4 milljarða í Víkingalottóvinningur til Noregs

Einn var með all­ar töl­ur rétt­ar í Vík­ingalottó­inu í kvöld. Vinn­ing­smiðinn var seld­ur í Noregi og fær sá heppni í sinn hlut rúma 4 milljarða króna, eða 4.307.699.270 kr. Er vinningurinn sá næsthæsti í sögu Norskrar getspár (Norsk tipping) en hæsti vinningurinn í sögu hennar féll í ágúst á þessu ári þegar Norðmaður hreppti sem nemur rúmlega 5,5 milljörðum íslenskra króna í Eurojackpot.

Vinn­ingstöl­urn­ar: 2-15-30-35-37-45

Vík­inga­tal­an: 8

Eng­inn hlaut ann­an vinn­ing, þar sem um 362 millj­ón­ir króna voru í boði.

Tveir hlutu þriðja vinn­ing hér á landi, rúmar  2 millj­ón­ir króna, og voru miðarnir keyptir hjá lotto.is og í áskrift.  

Einn var með fjórar réttar tölur í réttri röð í Jókernum og hlaut ann­an vinning. Fékk sá 100.000 kr. að launum. Miðinn var keypt­ur í hjá Olís við Gullinbrú í Reykja­vík.

Jóker­töl­ur: 2-7-1-7-2

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert