Sífellt fleiri ólæsir og óskrifandi

Starfsemi Fjölsmiðjunnar er afar fjölbreytt og skiptist í sex verkdeildir. …
Starfsemi Fjölsmiðjunnar er afar fjölbreytt og skiptist í sex verkdeildir. Þar eru nú 45 ungmenni, en pláss er fyrir talsvert fleiri. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Krakkarnir sem koma til okkar í dag eru með miklu flóknari og þyngri vanda en var fyrir nokkrum árum. Svo hefur það aukist að þau séu nánast ólæs og óskrifandi og treysti sér t.d. ekki til að fylla út einfalda umsókn með nafni og kennitölu. Hvernig er þetta hægt – þau hafa verið tíu ár í grunnskóla? Þetta vekur ýmsar spurningar.“

Þetta segir Sólveig Þrúður Þorvaldsdóttir, náms- og starfsráðgjafi í Fjölsmiðjunni, sem er vinnusetur fyrir ungt fólk á aldrinum 16-24 ára. Þangað koma ungmenni sem hafa margþættar greiningar, eru með erfiðan félagslegan bakgrunn, hafa flosnað upp úr námi eða ekki náð fótfestu á vinnumarkaði og Sólveig flutti erindi um starfsemina á fundi samtakanna Náum áttum í gær þar sem rætt var um brottfall úr framhaldsskólum frá ýmsum sjónarhornum.

Ekki er boðið upp á formlegt nám í Fjölsmiðjunni, en samstarf er um slíkt við ýmsa framhaldsskóla, að því er fram kemur í fréttaskýringu um starfsemi Fjölsmiðjunnar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert