Lofar stórum bombum

Flugeldasýning í Reykjavík.
Flugeldasýning í Reykjavík. mbl.is/Árni Sæberg

Ný reglugerð um skotelda hér á landi hefur gert það að verkum að söluaðilar flugelda þurfa að breyta verklagi sínu fyrir komandi áramót. Áður var leyfilegt að hver skotkaka væri allt að 25 kíló að þyngd en nú hefur verið tekið fyrir það. Nú má hver kaka aðeins innihalda eitt kíló af púðri.

Skotáhugafólk hefur haft veður af þessum breytingum og margir lýst áhyggjum sínum á samfélagsmiðlum. Að sögn Jóns Inga Sigvaldasonar, markaðs- og sölustjóra hjá Landsbjörg, eru þær áhyggjur þó með öllu óþarfar.

„Þetta verða ekkert bara stjörnuljós og blys eins og margir virðast halda,“ segir hann í léttum dúr í Morgunblaðinnu í dag. „Það leit þannig út í fyrstu en eftir að hafa lúslesið reglugerðina kemur í ljós að svo er ekki. Það má samtengja þessar eins kílós kökur í einn kassa þannig að úr verða mjög öflugir flugeldar.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert