Að þétta byggð er tímafrekara en áætlað var

Þráttað er um bílastæði við uppbyggingu Auðbrekku.
Þráttað er um bílastæði við uppbyggingu Auðbrekku. Teikning/ASK arkitektar

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, hafnar því að skortur á bílastæðum í Auðbrekku hafi tafið fyrir endurbyggingu hverfisins. Fullyrðingar um slíkt séu öfugmæli. Verktakar hafi viljað fækka stæðum.

Fram kom í Morgunblaðinu í gær að vegna óverulegs fjölda bílastæða í hverfinu hafi bankar verið tregir að lána til uppbyggingarinnar. Þétta á byggð í hverfinu og byggja 160 íbúðir í fyrstu áföngum. Þær verða innan um verslunar- og atvinnuhúsnæði.

„Verktakar eru sífellt að pressa niður bílastæðafjöldann á hverja íbúð. Ég byrjaði sem formaður skipulagsnefndar í Kópavogi 1998 og man ekki eftir því að verktaki hafi viljað fara í hina áttina. Ef verktaki fær úthlutað 1,3 stæðum á íbúð má hann fækka íbúðum og fjölga stæðum okkar vegna. Við höfum aldrei bannað það. Þetta er viðmiðið. Hvernig skyldi það hafa komið til? Jú, það er vegna þess að verktakar í Auðbrekkunni hafa pressað niður stæðafjöldann og þá höfum við farið í þetta viðmið,“ segir Ármann í umfjöllun um mál þetta í Morgublaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert