Harmar óþægindin sem fjölskyldan varð fyrir

Sjúkratryggingar Íslands. Mál þeirra Ágústs og Sólveigar hefur verið rætt ...
Sjúkratryggingar Íslands. Mál þeirra Ágústs og Sólveigar hefur verið rætt hjá starfsfólki Sjúkratrygginga, þar sem það hefur verið tekið til skoðunar.

Sjúkratryggingar Íslands munu fara yfir verkferla sína í framhaldi af bloggfærslu Ágústs H. Bjarna­son grasa­fræðings, sem mbl.is greindi frá um helgina. Ágúst sagði farir sínar af samskiptum við Sjúkra­trygg­ing­ar Íslands, Land­spít­al­ann og fleiri stofn­an­ir ekki slétt­ar. Ágúst missti eig­in­konu sína, Sól­veigu Aðal­björgu Sveins­dótt­ur, fyr­ir ári eft­ir þriggja og hálfs árs bar­áttu við ólækn­andi MND-sjúk­dóm og var m.a. ósáttur við að haft var samband við fjölskylduna til að sækja sjúkrarúm Sólveigar daginn sem hún lést. 

„Það er alveg ljóst að það er mikið til í því sem hann [Ágúst] er að gagnrýna okkur fyrir og þar af leiðandi er ekkert annað að gera en að harma óþægindin sem hann og kona hans urðu fyrir,“ segir Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands í samtali við mbl.is. „Um leið, þá þakkar maður fyrir ábendingarnar og það er alveg ljóst að við munum hér reyna að bæta úr.“

Steingrímur Ari segir málið hafa verið rætt hjá starfsfólki Sjúkratrygginga, þar sem það hefur verið tekið til skoðunar. „Við munum fara yfir verkferla í framhaldinu,“ bætir hann við.

Hlutir sem eiga ekki að gerast

Ágúst lýsir í bloggfærslu sinni baráttu við svifaseint kerfi og erfiðleikum við að fá hjálpartæki afgreidd, m.a. að fá lyftur settar upp innan- og utanhúss fyrir Sólveigu. Eins hafi verið mikið stapp að fá samþykkt að íbúð þeirra hjóna hentaði áfram til búsetu fyrir Sólveigu eftir greiningu. 

Spurður hvort að hann kannist við að kerfið sé svifaseint kveðst Steingrímur Ari ekki vilja fara út í einstök atriði. „Það eru alltaf tvær hliðar á öllum málum,“ segir hann en játar því þó að kerfið geti vissulega verið svifaseint.  „Síðan geta auðvitað hlutir gerst sem eiga ekki að gerast og sem jafnvel eru einstakir eða án fordæma, eins og þessi beiðni um að fá að sækja sjúkrarúmið samdægurs,“ segir hann. „Það er einsdæmi að svona gerist og auðvitað þegar að það gerist, þá ganga menn í að tryggja að það gerist ekki aftur.“

Ágúst gagnrýnir einnig að starfsfólk Landspítala hafi geta sótt um hluti til Sjúkratrygginga fyrir hönd Sólveigar án þess að þeim hafi verið kunnugt um það fyrr en eftir á.  Steingrímur Ari kveðst ekki vilja tjá sig um þau mál. Hann bendir þó á að í mörgum tilvikum þurfi vottorð og umsagnaraðila og eins hafi miklar breytingar verið gerðar í því að straumlínulaga ferla undanfarið ár.

Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, segist harma óþægindin sem ...
Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, segist harma óþægindin sem Ágúst og kona hans urðu fyrir. mbl.is

Hjálpartæki fyrir hundruð þúsunda eða milljónir

Hvað baráttu þeirra Ágústar og Sólveigar við að sanna að hægt væri fyrir þau að gera nauðsynlegar breytingar á íbúð sinni til að þau gætu búið þar áfram, segir Steingrímur Ari það vera dæmi um eitthvað sem Sjúkratryggingar vilji fylgja eftir.

„Þarna snýst þetta um reglugerð sem við vinnum eftir, þar segir að það þurfi að kanna möguleikan á að hluteigandi skipti um húsnæði. Þá þurfum við að gera það.“

Í kaflanum um lyftur í reglugerð um hjálpartæki segir: „Heimilt er að greiða lyftur fyrir hjólastólanotendur og þá sem eru með mjög skerta göngugetu og nota gönguhjálpartæki á heimili umsækjenda. Skilyrði er að umsækjendur þurfi nauðsynlega að nýta báðar hæðir húsnæðis vegna frumþarfa (að húsnæðið henti með tilliti til fötlunar/færnisskerðingar umsækjanda að öðru leyti og að ekki sé möguleiki á að skipta um húsnæði).“

Bendir Steingrímur Ari á að með þessari klausu séu miklar skyldur settar á Sjúkratryggingar.

„En auðvitað er gríðarlega mikilvægt að menn hafi hagsmunina að leiðarljósi og vissulega skiptir þá máli hvort að verið er að tala um hjálpartæki sem kosta hundruð þúsunda eða milljónir. Svo er þetta auðvitað líka alltaf spurning um framsetningu og að menn séu nærgætnir í samskiptum við sjúkratryggða.“

Engum greiði gerður að fá tæki sem ekki er hægt að nota

Eins lýsir Ágúst ströggli við að fá rétta hjólastóla afgreidda fyrir Sólveigu. Svo virðist sem sjúklingur fái afhent það sem sé til á lager óháð hvort það henti honum. Þá hafi starfsmaður Heimahlynningar gripið til þess að lýsa aðstæðum á heimilinu verri en þær væru til að flýta afgreiðslu á heppilegum stól.

„Menn eru að leitast við að fara eftir reglum og vera sjálfum sér samkvæmir í afgreiðslu mála. Að því sögðu er jafnframt leitast við að hafa hagsmuni hins sjúkratryggða að leiðarljósi,“ segir Steingrímur Ari er hann er spurður út í þessa lýsingu. „Það er engum greiði gerður með því að leggja til tæki ef það er síðan ekki hægt að nota það, eða notkun þess er verulega skert. Þá er reynt að horfa á hlutina heilstætt og í þessu tilviki hvort að það sé möguleiki á að breyta eða skipta um húsnæði eins og lögin gera ráð fyrir til þess að hlutaðeigandi fái þá notið hjálpartækisins eða þess sem hjálpartækinu er ætlað að koma til móts við. Auðvitað getur þetta verið erfitt og allt tekur þetta tíma sem reynir líka á fólk.“

Stöðugt sé hins vegar unnið að því að straumlínulaga þessa ferla. „Ég leyfi mér að fullyrða að okkur hefur tekist vel upp þar og náð að betrumbæta margt á umliðnum misserum,“ segir hann.

„Að hluta til gengur þetta þá út á það að fela ytri aðilum að klára mál og þá umbreytist okkar hlutverk ef til vill úr því að vera að afgreiða beint hluti í að vera að fylgjast með því að menn fari eftir settum reglum.“

Mikilvægt að verði ekki rof í þjónustu

Ágúst lýsir í bloggfærslu sinni að sú staða hafa komið upp að útlit yrði fyrir að Sólveig yrði matarlaus í 3 daga er leyfi fyrir afhendingu á „sondu“-fæði rann út. Leyfisbeiðnin þurfti að fara í gegnum Sjúkratryggingar, heimahjúkrun og heimilislækni til að fást afgreidd hjá fyrirtækinu sem selur fæðið.

„SÍ krafðist þess að fá vott­orð á papp­ír, sem hafði það í för með sér, að Sól­veig yrði mat­ar­laus frá föstu­degi til þriðju­dags,“ segir í færslu Ágústar. 

„Nú voru góð ráð dýr. Haft var sam­band við Land­spít­ala (Foss­vogi) og þar fékkst einn lítri af „sondu“-nær­ingu. Síðan varð að kaupa LGG, súr­mjólk og sitt­hvað fleira, sem talið var óhætt að gefa Sól­veigu. Sem bet­ur fer tókst að mestu leyti að brúa þetta „mat­ar­lausa“ bil fram að kvöldi þriðju­dags.“ 

Steingrímur Ari vill ekki tjá sig um þetta tilvik sérstaklega, en segir þó alveg ljóst að þarna hafi hlutir farið úrskeiðis. „Þá eru ein skilaboðin þau að það sé mikilvægt að hlutaðeigandi séu vel upplýstir um það hvernig hlutirnir eiga og geta gengið fyrir sig, þannig að það verði ekki neitt rof í þjónustu eða því sem fólk á rétt á að fá,“ segir hann.

Heimaþjónustan í lykilhlutverki 

Spurður hvort brotalöm kunni að vera á því að fólk rati í gegnum kerfið þegar það þurfi á aðstoð Sjúkratrygginga að halda og til að það átti sig á því hver sinn réttur þess sé, segir Steingrímur heimaþjónustuaðilann vera í lykilhlutverki í máli eins og þeirra Sólvegar og Ágústs. Þar séu persónulegu samskiptin við þann sem þiggur þjónustuna líka mest.

„Þetta eru fagaðilar sem kunna sitt fag og eiga og geta leiðbeint mönnum í gegnum það sem þeir þurfa að ganga í gegnum. Auðvitað er ýmislegt í boð og ekki auðvelt að halda utan um alla þá aðstoð sem menn eiga rétt á, en ég held að það megi og eigi að ganga út frá því að fagaðilar sem margir hafi margra ára reynslu séu almennt að standa sig vel í því.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Hefði áhrif á 10 þúsund á dag

15:32 Samtök ferðaþjónustunnar hvetja samningsaðila í kjaradeilu Flugvirkjafélags Íslands og SA vegna Icelandair til að leita allra leiða til að ná sáttum í deilunni sem fyrst og eyða þannig óvissu fyrir ferðaþjónustuna og landsmenn alla. Meira »

Mislæg gatnamót tekin í notkun

15:11 Klippt var á borða og mislæg gatnamót Reykjanesbrautar og Krísuvíkurvegar formlega tekin í notkun skömmu eftir hádegi í dag. Meira »

Nýjar reglur um drónaflug

15:09 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur sett nýja reglugerð um starfrækslu dróna, eða starfrækslu fjarstýrðra loftfara, eins og það er kallað í reglugerðinni. Á hún að tryggja flugöryggi og öryggi og réttindi borgaranna. Meira »

Isavia mun aðstoða Icelandair

14:50 Isavia, sem annast rekstur Keflavíkurflugvallar, segir fyrirtækið fylgjast grannt með kjaradeilu Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins vegna Icelandair. Meira »

Engar vísbendingar komið fram

14:48 Lögregla er engu nær í að upplýsa árás þegar ráðist var á 10 ára stúlku í Garðabæ síðdegis á mánudag. Stúlk­an náði að sleppa en talið er að ger­and­inn sé pilt­ur á aldr­in­um 17-19 ára. Meira »

„Einn af þessum litningagöllum í kerfinu“

14:21 Faðir fatlaðs pilts gagnrýnir að velferðarsvið Reykjavíkurborgar taki ekki við umsóknum um framtíðarbúsetu fyrr en börnin verða átján ára. „Þetta er einn af þessum litningagöllum í kerfinu,“ segir Skarphéðinn Erlingsson. Meira »

Skora á ráðherra að bregðast við

14:13 Framkvæmdastjórn Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN) lýsir yfir vonbrigðum með nýútgefið fjárlagafrumvarp. Í þeim auknu fjárframlögum sem ætluð eru til að styrkja rekstur heilbrigðisþjónustu í landinu er litið framhjá heilbrigðisstofnuninni og í staðinn sett 20 milljóna króna hagræðingarkrafa á hana. Meira »

Dómur í sama máli sama dag 2 árum síðar

14:16 Nákvæmlega tveimur árum eftir að dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í Stím-málinu svokallaða verður aftur kveðinn upp dómur í málinu eftir seinni umferð þess hjá héraðsdómi. Hittir svo á að í bæði skiptin var dómur kveðinn upp 21. desember. Í fyrra skiptið árið 2015, en núna árið 2017. Meira »

„Þetta eru mikil vonbrigði“

13:52 Forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri segir að það séu mikil vonbrigði að það fjármagn sem sé eyrnamerkt sjúkrahúsinu í fjárlagafrumvarpinu sé óbreytt upphæð frá frumvarpinu sem var lagt fram í haust, eða 47 milljónir kr. Meira »

Búið að ákæra vegna morðsins á Sanitu

13:46 Embætti héraðssaksóknara hefur gefið út ákæru vegna morðsins á Sanitu Braune, 44 ára gamalli konu frá Lettalandi sem myrt var á Hagamel í Vesturbæ Reykjavíkur 21. september. Maður sem grunaður er um að hafa orðið Braune að bana hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan. Hann er ákærður fyrir manndráp. Meira »

Krefjast áframhaldandi varðhalds

13:26 Lögregla mun fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum sem grunaður er um að hafa stungið tvo albanska pilta, annan til ólífis, á Austurvelli aðfaranótt 3. desember. Núverandi varðhald yfir honum rennur út í dag. Meira »

Sekt Securitas lækkuð um 40 milljónir

13:15 Samkeppniseftirlitið hefur lækkað sekt Securitas vegna brota á samkeppnislögum úr 80 milljónum í 40 milljónir. Fólust brot Securitas í því að því að fyrirtækið gerði einkakaupasamninga við viðskiptavini sína um svokallaða Heimavörn og Firmavörn og máttu þeir ekki eiga í viðskiptum við önnur fyrirtæki í 3 ár. Meira »

Innkalla ís frá Valdísi

13:08 Emmess ís hefur innkallað Valdís með jarðarberja- og ostakökubragði í samráði við matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur vegna gruns um mögulegt kólígerlasmit. Meira »

WOW air fjölgar ekki flugferðum

12:23 Flugáætlanir WOW air munu haldast óbreyttar fram að mögulegu verkfalli flugvirkja hjá Icelandair á sunnudaginn.  Meira »

Skarphéðinn skipaður ferðamálastjóri

12:09 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar, hefur skipað Skarphéðin Berg Steinarsson í embætti ferðamálastjóra til fimm ára frá 1. janúar nk. Meira »

Ráðherra samþykkti tillögu Geðhjálpar

12:57 Heilbrigðisráðherra hefur samþykkt tillögu Geðhjálpar um að setja á laggirnar starfshóp til að meta kosti þess að færa svokallaðar fyrirframgefnar tilskipanir (Advance Directives) fólks með geðrænan vanda inn í íslenska löggjöf. Meira »

Grænir skátar bætast í hópinn

12:16 Grænir skátar hafa nú slegist í hóp þeirra fyrirtækja sem standa fyrir endurvinnsluátaki á áli í sprittkertum, og nú má almenningur skila álinu í 120 móttökugáma Grænna skáta á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Hvar eru skattalækkanir?

12:07 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, spurði hvar skattar verði lækkaðir í fjárlagafrumvarpinu. Hann óskaði jafnframt eftir að fá að vita hvar áherslur Sjálfstæðisflokks væru að finna í fjárlagafrumvarpinu sem hann sagði vera meira litað af áherslum Vinstri grænna sem stýrðu för. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Iðnaðarhúsnæði óskast.
Erum að leita af iðnaðarhúsnæði til leigu, 200-400m2 á höfuðborgarsvæðinu með há...
Innfluttningur á enn betra verði fyrir alla
Hjálpum fólki að útvega allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnu...
PÚSTKERFI Á HAGSTÆÐU VERÐI
Eigum fyrirlyggjandi PÚSTKERFI í flestar tegundir bifreiða. Einnig STÝRISLIÐI ...
 
Arkitekt/byggingafræðingur
Sérfræðistörf
VIÐ ERUM AÐ RÁÐA! ARKITEKT // BYGGIN...
Aðalskipulag breyting
Tilkynningar
Kynning á tillögum um breytingar á a...
Deiliskipulag
Tilkynningar
Skútustaðahreppur Auglýsing um deilis...
Aðalskipulag snæfellsbæjar
Fundir - mannfagnaðir
Auglýsing á aðalskipulagi Snæfellsbæ...