Hverabrauð nýtt í brennivín

Valgeir hefur þróað nýjar útgáfur af brennivíni.
Valgeir hefur þróað nýjar útgáfur af brennivíni. Ljósmynd/Björn Árnason

Sérstök rúgbrauðsútgáfa af íslensku brennivíni er nú á lokastigum þróunar og verður sett á markað í byrjun næsta árs.

Fyrsta framleiðsla þessarar útgáfu er þegar uppseld þó að hún sé ekki enn komin í flöskur. Verður hún seld á veitingastöðum og til útlanda en talsverður áhugi hefur reynst á þessari nýjung þar.

„Þetta er mjög spennandi og ég held að þetta verði vinsælt hjá ferðamönnum. Bragðið af brennivíninu, einiber og kartöflur, fer vel með hverabrauðinu,“ segir Bjarki Hilmarsson, matreiðslumeistari á Hótel Geysi í Haukadal, í umfjöllun um vínframleiðslu þessa í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert