanna sem innrita takmarkaðan fjölda nemenda en í þeim greinum hefur plássum
ekki verið fjölgað samhliða breytingum á menntakerfinu. Draga má líkur að því að fjöldi
útskrifaðra framhaldsskólanema muni ekki geta sótt sér þá framhaldsmenntun sem
hugur þeirra stendur til. Bein afleiðing þess verður dræm starfsvinda í íslensku
samfélagi,“ segir meðal annars í ályktunum framhaldsskólanema. 

Þeir vilja að öllum framhaldsskólanemum verði tryggð gjaldfrjáls og aðgengileg sálfræðiþjónusta innan veggja skólanna.

Eins að gætt sé sérstaklega að hag ungra innflytjenda, flóttamanna og hælisleitenda í
framhaldsskólum til að aðstoða þá við að finna sig í íslensku samfélagi.

Hægt er að lesa ályktanir í skjalinu hér að neðan

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert