Fólk lengur að átta sig á hálkunni en áður

Það er víða mikil hálka og eins gott að fara …
Það er víða mikil hálka og eins gott að fara varlega. mbl.is/Golli

Yfirlæknir bráðadeildar á Landspítalanum segir að það hafi verið óvenju mikið að gera á spítalanum í tengslum við hálkuslys frá því um síðustu helgi. Að hans mati virðist fólk vera lengur en oftast áður að átta sig á svellinu sem er víða á götum og gangstéttum.

„Venjulega er svona ástand eingöngu í einn eða tvo daga,“ segir Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðadeildar. Fyrsti „hálkudagurinn“ var um síðustu helgi og samkvæmt Jóni hefur síðan þá nánast verið stanslaus straumur fólks á bráðadeildinni.

Þessi einstaki dagur var eins og venjulegir fyrstu hálkudagar en það sem er óvenjulegt er að við sjáum þetta yfir fleiri daga en oft áður.

Læknirinn telur að fólk sé lengi að átta sig á hálkunni og brýnir fyrir fólki að fara varlega. „Hjólreiðafólk á að vera á góðum nagladekkjum og gangandi eru hvattir til að nota mannbrodda,“ segir Jón og bætir við að ekki sé verra að salta og sanda tröppur og gangstéttir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert