Hefja átak gegn kynbundnu ofbeldi

Óvelkomin snerting,grip eða þukl. er dæmi um kynbundna áreitni.
Óvelkomin snerting,grip eða þukl. er dæmi um kynbundna áreitni.

Starfsgreinasambandið (SGS) hefur gefið út einblöðung fyrir starfsfólk stéttarfélaga og trúnaðarmenn um kynferðislega áreitni og viðbrögð við henni.

Þá eru aðildarfélögin að innleiða eigin aðgerðaáætlanir gegn kynbundnu ofbeldi og einelti á vinnustöðum, sem byggjast á þeim ramma sem SGS hefur mótað, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

SGS er stærsta landssambandið innan ASÍ með 19 aðildarfélög og yfir 50 þúsund félagsmenn. Í einblöðungi SGS er fjallað um hvað kynferðisleg áreitni þýðir, settar eru fram skilgreiningar á henni með dæmum um kynbundna og kynferðislega áreitni og ofbeldi (sjá töflu hér til hliðar) og gefnar eru leiðbeiningar um hvernig stéttarfélög geta brugðist við þegar og ef þau fá slík mál inn á sitt borð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert