Rafleiðni og rennsli minnkar

Bárðarbunga í Vatnajökli.
Bárðarbunga í Vatnajökli. mbl.is/Árni Sæberg

Rafleiðni í Jökulsá á Fjöllum og rennsli í ánni fer minnkandi. Ekki er vitað nákvæmlega hver upptökin eru en senni­legt er að jarðhita­vatnið sem mælst hefur und­an­farn­ar vik­ur eigi upp­tök vest­ar í Vatna­jökli, hugs­an­lega í Bárðarbungu þar sem jarðhiti hafi auk­ist und­an­far­in miss­eri.

„Útrennslið hefur náð hámarki,“ segir Óðinn Þórarinsson framkvæmdastjóri athugana- og tæknisviðs Veðurstofu Íslands. Hann segir líklegt að upptökin séu úr katli í Bárðarbungu sem tæmist smám saman en tekur fram að frekari athuganir þurfi.

Ekki hefur verið hægt að fara eftirlitsflug yfir Bárðarbungu vegna veðurs og óvíst hvenær af því verður. Stefnt var að flugi í dag en því var slegið á frest. Síðasta sunnudag voru teknar ljós­mynd­ir úr flug­vél sem sýndu eng­in sér­stök um­merki um að aukið rennsli jarðhita­vatns komi úr Geng­is­sigi í Kverk­fjöll­um.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert